Fjórtán íbúar í einangrun og bæjarstjórinn í sóttkví Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. apríl 2021 09:18 Elliði segir horfur betri en útlit var fyrir. Fjórtán íbúar Þorlákshafnar eru nú í einangrun vegna Covid-19 og 99 í sóttkví. Elliði Viginsson, bæjarstjóri Ölfus, segir baráttunni ekki lokið þótt staðan líti betur út en um tíma. Sjálfur er hann kominn í sóttkví í þriðja sinn. Í færslu sem Elliði birti á Facebook í gærkvöldi segir hann ánægjulegt að þau 200 sýni sem tekin voru á þriðjudag hafi verið neikvæð. Einn einstaklingur greindist þó í Þorlákshöfn í gær en sá var í sóttkví. Er smitið rakið til hópsmits á vinnustað. Nú um níuleytið verða nemendur og starfsmenn grunnskólans í Þorlákshöfn, sem hafa verið í sóttkví, skimaðir. Öðrum bauðst einnig að bóka sýnatöku en þær fara fram í skólanum. „Við erum öll bjartsýn á að samstaðan og krafturinn sem íbúar hafa, allir sem einn, sýnt verði nú til þess að strax á mánudag getum við tekið upp hefðbundið starf um allan bæ og þar með í okkar mikilvægu stofnunum svo sem grunn- og leikskóla. Vissulega verða einhverjir bæjarbúar, og þar með talið nemendur þó áfram í sóttkví eða einangrun með sínum fjölskyldum,“ segir Elliði. Þá sé hann sjálfur komin í sóttkví. „Það er ef til vill gráglettni örlaganna að eftir okkar samhug í baráttunni hér í Þorlákshöfn þá skuli það vera smit tengt kennslustund hjá henni Berthu minni í FSU á Selfossi sem sendir mig í sóttkvína. Sjálfum þykir mér nú nóg um en ég er hér með búinn að fara í skyldaða sóttkví með öllum í minni fjölskyldu,“ segir reynslumikill Elliði. ÞETTA ER AÐ HAFAST, EN ENN ER OF SNEMMT AÐ HRÓSA SIGRI. Núna á fimmtudagskvöldi er ánægjulegt að segja frá því að öll...Posted by Elliði Vignisson on Thursday, April 29, 2021 Ölfus Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fleiri en einn uppruni sýkinganna á Suðurlandi Þrjátíu og fjórir eru í einangrun á Suðurlandi vegna hópsýkinga kórónuveirunnar sem þar geisa. Útbreiðslan hefur til þessa orðið mest í Þorlákshöfn og Selfossi eða fjórtán smit á hvorum stað. 29. apríl 2021 14:53 110 nemendur FSu í sóttkví eftir að nemandi greindist Alls eru 110 nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi komnir í sóttkví eftir að nemandi við skólann greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. Auk þeirra eru fimm kennarar við skólann einnig komnir í sóttkví. 29. apríl 2021 08:12 Að minnsta kosti einn í viðbót með staðfest smit í Þorlákshöfn Fyrstu niðurstöður úr skimuninni sem fram fór í Þorlákshöfn í dag benda til þess að minnst einn þeirra sem skimaðir voru í dag hafi greinst með staðfest smit covid-19. Um tvö hundruð voru skimaðir í grunnskólanum í Þorlákshöfn í tengslum við hópsmit sem þar kom upp. 28. apríl 2021 23:55 „Erum komin með meiraprófið í því að glíma við veiruna“ Um eitt hundrað íbúar Þorlákshafnar eru í sóttkví vegna hópsmits og grunnskóli bæjarins var nýttur fyrir umfangsmikla skimun í dag. 28. apríl 2021 20:17 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
