Fólk afþakkar AstraZeneca en Þórólfur segir ekkert að óttast Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 26. apríl 2021 20:01 Þórólfur Guðnason segir marga hikandi við að taka við bóluefni AstraZeneca en hann ætlar sjálfur að þyggja það. Vísir Dæmi eru um að fólk afþakki bóluefni frá AstraZeneca en sóttvarnalæknir segir ekkert að óttast og mun sjálfur þiggja bóluefni frá framleiðandanum í vikunni. Mikið álag hefur verið á símkerfi almannavarna vegna áhyggja fólks af bóluefninu. Sex greindust með kórónuveiruna í gær og voru allir utan sóttkvíar. Vegur þar þyngst hópsmit sem kom upp í útgerðarfyrirtækinu Ramma en þar greindust fjórir starfsmenn landvinnslunnar í gærkvöldi. Unnið er að smitrakningu en tveir þeirra búa í Árborg og hinir í Ölfusi. „En við höfum ekki enn þurft að grípa til neinna lokana og erum enn að vona að þetta sé minna útbreitt en orðið hefði ef ekki hefði strax verið gripið til aðgerða,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Þá verður met slegið í bólusetningum í vikunni þegar ríflega 23 þúsund manns fá sprautu. Nokkuð hefur borið á áhyggjum vegna bóluefnis AstraZeneca, sem hefur verið í fréttum vegna tilfella um blóðtappa. „Það er ósköp eðlilegt að fólk hafi áhyggjur af þessu AstraZeneca bóluefni, það er búið að vera mikið í umræðunni og það er búið að vera mikið rætt um það í tengslum við blóðsega og blæðingavandamál. En þegar málið er gert upp eru þessi blóðsega og blæðingarvandamál eftir AstraZeneca bóluefnið mjög sjaldgæf,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Fólk eldra en sextíu ára fær bóluefnið en ekki konur undir 55 ára. Þórólfur segir að búið sé að velja út þann hóp sem sé í eins lítilli áhættu og mögulegt er. „Ég tel að bóluefnið sé öruggt og mjög virkt,“ segir Þórólfur. Mjög margir hikandi með að taka AstraZeneca Þórólfur segir að mikið álag hafi verið á símkerfið síðustu daga. „Við vitum ekki nákvæmlega hversu margir hafa afþakkað það en það eru margir sem eru hikandi núna,“ segir Þórólfur. Danir hyggjast ekki nota bóluefnið og Norðmenn hafa gefið sér frest til að ákveða það, að „Það eru bara tvær þjóðir sem hafa stoppað að nota þetta bóluefni, það eru Danir og Norðmenn. Allar aðrar þjóðir halda áfram að nota það og hví skyldum við ekki fara eftir þeim, þessum mikla meirihluta sem hefur skoðað þetta? Ég held að það sé skynsamlegra.“ Verður þú ekki sjálfur bólusettur með AstraZeneca í vikunni? „Jú, með AstraZeneca og það er ekkert hik á mér í því.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir „Í guðanabænum þiggið björgina og látið bólusetja ykkur“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni vera næstum hættulaust og hvetur hann fólk „í guðanabænum“ til að þiggja bóluefni AstraZeneca. Sjálfur hafi hann fengið bóluefnið fyrir nokkrum vikum og hafi ekki hlotið nokkurn skaða af. 26. apríl 2021 19:19 104 þúsund Íslendinga fengið einn skammt næstu helgi Í þessari viku munu um 23 þúsund einstaklingar fá fyrri bóluefnaskammt við Covid-19 en í heildina verða 25 þúsund skammtar gefnir í vikunni. Notuð verða bóluefnin frá Pfizer, AstraZeneca og Janssen. 26. apríl 2021 08:55 Þórólfur bólusettur með AstraZeneca í vikunni Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að bólusetningar vegna kórónuveirunnar hafi gengið mjög vel hér á landi alveg frá upphafi. Það eina sem hafi staðið á er að fá nægilegt bóluefni til landsins. „Strax og við fáum meira þá er hægt að gefa í. Það er bara þannig og það er mjög ánægjulegt.