Þórólfur segir aðgerðir á landamærum skila árangri Heimir Már Pétursson skrifar 4. maí 2021 20:31 Heilbrigðisráðherra býst við að hægt verði að slaka töluvert á sóttvarnaaðgerðum undir lok næstu viku en ákvað í dag að framlengja gildandi sóttvarnareglur um viku. Sóttvarnalæknir segir nýjustu aðgerðir á landamærunum hafa skilað árangri. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ákvað í morgun að framlengja reglugerð um sóttvarnatakmarkanir sem ella hefði fallið úr gildi á fimmtudag um viku. Sóttvarnalækni lagði til að staldrað yrði við í eina til tvær vikur með tilslakanir. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/vilhelm Svandís segir flesta hafa greinst innan sóttkvíar að undanförnu og það sé gott. „Við höfum góða stjórn á landamærunum en sjáum að mikla fjölgun á fólki sem er að koma þar inn. Bólusetningarnar eru að ganga mjög vel. Þannig að ég tel að í næstu viku höfum við allar forsendur til að taka skref í átt til afléttingar. Enda er það í samræmi við okkar áætlanir,“ segir heilbrigðisráðherra. Þórólfur segir rétt að fara varlega í tilslakanir. „Við erum nýbúin að vera með nokkur hópsmit í gangi og erum enn að greina fólk í tengslum við þessi hópsmit. Eins og gerðist til dæmis í gær. Ég held við eigum að fara varlega og reyna að halda þessum árangri. Halda áfram að aflétta frekar en fara of hratt og þurfa þá að bakka,” segir Þórólfur. Heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknir eru bæði mjög sátt við gang bólusetninga og reikna með að hjarðónæmi verði náð í júlímánuði. „Og ég held að það sé mjög raunhæft að við getum ráðist í frekari afléttingar í næstu viku,” segir Þórólfur. Hann voni að verið sé að ná utanum þær hópsýkingar sem grasserað hafi að undanförnu. „Samt erum við að greina einstaklinga sem komu ekki upp í rakningunni en tengjast þessum hópsmitum. Þannig að veiran er enn þarna úti og það er það sem ég vil minna á,“ segir sóttvarnalæknir. Nýjustu aðgerðir á landamærunum hafi skilað árangri en þær feli í sér mikla áskorun og vinnu fyrir alla sem að komi þar og í sóttvarnahúsi. Færri greinist nú við landamærin. „Það kann vel að vera að þessar aðgerðir núna velji einhvern veginn betur út þá sem eru ekki smitaðir. Kannski vorum við að fá fólk meira sem var smitað. Við erum klárlega að fá minna smit inn í landið eins og staðan er,“ segir Þórólfur Guðnason. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Framlengir núgildandi takmarkanir um eina viku Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar að framlengja gildistíma núgildandi sóttvarnaráðstafana um eina viku eða út 12. maí. Reglugerðin hefði að óbreyttu runnið út á miðnætti á morgun. Líklega verður fólk boðað í bólusetningu af handahófi eftir að forgangshópar verða kláraðir. 4. maí 2021 11:12 Sex greindust innanlands og einn utan sóttkvíar Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn greindist utan sóttkvíar. Um er að ræða fyrsta smitið sem greinist utan sóttkvíar hér á landi frá 28. apríl. 4. maí 2021 10:57 Klappað fyrir Ölmu þegar hún var bólusett Alma Möller, landlæknir, fékk klukkan tíu í morgun fyrri bólusetninguna gegn Covid-19 í Laugardalshöll. Hún var bólusett með bóluefni Pfizer. 4. maí 2021 10:36 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ákvað í morgun að framlengja reglugerð um sóttvarnatakmarkanir sem ella hefði fallið úr gildi á fimmtudag um viku. Sóttvarnalækni lagði til að staldrað yrði við í eina til tvær vikur með tilslakanir. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/vilhelm Svandís segir flesta hafa greinst innan sóttkvíar að undanförnu og það sé gott. „Við höfum góða stjórn á landamærunum en sjáum að mikla fjölgun á fólki sem er að koma þar inn. Bólusetningarnar eru að ganga mjög vel. Þannig að ég tel að í næstu viku höfum við allar forsendur til að taka skref í átt til afléttingar. Enda er það í samræmi við okkar áætlanir,“ segir heilbrigðisráðherra. Þórólfur segir rétt að fara varlega í tilslakanir. „Við erum nýbúin að vera með nokkur hópsmit í gangi og erum enn að greina fólk í tengslum við þessi hópsmit. Eins og gerðist til dæmis í gær. Ég held við eigum að fara varlega og reyna að halda þessum árangri. Halda áfram að aflétta frekar en fara of hratt og þurfa þá að bakka,” segir Þórólfur. Heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknir eru bæði mjög sátt við gang bólusetninga og reikna með að hjarðónæmi verði náð í júlímánuði. „Og ég held að það sé mjög raunhæft að við getum ráðist í frekari afléttingar í næstu viku,” segir Þórólfur. Hann voni að verið sé að ná utanum þær hópsýkingar sem grasserað hafi að undanförnu. „Samt erum við að greina einstaklinga sem komu ekki upp í rakningunni en tengjast þessum hópsmitum. Þannig að veiran er enn þarna úti og það er það sem ég vil minna á,“ segir sóttvarnalæknir. Nýjustu aðgerðir á landamærunum hafi skilað árangri en þær feli í sér mikla áskorun og vinnu fyrir alla sem að komi þar og í sóttvarnahúsi. Færri greinist nú við landamærin. „Það kann vel að vera að þessar aðgerðir núna velji einhvern veginn betur út þá sem eru ekki smitaðir. Kannski vorum við að fá fólk meira sem var smitað. Við erum klárlega að fá minna smit inn í landið eins og staðan er,“ segir Þórólfur Guðnason.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Framlengir núgildandi takmarkanir um eina viku Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar að framlengja gildistíma núgildandi sóttvarnaráðstafana um eina viku eða út 12. maí. Reglugerðin hefði að óbreyttu runnið út á miðnætti á morgun. Líklega verður fólk boðað í bólusetningu af handahófi eftir að forgangshópar verða kláraðir. 4. maí 2021 11:12 Sex greindust innanlands og einn utan sóttkvíar Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn greindist utan sóttkvíar. Um er að ræða fyrsta smitið sem greinist utan sóttkvíar hér á landi frá 28. apríl. 4. maí 2021 10:57 Klappað fyrir Ölmu þegar hún var bólusett Alma Möller, landlæknir, fékk klukkan tíu í morgun fyrri bólusetninguna gegn Covid-19 í Laugardalshöll. Hún var bólusett með bóluefni Pfizer. 4. maí 2021 10:36 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Framlengir núgildandi takmarkanir um eina viku Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar að framlengja gildistíma núgildandi sóttvarnaráðstafana um eina viku eða út 12. maí. Reglugerðin hefði að óbreyttu runnið út á miðnætti á morgun. Líklega verður fólk boðað í bólusetningu af handahófi eftir að forgangshópar verða kláraðir. 4. maí 2021 11:12
Sex greindust innanlands og einn utan sóttkvíar Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn greindist utan sóttkvíar. Um er að ræða fyrsta smitið sem greinist utan sóttkvíar hér á landi frá 28. apríl. 4. maí 2021 10:57
Klappað fyrir Ölmu þegar hún var bólusett Alma Möller, landlæknir, fékk klukkan tíu í morgun fyrri bólusetninguna gegn Covid-19 í Laugardalshöll. Hún var bólusett með bóluefni Pfizer. 4. maí 2021 10:36