Stafrófið ræður því að FH-ingar eru á toppnum en er það rétt? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2021 10:00 FH-ingurinn Þórir Jóhann Helgason tekur sprettinn með boltann en Valsmaðurinn Patrick Pedersen reynir að kasta sér á eftir honum. Helgi Mikael Jónasson dómari leyfir sókn FH að njóta hagnaðar. Vísir/Hulda Margrét Þrjú lið eru nákvæmlega jöfn í efsta sæti Pepsi Max deildar karla í fótbolta eftir tvær fyrstu umferðirnar. FH, KA og Valur eru öll með fjögur stig eins og Víkingar. Víkingar eru með slökustu markatöluna af þessum fjórum liðum og skipa því fjórða sætið. Markatala FH, KA og Vals er hins vegar nákvæmlega sú sama eða þrjú mörk skoruð og eitt mark fengið á sig. Það er því stafrófið sem ræður því að FH er í efsta sæti, KA-menn eru í öðru og Valsmenn skipi það þriðja. En er það rétt? Samkvæmt reglugerð KSÍ um knattspyrnumót þá værum við komin niður í flokk D til að skera út um jöfn lið. Samkvæmt honum þá ættu nú að ráða fjöldi stiga í innbyrðis leikjum (FH 1, Valur 1, KA 0) en svo markamismunur í innbyrðis leikjum (e), fjöldi skoraðra marka í innbyrðis leikjum (f) og loks G-liðurinn sem er fjöldi skoraðra marka á útivelli í innbyrðis leikjum. Samkvæmt G-lið þá ættu Valsmenn í raun að vera í efsta sætinu þökk sé marki Sigurðar Egils Lárussonar á Kaplakrikavelli í gær. Brot úr reglugerð KSÍ um knattspyrnumót.KSÍ KA-menn hafa reyndar hvorki keppt við FH eða Val og er því ekki alveg í sanngjarnri stöðu hvað varðar stigaöflun í innbyrðis leikjum. Það er aftur á móti spurningarmerki hvort að reglugerðin um röð liða sé hreinlega stillt inn í mótakerfi KSÍ alveg niður í G-lið. Samkvæmt röð liðanna í töflunni í dag þá virðist svo ekki vera. Þar virðist efstu þremur félögunum vera raða í efstu þrjú sætin eftir stafrófsröð. Ef úrslit fást ekki samkvæmt framangreindu í meistaraflokki (A til G lið), skulu liðin leika úrslitaleik (úrslitaleiki ef fleiri en tvö lið) ef nauðsyn krefur, en í öðrum flokkum skal ákvarða röð með hlutkesti. Það er auðvitað nóg eftir af Íslandsmótinu enda bara 2 umferðir búnar af 22. Það að ekkert lið sé með fullt hús og að öll liðin séu komin með stig bendir til þess að þetta verði skemmtilegt sumar. Pepsi Max-deild karla FH Valur KA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
FH, KA og Valur eru öll með fjögur stig eins og Víkingar. Víkingar eru með slökustu markatöluna af þessum fjórum liðum og skipa því fjórða sætið. Markatala FH, KA og Vals er hins vegar nákvæmlega sú sama eða þrjú mörk skoruð og eitt mark fengið á sig. Það er því stafrófið sem ræður því að FH er í efsta sæti, KA-menn eru í öðru og Valsmenn skipi það þriðja. En er það rétt? Samkvæmt reglugerð KSÍ um knattspyrnumót þá værum við komin niður í flokk D til að skera út um jöfn lið. Samkvæmt honum þá ættu nú að ráða fjöldi stiga í innbyrðis leikjum (FH 1, Valur 1, KA 0) en svo markamismunur í innbyrðis leikjum (e), fjöldi skoraðra marka í innbyrðis leikjum (f) og loks G-liðurinn sem er fjöldi skoraðra marka á útivelli í innbyrðis leikjum. Samkvæmt G-lið þá ættu Valsmenn í raun að vera í efsta sætinu þökk sé marki Sigurðar Egils Lárussonar á Kaplakrikavelli í gær. Brot úr reglugerð KSÍ um knattspyrnumót.KSÍ KA-menn hafa reyndar hvorki keppt við FH eða Val og er því ekki alveg í sanngjarnri stöðu hvað varðar stigaöflun í innbyrðis leikjum. Það er aftur á móti spurningarmerki hvort að reglugerðin um röð liða sé hreinlega stillt inn í mótakerfi KSÍ alveg niður í G-lið. Samkvæmt röð liðanna í töflunni í dag þá virðist svo ekki vera. Þar virðist efstu þremur félögunum vera raða í efstu þrjú sætin eftir stafrófsröð. Ef úrslit fást ekki samkvæmt framangreindu í meistaraflokki (A til G lið), skulu liðin leika úrslitaleik (úrslitaleiki ef fleiri en tvö lið) ef nauðsyn krefur, en í öðrum flokkum skal ákvarða röð með hlutkesti. Það er auðvitað nóg eftir af Íslandsmótinu enda bara 2 umferðir búnar af 22. Það að ekkert lið sé með fullt hús og að öll liðin séu komin með stig bendir til þess að þetta verði skemmtilegt sumar.
Pepsi Max-deild karla FH Valur KA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira