Veittu ekki viðunandi leiðbeiningar vegna heimsóknarbanns Kjartan Kjartansson skrifar 29. apríl 2021 19:10 Eiginmaður konunnar hefði getað kært ákvörðunina um að synja ósk hans um undanþágu til að heimsækja hana til heilbrigðisráðuneytisins en hann var ekki upplýstur um þann rétt sinn. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðuneytið, embætti landlæknis og hjúkrunarheimili veittu manni sem óskaði eftir undanþágu til að geta heimsótt eiginkonu sína á hjúkrunarheimili þegar heimsóknarbann var við lýði vegna kórónuveirufaraldursins í fyrra ekki viðunandi leiðbeiningar um rétt til að kæra ákvörðunina. Settur umboðsmaður Alþingis ritaði heilbrigðisráðherra bréf til að minna á leiðbeiningaskyldu stjórnvalda í kjölfar málsins. Maðurinn leitaði til embættis landlæknis eftir að hjúkrunarheimilið þar sem konan hans býr synjaði honum um undanþágu frá banninu til að fá að heimsækja hana í mars í fyrra. Embættið óskaði eftir skýringum frá heimilinu og að þeim fengnum taldi það ekki ástæðu til að gera athugasemd við afgreiðsluna, að því er kemur fram í áliti umboðsmanns. Vísaði maðurinn máli sínu til heilbrigðisráðuneytisins í janúar og gerði athugasemdir við vinnubrögð og niðurstöðu landlæknis. Ráðuneytið taldi ekki tilefni til að gera athugasemdir við afgreiðslu landlæknis vegna málsins. Í framhaldinu var lögð fram kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna meðferðar og afgreiðslu landlæknisembættisins á erindi mannsins um að hjúkrunarheimilið hefði synjað undanþágubeiðni hans. Umboðsmaður gerði ekki efnislegar athugasemdir við niðurstöðu embættisins eða ráðuneytisins í málinu. Aftur á móti gagnrýndi umboðsmaður að hjúkrunarheimilið, landlæknir og heilbrigðisráðuneytið hefðu átt að gera manninum ljóst fyrr að landlæknisembættið hefði ekki aðkomu að kæru vegna ákvörðun hjúkrunarheimilisins um að synja beiðni hans. Stjórnvöld hefðu ekki veitt manninum viðunandi leiðbeiningar um að hann gæti kært synjunina til ráðuneytisins. Minnti umboðsmaður á að erindi stjórnvalda til borgaranna skuli vera nægjanlega skýr til að þeir geti gert sér grein fyrir réttarstöðu sinni, ekki síst þegar teknar séu íþyngjandi stjórnvaldaákvarðanir. Skrifaðir Kjartan Bjarni Björgvinsson, settur umboðsmaður Alþingis, heilbrigðisráðherra bréf þar sem hann beindi því til ráðuneytisins að hafa þau sjónarmið í huga framvegis. Umboðsmaður Alþingis Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Sjá meira
Settur umboðsmaður Alþingis ritaði heilbrigðisráðherra bréf til að minna á leiðbeiningaskyldu stjórnvalda í kjölfar málsins. Maðurinn leitaði til embættis landlæknis eftir að hjúkrunarheimilið þar sem konan hans býr synjaði honum um undanþágu frá banninu til að fá að heimsækja hana í mars í fyrra. Embættið óskaði eftir skýringum frá heimilinu og að þeim fengnum taldi það ekki ástæðu til að gera athugasemd við afgreiðsluna, að því er kemur fram í áliti umboðsmanns. Vísaði maðurinn máli sínu til heilbrigðisráðuneytisins í janúar og gerði athugasemdir við vinnubrögð og niðurstöðu landlæknis. Ráðuneytið taldi ekki tilefni til að gera athugasemdir við afgreiðslu landlæknis vegna málsins. Í framhaldinu var lögð fram kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna meðferðar og afgreiðslu landlæknisembættisins á erindi mannsins um að hjúkrunarheimilið hefði synjað undanþágubeiðni hans. Umboðsmaður gerði ekki efnislegar athugasemdir við niðurstöðu embættisins eða ráðuneytisins í málinu. Aftur á móti gagnrýndi umboðsmaður að hjúkrunarheimilið, landlæknir og heilbrigðisráðuneytið hefðu átt að gera manninum ljóst fyrr að landlæknisembættið hefði ekki aðkomu að kæru vegna ákvörðun hjúkrunarheimilisins um að synja beiðni hans. Stjórnvöld hefðu ekki veitt manninum viðunandi leiðbeiningar um að hann gæti kært synjunina til ráðuneytisins. Minnti umboðsmaður á að erindi stjórnvalda til borgaranna skuli vera nægjanlega skýr til að þeir geti gert sér grein fyrir réttarstöðu sinni, ekki síst þegar teknar séu íþyngjandi stjórnvaldaákvarðanir. Skrifaðir Kjartan Bjarni Björgvinsson, settur umboðsmaður Alþingis, heilbrigðisráðherra bréf þar sem hann beindi því til ráðuneytisins að hafa þau sjónarmið í huga framvegis.
Umboðsmaður Alþingis Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Sjá meira