Í færslu sem Elliði birti á Facebook í gærkvöldi segir hann ánægjulegt að þau 200 sýni sem tekin voru á þriðjudag hafi verið neikvæð. Einn einstaklingur greindist þó í Þorlákshöfn í gær en sá var í sóttkví. Er smitið rakið til hópsmits á vinnustað. Nú um níuleytið verða nemendur og starfsmenn grunnskólans í Þorlákshöfn, sem hafa verið í sóttkví, skimaðir. Öðrum bauðst einnig að bóka sýnatöku en þær fara fram í skólanum. „Við erum öll bjartsýn á að samstaðan og krafturinn sem íbúar hafa, allir sem einn, sýnt verði nú til þess að strax á mánudag getum við tekið upp hefðbundið starf um allan bæ og þar með í okkar mikilvægu stofnunum svo sem grunn- og leikskóla. Vissulega verða einhverjir bæjarbúar, og þar með talið nemendur þó áfram í sóttkví eða einangrun með sínum fjölskyldum,“ segir Elliði. Þá sé hann sjálfur komin í sóttkví. „Það er ef til vill gráglettni örlaganna að eftir okkar samhug í baráttunni hér í Þorlákshöfn þá skuli það vera smit tengt kennslustund hjá henni Berthu minni í FSU á Selfossi sem sendir mig í sóttkvína. Sjálfum þykir mér nú nóg um en ég er hér með búinn að fara í skyldaða sóttkví með öllum í minni fjölskyldu,“ segir reynslumikill Elliði. ÞETTA ER AÐ HAFAST, EN ENN ER OF SNEMMT AÐ HRÓSA SIGRI. Núna á fimmtudagskvöldi er ánægjulegt að segja frá því að öll...Posted by Elliði Vignisson on Thursday, April 29, 2021
Ölfus Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fleiri en einn uppruni sýkinganna á Suðurlandi Þrjátíu og fjórir eru í einangrun á Suðurlandi vegna hópsýkinga kórónuveirunnar sem þar geisa. Útbreiðslan hefur til þessa orðið mest í Þorlákshöfn og Selfossi eða fjórtán smit á hvorum stað. 29. apríl 2021 14:53 110 nemendur FSu í sóttkví eftir að nemandi greindist Alls eru 110 nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi komnir í sóttkví eftir að nemandi við skólann greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. Auk þeirra eru fimm kennarar við skólann einnig komnir í sóttkví. 29. apríl 2021 08:12 Að minnsta kosti einn í viðbót með staðfest smit í Þorlákshöfn Fyrstu niðurstöður úr skimuninni sem fram fór í Þorlákshöfn í dag benda til þess að minnst einn þeirra sem skimaðir voru í dag hafi greinst með staðfest smit covid-19. Um tvö hundruð voru skimaðir í grunnskólanum í Þorlákshöfn í tengslum við hópsmit sem þar kom upp. 28. apríl 2021 23:55 „Erum komin með meiraprófið í því að glíma við veiruna“ Um eitt hundrað íbúar Þorlákshafnar eru í sóttkví vegna hópsmits og grunnskóli bæjarins var nýttur fyrir umfangsmikla skimun í dag. 28. apríl 2021 20:17 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
Fleiri en einn uppruni sýkinganna á Suðurlandi Þrjátíu og fjórir eru í einangrun á Suðurlandi vegna hópsýkinga kórónuveirunnar sem þar geisa. Útbreiðslan hefur til þessa orðið mest í Þorlákshöfn og Selfossi eða fjórtán smit á hvorum stað. 29. apríl 2021 14:53
110 nemendur FSu í sóttkví eftir að nemandi greindist Alls eru 110 nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi komnir í sóttkví eftir að nemandi við skólann greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. Auk þeirra eru fimm kennarar við skólann einnig komnir í sóttkví. 29. apríl 2021 08:12
Að minnsta kosti einn í viðbót með staðfest smit í Þorlákshöfn Fyrstu niðurstöður úr skimuninni sem fram fór í Þorlákshöfn í dag benda til þess að minnst einn þeirra sem skimaðir voru í dag hafi greinst með staðfest smit covid-19. Um tvö hundruð voru skimaðir í grunnskólanum í Þorlákshöfn í tengslum við hópsmit sem þar kom upp. 28. apríl 2021 23:55
„Erum komin með meiraprófið í því að glíma við veiruna“ Um eitt hundrað íbúar Þorlákshafnar eru í sóttkví vegna hópsmits og grunnskóli bæjarins var nýttur fyrir umfangsmikla skimun í dag. 28. apríl 2021 20:17