Sóttkvíarhótel aðeins skylda fyrir farþega frá örfáum löndum þegar ný lög taka gildi Snorri Másson skrifar 20. apríl 2021 18:14 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á blaðamannafundi í dag. Vísir/Vilhelm Íslendingar klóra sér margir í kollinum eftir blaðamannafund ríkisstjórnarinnar í dag, þar sem breyttar reglur á landamærunum voru boðaðar. Eins og staðan er núna, má segja að breytingin sé aðallega sú að farþegar frá fjórum löndum verða skikkaðir til dvalar á sóttkvíarhóteli við komuna til landsins. Það eru Frakkland, Holland, Pólland og Ungverjaland en þetta er sagt með fyrirvara um að frumvarp heilbrigðisráðherra verði samþykkt. Stjórnvöld hafa boðað lagabreytingu sem kveður á um að farþegar frá löndum með yfir 1.000 í nýgengi þurfi allir undantekningarlaust að fara á sóttkvíarhótel við komuna til landsins. Nýgengi smita Covid-19 hefur ekki í neinu ríki heims verið að meðaltali yfir 1.000 á 100.000 íbúa síðustu tvær vikur, en á vissum svæðum innan vissra ríkja hefur nýgengið náð yfir þetta mark. Þegar þetta nær yfir 1.000 einhvers staðar í tilteknu landi, er landið þar með komið í mesta áhættuflokk. Hið versta verður þannig látið yfir allt landið ganga þegar ástandið er metið í hverju landi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði fyrr í dag að undir þennan flokk féllu fyrrnefnd fjögur lönd. Fyrir langflesta farþega heims gildir að aðeins er litið á dvöl á sóttkvíarhóteli sem „meginreglu.“ Undanþága mun veitt þeim sem sýnt geta fram á að fyrir liggi „trúverðug áform um dvöl í fullnægjandi húsnæði.“ Skilyrðislaus skyldudvöl á sóttkvíarhóteli er því ekki í gildi fyrir farþega frá neinu ríki heims nema Frakklandi, Hollandi, Póllandi og Ungverjalandi. Reglurnar óbreyttar fyrir langflesta Það hefur aðeins örsjaldan gerst í heiminum að nýgengi heils lands fari yfir 1.000 smit á hverja 100.000 á tveimur vikum. Það hefur ekki einu sinni gerst í Bandaríkjunum eða Brasilíu. Öðru máli gegnir um einstök svæði innan ríkja, en hér á landi verður nú miðað við slíka tölfræði. Næsti flokkur eru 750 smit á hverja 100.000 íbúa síðustu tvær vikur. Þar verður farþegum samkvæmt stjórnvöldum „skylt“ að fara á sóttkvíarhótel. Þeir geta þó vandræðalaust sótt um undanþágu til að fara í sóttkví heima hjá sér. Fyrir langflesta íbúa heims sem hingað vilja koma eru reglurnar óbreyttar hér á landi. Ef nýgengið er minna en 750 er áfram valkvætt að dvelja á sóttvarnarhóteli. Sjá má nýgengi í ríkjum Evrópu hér en á veraldarvísu hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Samkomubann á Íslandi Ferðalög Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Það eru Frakkland, Holland, Pólland og Ungverjaland en þetta er sagt með fyrirvara um að frumvarp heilbrigðisráðherra verði samþykkt. Stjórnvöld hafa boðað lagabreytingu sem kveður á um að farþegar frá löndum með yfir 1.000 í nýgengi þurfi allir undantekningarlaust að fara á sóttkvíarhótel við komuna til landsins. Nýgengi smita Covid-19 hefur ekki í neinu ríki heims verið að meðaltali yfir 1.000 á 100.000 íbúa síðustu tvær vikur, en á vissum svæðum innan vissra ríkja hefur nýgengið náð yfir þetta mark. Þegar þetta nær yfir 1.000 einhvers staðar í tilteknu landi, er landið þar með komið í mesta áhættuflokk. Hið versta verður þannig látið yfir allt landið ganga þegar ástandið er metið í hverju landi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði fyrr í dag að undir þennan flokk féllu fyrrnefnd fjögur lönd. Fyrir langflesta farþega heims gildir að aðeins er litið á dvöl á sóttkvíarhóteli sem „meginreglu.“ Undanþága mun veitt þeim sem sýnt geta fram á að fyrir liggi „trúverðug áform um dvöl í fullnægjandi húsnæði.“ Skilyrðislaus skyldudvöl á sóttkvíarhóteli er því ekki í gildi fyrir farþega frá neinu ríki heims nema Frakklandi, Hollandi, Póllandi og Ungverjalandi. Reglurnar óbreyttar fyrir langflesta Það hefur aðeins örsjaldan gerst í heiminum að nýgengi heils lands fari yfir 1.000 smit á hverja 100.000 á tveimur vikum. Það hefur ekki einu sinni gerst í Bandaríkjunum eða Brasilíu. Öðru máli gegnir um einstök svæði innan ríkja, en hér á landi verður nú miðað við slíka tölfræði. Næsti flokkur eru 750 smit á hverja 100.000 íbúa síðustu tvær vikur. Þar verður farþegum samkvæmt stjórnvöldum „skylt“ að fara á sóttkvíarhótel. Þeir geta þó vandræðalaust sótt um undanþágu til að fara í sóttkví heima hjá sér. Fyrir langflesta íbúa heims sem hingað vilja koma eru reglurnar óbreyttar hér á landi. Ef nýgengið er minna en 750 er áfram valkvætt að dvelja á sóttvarnarhóteli. Sjá má nýgengi í ríkjum Evrópu hér en á veraldarvísu hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Samkomubann á Íslandi Ferðalög Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira