Miðflokkurinn dalar frá síðustu könnun og mælist með 8,2% fylgi, samanborið við 10,9% fylgi í síðustu kosningum. Flokkurinn hefur þó fengið tvo þingmenn til liðs við sig á kjörtímabilinu sem áður voru í Flokki fólksins.
Stærsti flokkur á Alþingi er Sjálfstæðisflokkurinn með 23,8% fylgi en hann hlaut um 25% fylgi í síðustu þingkosningum. Samanlagt fengju Vinstri grænir, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn 33 þingmenn, sem er sami fjöldi og myndar meirihlutann nú.
Sósíalistaflokkurinn mælist með þrjá þingmenn inni í krafti 5% fylgis. Sá flokkur hefur enn ekki kynnt framboðslista. Flokkur fólksins mælist ekki með þingmann inni, eftir að hafa verið með fjóra inni í síðustu kosningum.
Viðreisn fengi tæp 10 prósent en Framsóknarflokkurinn rúm 10%.