Fjölmiðlafrelsi er grundvöllur heilbrigðs lýðræðis Heimsljós 3. maí 2021 14:00 Matt Chesin/ UNSplash „Upplýsingar sem almannagæði" er yfirskrift alþjóðlegs dags fjölmiðlafrelsis. Í dag, 3. maí, halda Sameinuðu þjóðirnar og UNESCO, mennta-, vísinda og menningarstofnun samtakanna alþjóðlegan dag fjölmiðlafrelsis (World Press Freedom Day). Að þessu sinni er þema dagsins ”Upplýsingar sem almannagæði.” „Þetta er brýnt málefni fyrir öll ríki hvar sem þau eru í heiminum. Þetta þema er viðurkenning á samskiptakerfi sem er sífelldum breytingum undirorpið. Það hefur áhrif á heilsu okkar, mannréttindi, lýðræði og sjálfbæra þróun,“ segir í frétt á Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC). Þar segir enn fremur að frelsi fjölmiðla fari þverrandi um heim allan. Á sama tíma hafi þörfin fyrir óháða, kjarkmikla og djarfa fjölmiðla sjaldan verið meiri. „ Á alþjóðlegum degi fjölmiðlafrelsis, 3. maí, fögnum við hugrökkum blaðamönnum sem vinna í þágu almannahagsmuna,“ segir í fréttinni. „Þegar Blaðamenn án landamæra gáfu út síðasta lista sinn yfir fjölmiðlafrelsi kom á daginn að fjölmiðlafrelsi er skert í 73% þeirra 180 ríkja og landsvæða sem úttektin náði til. Þar sem frelsi hefur verið skert hefur aðgangur almennings og blaðamanna að upplýsingum minnkað. Rannsóknarblaðamennsku kunna að vera mikil takmörk sett.“ Minnt er á að blaðamenn hafi týnt lífi sínu vegna starfa sinna. „Þetta er alvarleg ógnun við frelsi fjölmiðla í heiminum. Frá 1993 hafa 1450 blaðamenn verið drepnir að sögn UNESCO. Alþjóðlegur dagur fjölmiðlafrelsis er áminning til ríkisstjórna um að virða skuldbindingar sínar um frelsi fjölmiðla,“ segir í fréttinni. Þema alþjóðlega dagsins að þessu sinni snýst um almannagæði. Með því er minnt á að standa þurfi vörð um mikilvægi þess að litið sé á upplýsingar sem almannagæði. Kanna beri með hvaða hætti er hægt að greiða fyrir framleiðslu, dreifingu og móttöku efnis til þess að efla blaðamennsku. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Fjölmiðlar Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent
Í dag, 3. maí, halda Sameinuðu þjóðirnar og UNESCO, mennta-, vísinda og menningarstofnun samtakanna alþjóðlegan dag fjölmiðlafrelsis (World Press Freedom Day). Að þessu sinni er þema dagsins ”Upplýsingar sem almannagæði.” „Þetta er brýnt málefni fyrir öll ríki hvar sem þau eru í heiminum. Þetta þema er viðurkenning á samskiptakerfi sem er sífelldum breytingum undirorpið. Það hefur áhrif á heilsu okkar, mannréttindi, lýðræði og sjálfbæra þróun,“ segir í frétt á Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC). Þar segir enn fremur að frelsi fjölmiðla fari þverrandi um heim allan. Á sama tíma hafi þörfin fyrir óháða, kjarkmikla og djarfa fjölmiðla sjaldan verið meiri. „ Á alþjóðlegum degi fjölmiðlafrelsis, 3. maí, fögnum við hugrökkum blaðamönnum sem vinna í þágu almannahagsmuna,“ segir í fréttinni. „Þegar Blaðamenn án landamæra gáfu út síðasta lista sinn yfir fjölmiðlafrelsi kom á daginn að fjölmiðlafrelsi er skert í 73% þeirra 180 ríkja og landsvæða sem úttektin náði til. Þar sem frelsi hefur verið skert hefur aðgangur almennings og blaðamanna að upplýsingum minnkað. Rannsóknarblaðamennsku kunna að vera mikil takmörk sett.“ Minnt er á að blaðamenn hafi týnt lífi sínu vegna starfa sinna. „Þetta er alvarleg ógnun við frelsi fjölmiðla í heiminum. Frá 1993 hafa 1450 blaðamenn verið drepnir að sögn UNESCO. Alþjóðlegur dagur fjölmiðlafrelsis er áminning til ríkisstjórna um að virða skuldbindingar sínar um frelsi fjölmiðla,“ segir í fréttinni. Þema alþjóðlega dagsins að þessu sinni snýst um almannagæði. Með því er minnt á að standa þurfi vörð um mikilvægi þess að litið sé á upplýsingar sem almannagæði. Kanna beri með hvaða hætti er hægt að greiða fyrir framleiðslu, dreifingu og móttöku efnis til þess að efla blaðamennsku. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Fjölmiðlar Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent