Stefnir í mikinn slag Sjálfstæðismanna í Reykjavík um sæti á lista Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2021 16:49 Fyrir liggur að færri komast að en vilja, í efstu sæti á Reykjavíkurlistum Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur greint frá því að hún sækist eftir 1. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Prófkjörið fer fram dagana 4. til 5. júní. Næstu alþingiskosningar verða haldnar 25. september þannig að ekki er seinna vænna en að fara að huga að málum. Framboðsfrestur fyrir þetta tiltekna prófkjör rennur út 14. maí en framboði skulu fylgja meðmæli að minnsta kosti 20 flokksbundinna Sjálfstæðismanna sem búsettir eru í borginni. Enginn einn getur mælt með fleirum en sex frambjóðendum. Ekki er gert ráð fyrir fléttulistum eða að kynjakvótar verði viðhafðir heldur mun niðurstaðan úr prófkjörinu ráða því hvernig raðast á lista en prófkjörið er haldið í senn fyrir bæði kjördæmi Reykjavíkur. Allir vilja á Alþingi. Vísir hefur rætt við menn innan Sjálfstæðisflokksins og eftir því sem næst verður komist ætla allir fimm sitjandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum að gefa kost á sér aftur. Þetta þýðir að baráttan verður hörð. Og dómsmálaráðherra er búinn að reima á sig skóna og byrjuð að auglýsa á samfélagsmiðlum. Fyrir síðustu kosningar skipaði Áslaug Arna annað sæti á lista í Reykjavík suður, á eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra. Í þriðja sæti þar var svo Birgir Ármannsson alþingismaður. Í Reykjavík norður voru Sigríður Á. Andersen þá dómsmálaráðherra nú þingmaður í efsta sæti á lista. Næstur kom Brynjar Níelsson þingmaður. Öll þessi munu, ef að líkum lætur, slást um efsta sætið í prófkjörinu. Eftir því sem Vísir kemst næst eru líklegastar til að blanda sér í þann slag þær Hildur Sverrisdóttir varaþingmaður, en hún skipaði 3. sæti á lista Reykjavík norður fyrir síðustu alþingiskosningar og svo Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra. En hún er af heimildarmönnum Vísis talin ein helsta vonarstjarna flokksins og hefur gefið það út að hún sækist eftir 3. sæti á lista. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Alþingi Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Diljá Mist vill þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Diljá Mist Einarsdóttir, hæstaréttarlögmaður og aðstoðarmaður utanríkisráðherra, sækist eftir þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar, í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fer í byrjun júní. Diljá hyggst taka sér leyfi frá störfum sem aðstoðarmaður ráðherra frá 17. maí til þess að vinna að framboði sínu. 1. maí 2021 09:23 Guðlaugur Þór vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, sækist eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Guðlaugur Þór leiddi lista Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu kosningar. 30. apríl 2021 10:43 Áslaug Arna sækist eftir fyrsta sæti í Reykjavík Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sækist eftir fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar sem fram fara í september. 6. maí 2021 11:22 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira
Prófkjörið fer fram dagana 4. til 5. júní. Næstu alþingiskosningar verða haldnar 25. september þannig að ekki er seinna vænna en að fara að huga að málum. Framboðsfrestur fyrir þetta tiltekna prófkjör rennur út 14. maí en framboði skulu fylgja meðmæli að minnsta kosti 20 flokksbundinna Sjálfstæðismanna sem búsettir eru í borginni. Enginn einn getur mælt með fleirum en sex frambjóðendum. Ekki er gert ráð fyrir fléttulistum eða að kynjakvótar verði viðhafðir heldur mun niðurstaðan úr prófkjörinu ráða því hvernig raðast á lista en prófkjörið er haldið í senn fyrir bæði kjördæmi Reykjavíkur. Allir vilja á Alþingi. Vísir hefur rætt við menn innan Sjálfstæðisflokksins og eftir því sem næst verður komist ætla allir fimm sitjandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum að gefa kost á sér aftur. Þetta þýðir að baráttan verður hörð. Og dómsmálaráðherra er búinn að reima á sig skóna og byrjuð að auglýsa á samfélagsmiðlum. Fyrir síðustu kosningar skipaði Áslaug Arna annað sæti á lista í Reykjavík suður, á eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra. Í þriðja sæti þar var svo Birgir Ármannsson alþingismaður. Í Reykjavík norður voru Sigríður Á. Andersen þá dómsmálaráðherra nú þingmaður í efsta sæti á lista. Næstur kom Brynjar Níelsson þingmaður. Öll þessi munu, ef að líkum lætur, slást um efsta sætið í prófkjörinu. Eftir því sem Vísir kemst næst eru líklegastar til að blanda sér í þann slag þær Hildur Sverrisdóttir varaþingmaður, en hún skipaði 3. sæti á lista Reykjavík norður fyrir síðustu alþingiskosningar og svo Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra. En hún er af heimildarmönnum Vísis talin ein helsta vonarstjarna flokksins og hefur gefið það út að hún sækist eftir 3. sæti á lista.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Alþingi Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Diljá Mist vill þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Diljá Mist Einarsdóttir, hæstaréttarlögmaður og aðstoðarmaður utanríkisráðherra, sækist eftir þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar, í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fer í byrjun júní. Diljá hyggst taka sér leyfi frá störfum sem aðstoðarmaður ráðherra frá 17. maí til þess að vinna að framboði sínu. 1. maí 2021 09:23 Guðlaugur Þór vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, sækist eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Guðlaugur Þór leiddi lista Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu kosningar. 30. apríl 2021 10:43 Áslaug Arna sækist eftir fyrsta sæti í Reykjavík Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sækist eftir fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar sem fram fara í september. 6. maí 2021 11:22 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira
Diljá Mist vill þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Diljá Mist Einarsdóttir, hæstaréttarlögmaður og aðstoðarmaður utanríkisráðherra, sækist eftir þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar, í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fer í byrjun júní. Diljá hyggst taka sér leyfi frá störfum sem aðstoðarmaður ráðherra frá 17. maí til þess að vinna að framboði sínu. 1. maí 2021 09:23
Guðlaugur Þór vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, sækist eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Guðlaugur Þór leiddi lista Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu kosningar. 30. apríl 2021 10:43
Áslaug Arna sækist eftir fyrsta sæti í Reykjavík Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sækist eftir fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar sem fram fara í september. 6. maí 2021 11:22