Ever Given er eitt stærsta gámaflutningaskip heims og strandaði og þveraði Súesskurðinn þann 23. mars síðastliðinn, og tókst ekki að losa skipið fyrr en sex dögum síðar.
Skipið hefur verið í kyrrsett í stöðuvatni milli tveggja hluta skurðarins, en rekstraraðili Súesskurðarinnar hefur farið fram á 916 milljónir dala, um 115 milljarða króna, bótagreiðslu frá japanska fyrirtækinu Shoei Kisen vegna málsins.
Öll skipaumferð stöðvaðist í skurðinum þessa sex daga og þurftu fjölmörg skip að sigla fyrir suðurodda Afríku til að komast leiðar sinnar milli Asíu og Evrópu.
Rannsókn rekstraraðild Súesskurðarins á orsökum strandsins stendur yfir og á enn eftir að birta niðurstöður.
Ever Given er fjögur hundruð metrar að lengd og var með rúmlega 18 þúsund gáma um borð þegar það strandaði. Skipið er í eigu japansks félags, rekið af taívönsku flutningafyrirtæki og undir panömskum fána.