Merkel skorar á sambandsþingið að taka í neyðarhemilinn í Covid-aðgerðum Heimir Már Pétursson skrifar 16. apríl 2021 21:03 Kanslarinn segir veiruna hvorki fyrirgefa hálfkák né hik í aðgerðum. Getty/Henning Schacht Angela Merkel Þýskalandskanslari hvatti þýska sambandsþingið í dag til að samþykkja frumvarp sem heimilar landstjórninni að grípa til hertra sóttvarnaaðgerða í öllum sextán sambandsríkjum Þýskalands. Hún segir löngu tímabært að stíga fast á neyðarhemilinn í landinu öllu. Sambandsríkin sextán í Þýskalandi hafa sjálfdæmi í heilbrigðismálum og því hefur alríkisstjórninni í Berlín gengið erfiðlega að samræma sóttvarnaaðgerðir um allt land. Sambandsríkin hafa gripið til mjög mismunandi aðgerða frá því faraldurinn kom upp fyrir ári. Það hefur því gengið erfiðlega að kveða Covid-19 faraldurinn niður í landinu. Merkel ávarpaði neðri deild þýska sambandsþingsinis í dag og sagði nauðsynlegt að stíga fast og ákveðið á neyðarhemilinn um allt Þýskaland. „Það er áríðandi að taka í neyðarhemilinn á landsvísu. Neyðarstöðvun er löngu tímabær. Ég verð að segja í dag að ástandið er alvarlegt, mjög alvarlegt. Og við verðum öll að taka þessu alvarlega,“ sagði Merkel. Tæplega tuttugu og sex þúsund manns greindust með Covid-19 veiruna í Þýskalandi í gær og tvö hundruð fjörtíu og sjö létust af veikinidum vegna hennar. „Gjörgæslulæknar hafa kallað á hjálp, hver á eftir öðrum. Hver erum við ef við hunsum þessi neyðarköll,“ spurði Merkel. Kanslarinn segir veiruna hvorki fyrirgefa hálfkák né hik í aðgerðum sem aðeins dragi faraldurinn á langinn. „Allar ráðstafanir hafa það eitt að markmiði að leiða landið okkar út úr þessu hræðilega þróunarferli sífelldrar fjölgunar smitaðra, fullra gjörgæsludeilda, sífellt fleiri dauðsfalla vegna kórónuveirunnar. Öllum til hagsbóta.,“ sagði Angela Merkel. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádí Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Sjá meira
Sambandsríkin sextán í Þýskalandi hafa sjálfdæmi í heilbrigðismálum og því hefur alríkisstjórninni í Berlín gengið erfiðlega að samræma sóttvarnaaðgerðir um allt land. Sambandsríkin hafa gripið til mjög mismunandi aðgerða frá því faraldurinn kom upp fyrir ári. Það hefur því gengið erfiðlega að kveða Covid-19 faraldurinn niður í landinu. Merkel ávarpaði neðri deild þýska sambandsþingsinis í dag og sagði nauðsynlegt að stíga fast og ákveðið á neyðarhemilinn um allt Þýskaland. „Það er áríðandi að taka í neyðarhemilinn á landsvísu. Neyðarstöðvun er löngu tímabær. Ég verð að segja í dag að ástandið er alvarlegt, mjög alvarlegt. Og við verðum öll að taka þessu alvarlega,“ sagði Merkel. Tæplega tuttugu og sex þúsund manns greindust með Covid-19 veiruna í Þýskalandi í gær og tvö hundruð fjörtíu og sjö létust af veikinidum vegna hennar. „Gjörgæslulæknar hafa kallað á hjálp, hver á eftir öðrum. Hver erum við ef við hunsum þessi neyðarköll,“ spurði Merkel. Kanslarinn segir veiruna hvorki fyrirgefa hálfkák né hik í aðgerðum sem aðeins dragi faraldurinn á langinn. „Allar ráðstafanir hafa það eitt að markmiði að leiða landið okkar út úr þessu hræðilega þróunarferli sífelldrar fjölgunar smitaðra, fullra gjörgæsludeilda, sífellt fleiri dauðsfalla vegna kórónuveirunnar. Öllum til hagsbóta.,“ sagði Angela Merkel.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádí Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Sjá meira