Enn mikil óvissa um áhrif hlýnunar á Suðurskautsísinn Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2021 15:04 Á Suðurskautslandinu er stærsta ísbreiða í heiminum. Þar í nægilega mikið vatn bundið í ís til að hækka yfirborð sjávar gríðarlega. Vísir/Getty Mannkynið þarf að vera undir það búið að takast á við breitt bil mögulegrar bráðnunar jökla á Suðurskautslandinu í framtíðinni. Tveimur nýjum rannsóknum greinir á um hversu hratt ísinn gæti hopað með áframhaldandi hlýnun jarðar af völdum manna. Ísbreiðan á Suðurskautslandinu er sú stærsta á jörðinni og er áætlað að þar séu um 30 milljón rúmkílómetrar af ís, þorrinn af öllu ferskvatni á jörðinni. Líkt og aðrir jöklar á landi bráðnar ísbreiðan nú hratt vegna hnattrænnar hlýnunar og stuðlar að hækkun yfirborðs sjávar. Dragi menn ekki hratt úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum og takmarki hnattræna hlýnun gæti bráðnunin á Suðurskautslandinu hækkað sjávarstöðu gríðarlega. Töluverð óvissa ríkir þó enn um hversu næm ísbreiðan er fyrir hlýnandi loftslagi. Vísbendingar eru um að hún hafi tapað gríðarlega miklum massa á hlýskeiðum fyrr í jarðsögunni en erfitt er að meta hversu hratt það gæti gerst nú. Tvær nýjar rannsóknir á afdrifum íssins sem birtust í vísindaritinu Nature á miðvikudag gefa afar ólíka mynd af því sem gæti gerst á Suðurskautslandinu á þessari öld og þeim næstu, að því er kemur fram í samantekt Washington Post um þær. Í annarri þeirra notaði hópur á níunda tug vísindamanna um allan heim hundruð hermana í tölvulíkönum til að meta bráðnun Suðurskautsíssins á næstu áratugum. Niðurstaða þeirra var að bráðnunin yrði tiltölulega takmörkuð þar sem að aukin snjókoma vægi upp á móti ístapinu þegar jöklar kelfa út í hafið. Hlýrra loft getur borið meiri raka en svalara og því er aukin snjókoma á Suðurskautslandinu talin ein afleiðinga hnattrænnar hlýnunar í framtíðinni. Fáar hermanir bentu til þess að skyndilegt hrun yrði í ísbreiðunni sem gæti snarhækkað sjávarstöðu í heiminum. Í hinni rannsókninni komst annar hópur vísindamanna aftur á móti að því að hækkun yfirborðs sjávar gæti orðið mikil hlýni á jörðinni um þrjár gráður frá því fyrir iðnbyltinguna. Niðurstöður þeirra byggja á tölvulíkani sem tekur með í reikninginn möguleikann á að ísbreiðan hopi hraðar þar sem hún gengur út í sjó. Sjávarstaða gæti þannig byrjað að hækka hratt á seinni hluta þessarar aldar og enn meira á 22. og 23. öldinni. Þarf sveigjanleika til að bregðast við breiðu bili afleiðinga Óvissa um afdrif Suðurskautsíssins er ekki ný af nálinni. Hún var stærsti fyrirvarinn um áætlaða sjávarstöðuhækkun í síðustu vísindaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) árið 2014. Þar var gert ráð fyrir að sjávarstaða hækkaði um metra að meðaltali á þessari öld ef losun á gróðurhúsalofttegundum verður áfram mikil. Þessi óvissa endurspeglaðist jafnframt í vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi sem kom út árið 2018. Þar var gert ráð fyrir að hækkun sjávarstöðu við Ísland yrði aðeins um 30-40% af heimsmeðaltali á þessari öld. Yrði hins vegar hrun í Suðurskautsísnum gæti sú hækkun tvöfaldast. „Til þess að hafa hemil á sjávarflóðum verðum við að vera mjög sveigjanleg vegna þess að við höfum ekki neglt niður óvissuna um hækkun sjávarstöðu í framtíðinni. Við þurfum að vera fær um að aðlagast breiðu bili,“ segir Tamsin Edwards, sérfræðingur í ísnum á Suðurskautslandinu við King‘s College í London sem er aðalhöfundur fyrrnefndu rannsóknarinnar. Michael Oppenheimer, prófessor í jarðvísindum við Princeton-háskóla sem var höfundur kafla um hækkun sjávarstöðu í skýrslu IPCC árið 2019, segir afdrif ísbreiðunnar á Suðurskautslandinu stærsta óvissuþáttinn um hækkun sjávarstöðu. „Þessar greinar eru sterk áminning um að skilningur okkar