Félagarnir héldu saman út sjónvarpsþáttum GameTíví um árabil, þar sem þeir fjölluðu um heim tölvuleikjanna og tiltekna leiki.
Í kvöld snúa þeir aftur og saman munu þeir spila fjölspilunarleikinn Outriders, spjalla við áhorfendur og svara spurnginum þeirra. Auk þess sem þeir ætla sér að skjóta vonda kalla.
Útsendingin hefst klukkan átta og má fylgjast með henni á Twitchsíðu GameTíví.