Telja ekki að eldur af þessari stærð ógni vatnsbóli borgarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 5. maí 2021 11:57 Gróðureldurinn í Heiðmörk í gær kallaði á viðbrögð til að vernda vatnsból og vatnsverndarsvæði borgarinnar. Vísir/Vilhelm Gripið var til aðgerða til þess að fyrirbyggja að gróðureldur sem kviknaði í Heiðmörk í gærkvöldi kæmist í mannvirki og búnað vatnsbóla höfuðborgarinnar þar og fyrirbyggja mengunarslys. Ekki er talið að gróðureldar á yfirborði af þessari stærðargráðu og á þessum stað hafi mælanleg áhrif á vatnsgæði. Talið er að rúmlega tveir ferkílómetrar gróðurlendis hafi brunnið í Heiðmörk í gær. Fleiri tugir manna tóku þátt í slökkvistarfinu frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, hjálparsveitum og lögreglu en auk þess tók þyrla Landhelgisgæslunnar þátt í því úr lofti. Vatnsból Reykvíkinga, Mosfellinga og Seltirninga og vatnsverndarsvæði í kringum þau eru staðsett í Heiðmörk og var nokkur viðbúnaður hjá Veitum vegna eldanna, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þannig var haft samráð við slökkvilið vegna aukinnar hættu á mengunarslysum sem fylgir umferð stórra ökutækja eins og dælubíla með töluverðu magni af eldsneyti um vatnsverndarsvæðið. Olíu og önnur efni geta komist af yfirborði í gegnum jarðlög og í grunnvatnsstrauma sem drykkjarvatni borgarinnar er dælt upp úr. Þá voru vatnstankar Veitna settir á yfirfall til þess að bleyta upp í yfirborði í nágrenni vatnstökumannvirkja til að koma í veg fyrir að eldurinn kæmist í þau og brunahanatengingar voru settar upp á einum af þremur vatnstökustöðum Veitna sem slökkvilið gat notað í Vatnsendakrikum. Veitur telja þó að vatnsgæði hafi ekki verið í hættu vegna eldsins í gær. „Neysluvatn höfuðborgarbúa er tekið úr borholum á vatnstökusvæðunum í Heiðmörk og er ekki talið að gróðureldar á yfirborði af þessari stærðargráðu og á þessum stað hafi mælanleg áhrif á vatnsgæði,“ segir í tilkynningunni. Búnaður vaktar efni í aðalvatnslögnum frá Heiðmörk Undanfarin ár hafa Veitur sett upp nokkra brunahana í Heiðmörk vegna hættu á gróðureldum. Þá hefur nýverið settur upp efnavöktunarbúnaður á báðum aðalvatnslögnum frá Heiðmörk til að vakta möguleg áhrif eldgoss á Reykjanesi á efnasamsetningu vatnsins sem streymir til borgarinnar. „Sá búnaður getur einnig nýst til að meta hugsanlegar breytingar, á þeim þáttum er hann mælir, af öðrum völdum, t.d. gróðurelda,“ segir í tilkynningunni. Slökkvilið Reykjavík Gróðureldar í Heiðmörk Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Vita hvorki hvar eldurinn kviknaði né hvers vegna Upptök sinubrunans í Heiðmörk í gær liggja enn á huldu, að sögn varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Erfitt var fyrir slökkvilið að komast að eldinum þar sem hann barst og varð töluvert svæði eldinum að bráð. 5. maí 2021 11:21 Tveir af þrjátíu ferkílómetrum Heiðmerkur brunnir Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum gróðureldana í Heiðmörk í nótt og er störfum á vettvangi lokið. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru síðustu menn farnir af svæðinu um fjögurleytið. 5. maí 2021 06:35 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Talið er að rúmlega tveir ferkílómetrar gróðurlendis hafi brunnið í Heiðmörk í gær. Fleiri tugir manna tóku þátt í slökkvistarfinu frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, hjálparsveitum og lögreglu en auk þess tók þyrla Landhelgisgæslunnar þátt í því úr lofti. Vatnsból Reykvíkinga, Mosfellinga og Seltirninga og vatnsverndarsvæði í kringum þau eru staðsett í Heiðmörk og var nokkur viðbúnaður hjá Veitum vegna eldanna, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þannig var haft samráð við slökkvilið vegna aukinnar hættu á mengunarslysum sem fylgir umferð stórra ökutækja eins og dælubíla með töluverðu magni af eldsneyti um vatnsverndarsvæðið. Olíu og önnur efni geta komist af yfirborði í gegnum jarðlög og í grunnvatnsstrauma sem drykkjarvatni borgarinnar er dælt upp úr. Þá voru vatnstankar Veitna settir á yfirfall til þess að bleyta upp í yfirborði í nágrenni vatnstökumannvirkja til að koma í veg fyrir að eldurinn kæmist í þau og brunahanatengingar voru settar upp á einum af þremur vatnstökustöðum Veitna sem slökkvilið gat notað í Vatnsendakrikum. Veitur telja þó að vatnsgæði hafi ekki verið í hættu vegna eldsins í gær. „Neysluvatn höfuðborgarbúa er tekið úr borholum á vatnstökusvæðunum í Heiðmörk og er ekki talið að gróðureldar á yfirborði af þessari stærðargráðu og á þessum stað hafi mælanleg áhrif á vatnsgæði,“ segir í tilkynningunni. Búnaður vaktar efni í aðalvatnslögnum frá Heiðmörk Undanfarin ár hafa Veitur sett upp nokkra brunahana í Heiðmörk vegna hættu á gróðureldum. Þá hefur nýverið settur upp efnavöktunarbúnaður á báðum aðalvatnslögnum frá Heiðmörk til að vakta möguleg áhrif eldgoss á Reykjanesi á efnasamsetningu vatnsins sem streymir til borgarinnar. „Sá búnaður getur einnig nýst til að meta hugsanlegar breytingar, á þeim þáttum er hann mælir, af öðrum völdum, t.d. gróðurelda,“ segir í tilkynningunni.
Slökkvilið Reykjavík Gróðureldar í Heiðmörk Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Vita hvorki hvar eldurinn kviknaði né hvers vegna Upptök sinubrunans í Heiðmörk í gær liggja enn á huldu, að sögn varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Erfitt var fyrir slökkvilið að komast að eldinum þar sem hann barst og varð töluvert svæði eldinum að bráð. 5. maí 2021 11:21 Tveir af þrjátíu ferkílómetrum Heiðmerkur brunnir Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum gróðureldana í Heiðmörk í nótt og er störfum á vettvangi lokið. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru síðustu menn farnir af svæðinu um fjögurleytið. 5. maí 2021 06:35 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Vita hvorki hvar eldurinn kviknaði né hvers vegna Upptök sinubrunans í Heiðmörk í gær liggja enn á huldu, að sögn varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Erfitt var fyrir slökkvilið að komast að eldinum þar sem hann barst og varð töluvert svæði eldinum að bráð. 5. maí 2021 11:21
Tveir af þrjátíu ferkílómetrum Heiðmerkur brunnir Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum gróðureldana í Heiðmörk í nótt og er störfum á vettvangi lokið. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru síðustu menn farnir af svæðinu um fjögurleytið. 5. maí 2021 06:35