á framtíð ísbreiðunnar og geta okkar til að meta hversu mikið hún á eftir að leggja til hækkunar sjávarstöðu er ennþá töluvert óviss,“ segir hann við bandaríska blaðið. Höfundar beggja rannsókna eru þó sammála um að með því að ná markmiðum Parísasamkomulagsins um að halda hlýnun innan við 1,5-2°C á þessari öld verði hægt að forðast öfgakennda hækkun sjávarstöðu í heiminum. Á hinn bóginn bendir Oppenheimer á að haldi mannkynið áfram stórfelldri losun á gróðurhúsalofttegundum þannig að loftslag hlýni umfram markmið samkomulagsins sé ófyrirséð hvaða áhrif það hefði á stærstu ísbreiðu jarðar. Suðurskautslandið Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Áratugurinn sem er að líða sá hlýjasti í sögunni Útlit er fyrir að árið 2020 verði á meðal þriggja hlýjustu ára frá því að mælingar hófust og verður áratugurinn sem nú er að líða sé hlýjasti frá upphafi. Áætlað er að um tíu milljónir manna hafi þurft að yfirgefa heimili sín vegna veðuröfga og náttúruhamfara á þessu ári. 2. desember 2020 13:00 Hlýnar þrefalt hraðar á suðurpólnum en meðaltalið Loftið yfir suðurpólnum hefur hlýnað um þrefalt hraðar undanfarna áratugi en jörðin að meðaltali frá 10. áratug síðustu aldar. Hlýnunin er talin geta verið afleiðing náttúrulegra sveiflna að mestu en að losun manna á gróðurhúsalofttegundum hafi einnig lagt sitt af mörkum. 30. júní 2020 16:44 Fundu hlýsjó undir viðkvæmri ísbreiðu á Suðurskautslandinu Thwaites-jökullinn á vestanverðu Suðurskautslandinu er talinn sérstaklega viðkvæmur fyrir áframhaldandi bráðnun. Hann hefur nú þegar tapað hundruð milljarða tonna af ís. 3. febrúar 2020 13:09 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Ísbreiðan á Suðurskautslandinu er sú stærsta á jörðinni og er áætlað að þar séu um 30 milljón rúmkílómetrar af ís, þorrinn af öllu ferskvatni á jörðinni. Líkt og aðrir jöklar á landi bráðnar ísbreiðan nú hratt vegna hnattrænnar hlýnunar og stuðlar að hækkun yfirborðs sjávar. Dragi menn ekki hratt úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum og takmarki hnattræna hlýnun gæti bráðnunin á Suðurskautslandinu hækkað sjávarstöðu gríðarlega. Töluverð óvissa ríkir þó enn um hversu næm ísbreiðan er fyrir hlýnandi loftslagi. Vísbendingar eru um að hún hafi tapað gríðarlega miklum massa á hlýskeiðum fyrr í jarðsögunni en erfitt er að meta hversu hratt það gæti gerst nú. Tvær nýjar rannsóknir á afdrifum íssins sem birtust í vísindaritinu Nature á miðvikudag gefa afar ólíka mynd af því sem gæti gerst á Suðurskautslandinu á þessari öld og þeim næstu, að því er kemur fram í samantekt Washington Post um þær. Í annarri þeirra notaði hópur á níunda tug vísindamanna um allan heim hundruð hermana í tölvulíkönum til að meta bráðnun Suðurskautsíssins á næstu áratugum. Niðurstaða þeirra var að bráðnunin yrði tiltölulega takmörkuð þar sem að aukin snjókoma vægi upp á móti ístapinu þegar jöklar kelfa út í hafið. Hlýrra loft getur borið meiri raka en svalara og því er aukin snjókoma á Suðurskautslandinu talin ein afleiðinga hnattrænnar hlýnunar í framtíðinni. Fáar hermanir bentu til þess að skyndilegt hrun yrði í ísbreiðunni sem gæti snarhækkað sjávarstöðu í heiminum. Í hinni rannsókninni komst annar hópur vísindamanna aftur á móti að því að hækkun yfirborðs sjávar gæti orðið mikil hlýni á jörðinni um þrjár gráður frá því fyrir iðnbyltinguna. Niðurstöður þeirra byggja á tölvulíkani sem tekur með í reikninginn möguleikann á að ísbreiðan hopi hraðar þar sem hún gengur út í sjó. Sjávarstaða gæti þannig byrjað að hækka hratt á seinni hluta þessarar aldar og enn meira á 22. og 23. öldinni. Þarf sveigjanleika til að bregðast við breiðu bili afleiðinga Óvissa um afdrif Suðurskautsíssins er ekki ný af nálinni. Hún var stærsti fyrirvarinn um áætlaða sjávarstöðuhækkun í síðustu vísindaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) árið 2014. Þar var gert ráð fyrir að sjávarstaða hækkaði um metra að meðaltali á þessari öld ef losun á gróðurhúsalofttegundum verður áfram mikil. Þessi óvissa endurspeglaðist jafnframt í vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi sem kom út árið 2018. Þar var gert ráð fyrir að hækkun sjávarstöðu við Ísland yrði aðeins um 30-40% af heimsmeðaltali á þessari öld. Yrði hins vegar hrun í Suðurskautsísnum gæti sú hækkun tvöfaldast. „Til þess að hafa hemil á sjávarflóðum verðum við að vera mjög sveigjanleg vegna þess að við höfum ekki neglt niður óvissuna um hækkun sjávarstöðu í framtíðinni. Við þurfum að vera fær um að aðlagast breiðu bili,“ segir Tamsin Edwards, sérfræðingur í ísnum á Suðurskautslandinu við King‘s College í London sem er aðalhöfundur fyrrnefndu rannsóknarinnar. Michael Oppenheimer, prófessor í jarðvísindum við Princeton-háskóla sem var höfundur kafla um hækkun sjávarstöðu í skýrslu IPCC árið 2019, segir afdrif ísbreiðunnar á Suðurskautslandinu stærsta óvissuþáttinn um hækkun sjávarstöðu. „Þessar greinar eru sterk áminning um að skilningur okkar á framtíð ísbreiðunnar og geta okkar til að meta hversu mikið hún á eftir að leggja til hækkunar sjávarstöðu er ennþá töluvert óviss,“ segir hann við bandaríska blaðið. Höfundar beggja rannsókna eru þó sammála um að með því að ná markmiðum Parísasamkomulagsins um að halda hlýnun innan við 1,5-2°C á þessari öld verði hægt að forðast öfgakennda hækkun sjávarstöðu í heiminum. Á hinn bóginn bendir Oppenheimer á að haldi mannkynið áfram stórfelldri losun á gróðurhúsalofttegundum þannig að loftslag hlýni umfram markmið samkomulagsins sé ófyrirséð hvaða áhrif það hefði á stærstu ísbreiðu jarðar.
Suðurskautslandið Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Áratugurinn sem er að líða sá hlýjasti í sögunni Útlit er fyrir að árið 2020 verði á meðal þriggja hlýjustu ára frá því að mælingar hófust og verður áratugurinn sem nú er að líða sé hlýjasti frá upphafi. Áætlað er að um tíu milljónir manna hafi þurft að yfirgefa heimili sín vegna veðuröfga og náttúruhamfara á þessu ári. 2. desember 2020 13:00 Hlýnar þrefalt hraðar á suðurpólnum en meðaltalið Loftið yfir suðurpólnum hefur hlýnað um þrefalt hraðar undanfarna áratugi en jörðin að meðaltali frá 10. áratug síðustu aldar. Hlýnunin er talin geta verið afleiðing náttúrulegra sveiflna að mestu en að losun manna á gróðurhúsalofttegundum hafi einnig lagt sitt af mörkum. 30. júní 2020 16:44 Fundu hlýsjó undir viðkvæmri ísbreiðu á Suðurskautslandinu Thwaites-jökullinn á vestanverðu Suðurskautslandinu er talinn sérstaklega viðkvæmur fyrir áframhaldandi bráðnun. Hann hefur nú þegar tapað hundruð milljarða tonna af ís. 3. febrúar 2020 13:09 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Áratugurinn sem er að líða sá hlýjasti í sögunni Útlit er fyrir að árið 2020 verði á meðal þriggja hlýjustu ára frá því að mælingar hófust og verður áratugurinn sem nú er að líða sé hlýjasti frá upphafi. Áætlað er að um tíu milljónir manna hafi þurft að yfirgefa heimili sín vegna veðuröfga og náttúruhamfara á þessu ári. 2. desember 2020 13:00
Hlýnar þrefalt hraðar á suðurpólnum en meðaltalið Loftið yfir suðurpólnum hefur hlýnað um þrefalt hraðar undanfarna áratugi en jörðin að meðaltali frá 10. áratug síðustu aldar. Hlýnunin er talin geta verið afleiðing náttúrulegra sveiflna að mestu en að losun manna á gróðurhúsalofttegundum hafi einnig lagt sitt af mörkum. 30. júní 2020 16:44
Fundu hlýsjó undir viðkvæmri ísbreiðu á Suðurskautslandinu Thwaites-jökullinn á vestanverðu Suðurskautslandinu er talinn sérstaklega viðkvæmur fyrir áframhaldandi bráðnun. Hann hefur nú þegar tapað hundruð milljarða tonna af ís. 3. febrúar 2020 13:09