Bein útsending: Skilur fólk gervigreind? Atli Ísleifsson skrifar 20. apríl 2021 11:30 Yngvi Björnsson, prófessor við tölvunarfræðideild, flytur þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis að þessu sinni. HR Yngvi Björnsson, prófessor við tölvunarfræðideild, flytur þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis um hvernig við gerum gervigreind kleift að læra af reynslu og mikilvægi þess að geta útskýrt þau rök sem liggja að baki ákvörðunum greindra tölvukerfa. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12 og verður hægt að fylgjast með í spilara að neðan. Gervigreind leikur sífellt stærra hlutverk í samfélaginu og ýmsar ákvarðanir sem áður voru einungis fólks, eru nú gerðar af greindum tölvukerfum. Eitt dæmi um slíkt eru sjálfkeyrandi bifreiðar, sem eru rétt handan við hornið, en þóttu fjarlægur draumur fyrir ekki svo löngu. Stórstígar framfarir á sviði gervigreindar undanfarinn áratug hafa gert þetta mögulegt, sér í lagi aukin hæfni kerfanna til að læra af sjálfsdáðum. Undanfarið hefur þó komið í ljós að ýmsar hættur fylgja slíkri aðferðafræði. Þau líkön sem kerfin læra, og notast svo við í sinni ákvörðunartöku, eru oft á tíðum flókin og ógegnsæ og getur reynst mjög torvelt að skilja hvaða rök liggja í raun að baki ákvörðunum kerfanna. Það eru dæmi um að slík kerfi hafi lært óæskilega hegðun, til dæmis með því að ala ómeðvitað á fordómum gagnvart ákveðnum þjóðfélagshópum. Þar af leiðandi hefur áherslan innan gervigreindarsviðsins í auknu mæli færst í þá átt að þróa aðferðir sem gera fólki betur kleift að skilja og útskýra ákvarðanir gervigreindar. Í þessu erindi verður fjallað um hvað gervigreind er, hvernig við gerum henni kleift að læra af reynslu, hvaða hættur felast í slíkri nálgun og mikilvægi þess að geta útskýrt þau rök sem liggja að baki ákvörðunum greindra tölvukerfa. Hægt er að fylgjast með fyrirlestrinum að neðan. Skilur fólk gervigreind? from Háskólinn í Reykjavík on Vimeo. Þriðjudagsfyrirlestrar HR og Vísis Gervigreind Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Fyrirlesturinn hefst klukkan 12 og verður hægt að fylgjast með í spilara að neðan. Gervigreind leikur sífellt stærra hlutverk í samfélaginu og ýmsar ákvarðanir sem áður voru einungis fólks, eru nú gerðar af greindum tölvukerfum. Eitt dæmi um slíkt eru sjálfkeyrandi bifreiðar, sem eru rétt handan við hornið, en þóttu fjarlægur draumur fyrir ekki svo löngu. Stórstígar framfarir á sviði gervigreindar undanfarinn áratug hafa gert þetta mögulegt, sér í lagi aukin hæfni kerfanna til að læra af sjálfsdáðum. Undanfarið hefur þó komið í ljós að ýmsar hættur fylgja slíkri aðferðafræði. Þau líkön sem kerfin læra, og notast svo við í sinni ákvörðunartöku, eru oft á tíðum flókin og ógegnsæ og getur reynst mjög torvelt að skilja hvaða rök liggja í raun að baki ákvörðunum kerfanna. Það eru dæmi um að slík kerfi hafi lært óæskilega hegðun, til dæmis með því að ala ómeðvitað á fordómum gagnvart ákveðnum þjóðfélagshópum. Þar af leiðandi hefur áherslan innan gervigreindarsviðsins í auknu mæli færst í þá átt að þróa aðferðir sem gera fólki betur kleift að skilja og útskýra ákvarðanir gervigreindar. Í þessu erindi verður fjallað um hvað gervigreind er, hvernig við gerum henni kleift að læra af reynslu, hvaða hættur felast í slíkri nálgun og mikilvægi þess að geta útskýrt þau rök sem liggja að baki ákvörðunum greindra tölvukerfa. Hægt er að fylgjast með fyrirlestrinum að neðan. Skilur fólk gervigreind? from Háskólinn í Reykjavík on Vimeo.
Þriðjudagsfyrirlestrar HR og Vísis Gervigreind Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira