Telja Kínverja losa meira en allar aðrar þróaðar þjóðir samanlagt Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2021 08:48 Kolaorkuver í Peking sést naumlega í gegnum mengunarmóðu. Helmingur allra kolaorkuvera heimsins eru í Kína. Vísir/EPA Kína átti um 27% af losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum árið 2019 samkvæmt nýju mati greiningarfyrirtækis. Það telur að Kínverjar hafi þannig losað meira en allar aðrar þróaðar þjóðir samanlagt. Í nýrri skýrslu Rhodium Group, bandarísks greiningarfyrirtækis, kemur fram að losun Kína hafi meira en þrefaldast á undanförnum þremur áratugum. Losunin árið 2019 nam fjórtán milljörðum tonna af koltvísýringsígildum. Bandaríkin, sem voru þar til nýlega stórtækasti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum, losaði næst mest eða 11% af heimslosuninni. Indland var í þriðja sæti með 6,6% losunarinnar. Mannkynið í heild losaði 52 milljarða tonna af koltvísýringsígildum árið 2019, um 11,4% aukning á einum áratug. Kína er fjölmennasta ríki heims og þegar losunin er miðuð við höfðatölu eru Bandaríkin enn langt á undan. Rhodium Group segir að losun miðað við höfðatölu í Kína hafi einnig vaxið hröðum skrefum, þrefaldast á tveimur áratugum. Kínverska kommúnistastjórnin hefur sagst ætla að stefna að kolefnishlutleysi fyrir árið 2060. Til að ná því markmiði muni losun ná hámarki sínu ekki síðar en árið 2030, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þó er ljóst að Kínverjar þurfa að lyfta grettistaki til að svo megi verða en þeir eru afar háðir kolaorku, kolefnisfrekasta jarðefnaeldsneytinu. Í Kína eru 1.058 kolaorkuver, helmingur allra slíkra orkuvera í heiminum. Ómögulegt er að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5-2°C á þessari öld nema að Kína og Bandaríkin komi sér saman um draga stórlega úr losun. Ríkin gáfu nýlega út sameiginlega yfirlýsingu um samstarf í loftslagsmálum í aðdraganda loftslagsfundar Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í Glasgow í Skotlandi í nóvember. Loftslagsmál Kína Tengdar fréttir Stendur ekki við gefin loftslagsloforð Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, samþykkti í dag niðurskurð í fjárveitingum til umhverfismála þrátt fyrir að hafa lofað auknum fjármunum í málefnið á loftslagsráðstefnu í gær. 24. apríl 2021 15:19 Bandaríkin vilja leiða baráttuna gegn loftslagsvánni Bandaríkin kynntu í dag nýja lofslagsáætlun en ríkið stefnir á að draga úr mengun gróðurhúsalofttegunda um 50-52 prósent, miðað við losun árið 2005, fyrir 2030. Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti áætlunina á loftslagsráðstefnu í dag. 22. apríl 2021 18:41 ESB stefnir á kolefnishlutleysi með nýju loftslagsmarkmiði Aðildarríki Evrópusambandsins og Evrópuþingið náðu samkomulagi um að stefna að enn frekari samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda á þessum áratug sem á að gera Evrópu að fyrstu kolefnishlutlausu álfunni um miðja öldina. Íslensk stjórnvöld hafa þegar sagst ætla að taka þátt í nýja markmiðinu. 21. apríl 2021 10:46 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Fleiri fréttir Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Sjá meira
Í nýrri skýrslu Rhodium Group, bandarísks greiningarfyrirtækis, kemur fram að losun Kína hafi meira en þrefaldast á undanförnum þremur áratugum. Losunin árið 2019 nam fjórtán milljörðum tonna af koltvísýringsígildum. Bandaríkin, sem voru þar til nýlega stórtækasti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum, losaði næst mest eða 11% af heimslosuninni. Indland var í þriðja sæti með 6,6% losunarinnar. Mannkynið í heild losaði 52 milljarða tonna af koltvísýringsígildum árið 2019, um 11,4% aukning á einum áratug. Kína er fjölmennasta ríki heims og þegar losunin er miðuð við höfðatölu eru Bandaríkin enn langt á undan. Rhodium Group segir að losun miðað við höfðatölu í Kína hafi einnig vaxið hröðum skrefum, þrefaldast á tveimur áratugum. Kínverska kommúnistastjórnin hefur sagst ætla að stefna að kolefnishlutleysi fyrir árið 2060. Til að ná því markmiði muni losun ná hámarki sínu ekki síðar en árið 2030, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þó er ljóst að Kínverjar þurfa að lyfta grettistaki til að svo megi verða en þeir eru afar háðir kolaorku, kolefnisfrekasta jarðefnaeldsneytinu. Í Kína eru 1.058 kolaorkuver, helmingur allra slíkra orkuvera í heiminum. Ómögulegt er að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5-2°C á þessari öld nema að Kína og Bandaríkin komi sér saman um draga stórlega úr losun. Ríkin gáfu nýlega út sameiginlega yfirlýsingu um samstarf í loftslagsmálum í aðdraganda loftslagsfundar Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í Glasgow í Skotlandi í nóvember.
Loftslagsmál Kína Tengdar fréttir Stendur ekki við gefin loftslagsloforð Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, samþykkti í dag niðurskurð í fjárveitingum til umhverfismála þrátt fyrir að hafa lofað auknum fjármunum í málefnið á loftslagsráðstefnu í gær. 24. apríl 2021 15:19 Bandaríkin vilja leiða baráttuna gegn loftslagsvánni Bandaríkin kynntu í dag nýja lofslagsáætlun en ríkið stefnir á að draga úr mengun gróðurhúsalofttegunda um 50-52 prósent, miðað við losun árið 2005, fyrir 2030. Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti áætlunina á loftslagsráðstefnu í dag. 22. apríl 2021 18:41 ESB stefnir á kolefnishlutleysi með nýju loftslagsmarkmiði Aðildarríki Evrópusambandsins og Evrópuþingið náðu samkomulagi um að stefna að enn frekari samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda á þessum áratug sem á að gera Evrópu að fyrstu kolefnishlutlausu álfunni um miðja öldina. Íslensk stjórnvöld hafa þegar sagst ætla að taka þátt í nýja markmiðinu. 21. apríl 2021 10:46 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Fleiri fréttir Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Sjá meira
Stendur ekki við gefin loftslagsloforð Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, samþykkti í dag niðurskurð í fjárveitingum til umhverfismála þrátt fyrir að hafa lofað auknum fjármunum í málefnið á loftslagsráðstefnu í gær. 24. apríl 2021 15:19
Bandaríkin vilja leiða baráttuna gegn loftslagsvánni Bandaríkin kynntu í dag nýja lofslagsáætlun en ríkið stefnir á að draga úr mengun gróðurhúsalofttegunda um 50-52 prósent, miðað við losun árið 2005, fyrir 2030. Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti áætlunina á loftslagsráðstefnu í dag. 22. apríl 2021 18:41
ESB stefnir á kolefnishlutleysi með nýju loftslagsmarkmiði Aðildarríki Evrópusambandsins og Evrópuþingið náðu samkomulagi um að stefna að enn frekari samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda á þessum áratug sem á að gera Evrópu að fyrstu kolefnishlutlausu álfunni um miðja öldina. Íslensk stjórnvöld hafa þegar sagst ætla að taka þátt í nýja markmiðinu. 21. apríl 2021 10:46