“ 26. apríl 2021 08:23 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Sex greindust með kórónuveiruna í gær og voru allir utan sóttkvíar. Vegur þar þyngst hópsmit sem kom upp í útgerðarfyrirtækinu Ramma en þar greindust fjórir starfsmenn landvinnslunnar í gærkvöldi. Unnið er að smitrakningu en tveir þeirra búa í Árborg og hinir í Ölfusi. „En við höfum ekki enn þurft að grípa til neinna lokana og erum enn að vona að þetta sé minna útbreitt en orðið hefði ef ekki hefði strax verið gripið til aðgerða,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Þá verður met slegið í bólusetningum í vikunni þegar ríflega 23 þúsund manns fá sprautu. Nokkuð hefur borið á áhyggjum vegna bóluefnis AstraZeneca, sem hefur verið í fréttum vegna tilfella um blóðtappa. „Það er ósköp eðlilegt að fólk hafi áhyggjur af þessu AstraZeneca bóluefni, það er búið að vera mikið í umræðunni og það er búið að vera mikið rætt um það í tengslum við blóðsega og blæðingavandamál. En þegar málið er gert upp eru þessi blóðsega og blæðingarvandamál eftir AstraZeneca bóluefnið mjög sjaldgæf,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Fólk eldra en sextíu ára fær bóluefnið en ekki konur undir 55 ára. Þórólfur segir að búið sé að velja út þann hóp sem sé í eins lítilli áhættu og mögulegt er. „Ég tel að bóluefnið sé öruggt og mjög virkt,“ segir Þórólfur. Mjög margir hikandi með að taka AstraZeneca Þórólfur segir að mikið álag hafi verið á símkerfið síðustu daga. „Við vitum ekki nákvæmlega hversu margir hafa afþakkað það en það eru margir sem eru hikandi núna,“ segir Þórólfur. Danir hyggjast ekki nota bóluefnið og Norðmenn hafa gefið sér frest til að ákveða það, að „Það eru bara tvær þjóðir sem hafa stoppað að nota þetta bóluefni, það eru Danir og Norðmenn. Allar aðrar þjóðir halda áfram að nota það og hví skyldum við ekki fara eftir þeim, þessum mikla meirihluta sem hefur skoðað þetta? Ég held að það sé skynsamlegra.“ Verður þú ekki sjálfur bólusettur með AstraZeneca í vikunni? „Jú, með AstraZeneca og það er ekkert hik á mér í því.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir „Í guðanabænum þiggið björgina og látið bólusetja ykkur“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni vera næstum hættulaust og hvetur hann fólk „í guðanabænum“ til að þiggja bóluefni AstraZeneca. Sjálfur hafi hann fengið bóluefnið fyrir nokkrum vikum og hafi ekki hlotið nokkurn skaða af. 26. apríl 2021 19:19 104 þúsund Íslendinga fengið einn skammt næstu helgi Í þessari viku munu um 23 þúsund einstaklingar fá fyrri bóluefnaskammt við Covid-19 en í heildina verða 25 þúsund skammtar gefnir í vikunni. Notuð verða bóluefnin frá Pfizer, AstraZeneca og Janssen. 26. apríl 2021 08:55 Þórólfur bólusettur með AstraZeneca í vikunni Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að bólusetningar vegna kórónuveirunnar hafi gengið mjög vel hér á landi alveg frá upphafi. Það eina sem hafi staðið á er að fá nægilegt bóluefni til landsins. „Strax og við fáum meira þá er hægt að gefa í. Það er bara þannig og það er mjög ánægjulegt.“ 26. apríl 2021 08:23 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
„Í guðanabænum þiggið björgina og látið bólusetja ykkur“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni vera næstum hættulaust og hvetur hann fólk „í guðanabænum“ til að þiggja bóluefni AstraZeneca. Sjálfur hafi hann fengið bóluefnið fyrir nokkrum vikum og hafi ekki hlotið nokkurn skaða af. 26. apríl 2021 19:19
104 þúsund Íslendinga fengið einn skammt næstu helgi Í þessari viku munu um 23 þúsund einstaklingar fá fyrri bóluefnaskammt við Covid-19 en í heildina verða 25 þúsund skammtar gefnir í vikunni. Notuð verða bóluefnin frá Pfizer, AstraZeneca og Janssen. 26. apríl 2021 08:55
Þórólfur bólusettur með AstraZeneca í vikunni Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að bólusetningar vegna kórónuveirunnar hafi gengið mjög vel hér á landi alveg frá upphafi. Það eina sem hafi staðið á er að fá nægilegt bóluefni til landsins. „Strax og við fáum meira þá er hægt að gefa í. Það er bara þannig og það er mjög ánægjulegt.“ 26. apríl 2021 08:23