Djogatovic er kominn með leikheimild með KA og gæti því staðið í markinu í leiknum gegn KR í Vesturbænum í kvöld.
Djogatovic, sem er 36 ára gamall, hefur varið mark Grindavíkur síðustu tvær leiktíðir. Svo forvitnilega vill til að í vetur fékk Grindavík markvörðinn Aron Dag Birnuson frá KA. Djogatovic fer nú í hina áttina.
Djogatovic lék allan sinn feril í Serbíu áður en hann kom til Grindavíkur fyrir tveimur árum.
Jajalo er handleggsbrotinn og verður því frá keppni næstu mánuði.
Steinþór Már Auðunsson varði mark KA í fyrsta leik tímabilsins í Pepsi Max-deildinni, í markalausu jafntefli við HK um síðustu helgi.
Leikur KR og KA hefst kl. 18 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4.