Þessi frumgerð ber titilinn SN15 og var henni skotið í um tíu kílómetra hæð. Sex mínútum eftir skotið, lenti eldflaugin aftur á skotstaðnum. Geimfarið féll lárétt til jarðar en skömmu fyrir lendingu er kveikt aftur á hreyflum þess, því snúið og geimfarinu lent.
Myndband af geimskotinu má sjá hér á Youtube.
Á síðustu mánuðum hefur SpaceX tekist skotið fjórum öðrum frumgerðum á loft en allar hafa þær sprungið í loft upp við eða skömmu eftir lendingu.
SN10 lenti heilu höldnu en sprakk í loft upp skömmu síðar í mars.
Í tilkynningu sem SpaceX birti í gær segir að SN15 hafi verið töluvert endurbætt frumgerð. Endurbætur hafi verið gerðar á svo gott sem öllum hlutum geimfarsins.
Sjá einnig: Frumgerðin sprakk í loft upp skömmu eftir lendingu
Starship er ætlað að að flytja allt að hundrað menn og birgðir til tunglsins og jafnvel til mars.
Starship á að skjóta á loft með Super Heavy eldflaug SpaceX. Eldflaugin á að lenda aftur á jörðinni og geimfarið getur svo haldið áfram út í geim. Markmið SpaceX er að þróa öflugustu eldflaug heimsins og á Starship að geta komið meira en hundrað tonnum af jörðinni, sem er mjög mikið.