Þýsk loftslagslög talin brjóta á rétti ungs fólks Kjartan Kjartansson skrifar 29. apríl 2021 21:27 Kolaorkuver í Neurath í Þýskalandi. Núgildandi lög um loftslagsaðgerðir eru talin of óskýr um hvernig markmið eiga að nást eftir 2030. AP/Martin Meissner Stjórnlagadómstóll Þýskalands komst að þeirri niðurstöðu í dag að loftslagslög þýsku ríkisstjórnarinnar gangi ekki nægilega langt og brjóti gegn grundvallarréttindum fólks með því að koma því á herðar yngri kynslóða að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Stjórnvöld þurfa að endurskoða lögin fyrir lok árs. Ungir aðgerðasinnar í loftslagsmálum skutu loftslagslögum ríkisstjórnarinnar til stjórnlagadómstólsins. Í úrskurði sínum í dag taldi dómstóllinn að núgildandi lög brytu gegn frelsi kvartendanna vegna þess að þau fresta því að ná þeim niðurskurði á losun gróðurhúsalofttegunda sem þarf til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins of mikið fram yfir árið 2030. „Til þess að ná þessu verður samdrátturinn sem þörf verður á eftir 2030 að nást hraðar og með skemmri fyrirvara,“ sagði dómstóllinn. Þannig sé þrengt verulega að rétti yngri kynslóða þar sem þær muni enn þurfa að reiða sig á orkugjafa sem losa gróðurhúsalofttegundir að stórum hluta. Þýskaland stefnir að 55% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir lok þessa áratugar. Með núgildandi lögum þarf að skera losunina niður um 178 milljónir tonna af koltvísýringi á þessum áratug en svo um 281 milljón tonna á áratug eftir það, að sögn AP-fréttastofunnar. Stjórnlagadómstólinn taldi lögin, sem voru samþykkt árið 2019, ekki nægilega skýr um hvernig ætti að skera niður losun eftir 2030, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Lögin koma þeim byrðum að draga mikið úr losun á óafturkræfan hátt á tímabilið eftir 2030,“ sagði í úrskurðinum. Ríkisstjórnin þarf að setja sér ný markmið um samdrátt í losun eftir 2030 fyrir lok þessa árs. Fagna úrskurðinum sem sigri fyrir loftslagshreyfinguna Þýskir umhverfissinnar hafa tekið úrskurðinum fagnandi og umhverfisráðherrann Svenja Schulze sömuleiðis. „Ég hefði viljað hafa annað bráðabirgðamarkmið fyrir fjórða áratuginn í lögunum en það var ekki meirihluti fyrir því á sínum tíma,“ sagði Schulze. Luisa Neubauer, loftslagsaðgerðasinni frá hreyfingunni Föstudagar til framtíðar sem var einn kvartenda í málinu, segir úrskurðinn meiriháttar sigur. „Aðgerðaleysi dagsins í dag má ekki skerða frelsi okkar og réttindi í framtíðinni,“ sagði Neubauer. Viðurkenndi kolefnisþak Úrskurðurinn í dag þykir einnig merkilegur fyrir þær sakir að dómstóllinn viðurkenndi þá hugmynd að Þýskalandi hafi endanlegt „kolefnisþak“, ákveðið magn kolefnis sem það getur losað án þess að markmið Parísarsamkomulagsins bresti. Dómstóllinn skilgreindi þó ekki hvert þakið væri fyrir Þýskaland sérstaklega. Vísindamenn óttast að losun mannkyns sprengi kolefnisþakið á næsta áratugnum. Í þessu ljósi sögðu dómararnir að það væri ósanngjarnt að leyfa einni kynslóð að nýta stóran hluta kolefnisþaksins og gera aðeins hóflegar kröfur um samdrátt ef það þýðir að komandi kynslóðir þurfa að taka það á sína herðar að skera losunina við nögl. Þýskaland Loftslagsmál Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Fleiri fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Sjá meira
Ungir aðgerðasinnar í loftslagsmálum skutu loftslagslögum ríkisstjórnarinnar til stjórnlagadómstólsins. Í úrskurði sínum í dag taldi dómstóllinn að núgildandi lög brytu gegn frelsi kvartendanna vegna þess að þau fresta því að ná þeim niðurskurði á losun gróðurhúsalofttegunda sem þarf til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins of mikið fram yfir árið 2030. „Til þess að ná þessu verður samdrátturinn sem þörf verður á eftir 2030 að nást hraðar og með skemmri fyrirvara,“ sagði dómstóllinn. Þannig sé þrengt verulega að rétti yngri kynslóða þar sem þær muni enn þurfa að reiða sig á orkugjafa sem losa gróðurhúsalofttegundir að stórum hluta. Þýskaland stefnir að 55% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir lok þessa áratugar. Með núgildandi lögum þarf að skera losunina niður um 178 milljónir tonna af koltvísýringi á þessum áratug en svo um 281 milljón tonna á áratug eftir það, að sögn AP-fréttastofunnar. Stjórnlagadómstólinn taldi lögin, sem voru samþykkt árið 2019, ekki nægilega skýr um hvernig ætti að skera niður losun eftir 2030, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Lögin koma þeim byrðum að draga mikið úr losun á óafturkræfan hátt á tímabilið eftir 2030,“ sagði í úrskurðinum. Ríkisstjórnin þarf að setja sér ný markmið um samdrátt í losun eftir 2030 fyrir lok þessa árs. Fagna úrskurðinum sem sigri fyrir loftslagshreyfinguna Þýskir umhverfissinnar hafa tekið úrskurðinum fagnandi og umhverfisráðherrann Svenja Schulze sömuleiðis. „Ég hefði viljað hafa annað bráðabirgðamarkmið fyrir fjórða áratuginn í lögunum en það var ekki meirihluti fyrir því á sínum tíma,“ sagði Schulze. Luisa Neubauer, loftslagsaðgerðasinni frá hreyfingunni Föstudagar til framtíðar sem var einn kvartenda í málinu, segir úrskurðinn meiriháttar sigur. „Aðgerðaleysi dagsins í dag má ekki skerða frelsi okkar og réttindi í framtíðinni,“ sagði Neubauer. Viðurkenndi kolefnisþak Úrskurðurinn í dag þykir einnig merkilegur fyrir þær sakir að dómstóllinn viðurkenndi þá hugmynd að Þýskalandi hafi endanlegt „kolefnisþak“, ákveðið magn kolefnis sem það getur losað án þess að markmið Parísarsamkomulagsins bresti. Dómstóllinn skilgreindi þó ekki hvert þakið væri fyrir Þýskaland sérstaklega. Vísindamenn óttast að losun mannkyns sprengi kolefnisþakið á næsta áratugnum. Í þessu ljósi sögðu dómararnir að það væri ósanngjarnt að leyfa einni kynslóð að nýta stóran hluta kolefnisþaksins og gera aðeins hóflegar kröfur um samdrátt ef það þýðir að komandi kynslóðir þurfa að taka það á sína herðar að skera losunina við nögl.
Þýskaland Loftslagsmál Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Fleiri fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Sjá meira