Ekkert sem bendir til þess hérlendis að breska afbrigðið sé skæðara Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. apríl 2021 11:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Allt bendir til þess að hið svokallaða breska afbirgði Covid-19 sé álíka skætt og afbrigðin sem Íslendingar glímdu við fyrr í kórónuveirufaraldrinum. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi rétt í þessu. Þórólfur kom inn á þá umræðu sem hefur áður átt sér stað að breska afbrigðið væri mögulega alvarlegra en önnur afbrigði SARS-CoV-2 en sagði að ef horft væri til sjúkrahúsinnlagna þá hefðu þær verið um 2,5 prósent frá 20. mars síðastliðnum. Þetta væri svipað, jafnvel aðeins minna, en við sáum fyrr í faraldrinum. Sóttvarnalæknir sagði tölurnar, níu einstaklingar af um 360, litlar og því bæri að vara varlega í að alhæfa en sagði smithæfni afbrigðisins einnig virðast svipað og annarra afbrigða. Þannig hefðu 220 einstaklingar af 3.500 í sóttkví greinst frá 1. mars, sem væri um sex prósent. Þórólfur sagðist því búast við því að ef samfélagsleg útbreiðsla veirunnar yrði mikil nú, yrði atburðarásin svipuð og fyrr í faraldrinum. Einhver en óljós samfélagsleg útbreiðsla Fjórir liggja inni á Landspítalanum en enginn á gjörgæslu. Um 1.700 sýni voru tekin í gær, að sögn sóttvarnalæknis. Hann sagðist að ekki hefði tekist að ná utan um þær hópsýkingar sem nú væru uppi í samfélaginu og þá væri áhyggjuefni að enn væru að greinast smit sem væri ekki hægt að rekja til áður greindra smita. Þórólfur sagði útbreiðslu veirunnar í samfélaginu einhverja en ómögulegt væri að segja til um hversu mikil hún væri. Handahófsskimun Íslenskrar erfðagreiningar á dögunum benti þó ekki til þess að hún væri mikil. Um 450 dvelja nú á sóttkvíarhótelum og segir Þórólfur aðgerðir á landamærunum ganga vel. Smit á landamærunum hefðu verið tvö í gær og hefði fækkað undanfarna daga. Átti hann þó ekki skýringu á því hvers vegna það væri. Þórólfur sagðist gera ráð fyrir því að skila ráðherra minnisblaði um framhald sóttvarnaaðgerða um helgina en vildi ekki tjá sig um það efnislega á þessari stundu. Lauk hann máli sínu með því að ítreka enn og aftur að fólk færi í sýnatökum við minnstu einkenni, sinnti persónulegum sóttvörnum og forðaðist hópamyndun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Þórólfur kom inn á þá umræðu sem hefur áður átt sér stað að breska afbrigðið væri mögulega alvarlegra en önnur afbrigði SARS-CoV-2 en sagði að ef horft væri til sjúkrahúsinnlagna þá hefðu þær verið um 2,5 prósent frá 20. mars síðastliðnum. Þetta væri svipað, jafnvel aðeins minna, en við sáum fyrr í faraldrinum. Sóttvarnalæknir sagði tölurnar, níu einstaklingar af um 360, litlar og því bæri að vara varlega í að alhæfa en sagði smithæfni afbrigðisins einnig virðast svipað og annarra afbrigða. Þannig hefðu 220 einstaklingar af 3.500 í sóttkví greinst frá 1. mars, sem væri um sex prósent. Þórólfur sagðist því búast við því að ef samfélagsleg útbreiðsla veirunnar yrði mikil nú, yrði atburðarásin svipuð og fyrr í faraldrinum. Einhver en óljós samfélagsleg útbreiðsla Fjórir liggja inni á Landspítalanum en enginn á gjörgæslu. Um 1.700 sýni voru tekin í gær, að sögn sóttvarnalæknis. Hann sagðist að ekki hefði tekist að ná utan um þær hópsýkingar sem nú væru uppi í samfélaginu og þá væri áhyggjuefni að enn væru að greinast smit sem væri ekki hægt að rekja til áður greindra smita. Þórólfur sagði útbreiðslu veirunnar í samfélaginu einhverja en ómögulegt væri að segja til um hversu mikil hún væri. Handahófsskimun Íslenskrar erfðagreiningar á dögunum benti þó ekki til þess að hún væri mikil. Um 450 dvelja nú á sóttkvíarhótelum og segir Þórólfur aðgerðir á landamærunum ganga vel. Smit á landamærunum hefðu verið tvö í gær og hefði fækkað undanfarna daga. Átti hann þó ekki skýringu á því hvers vegna það væri. Þórólfur sagðist gera ráð fyrir því að skila ráðherra minnisblaði um framhald sóttvarnaaðgerða um helgina en vildi ekki tjá sig um það efnislega á þessari stundu. Lauk hann máli sínu með því að ítreka enn og aftur að fólk færi í sýnatökum við minnstu einkenni, sinnti persónulegum sóttvörnum og forðaðist hópamyndun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira