Gjaldþrotakröfu NRA hafnað: Tilgangurinn sagður að komast undan málaferlum Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2021 10:12 Wayne LaPierre, framkvæmdastjóri NRA, hefur verið sakaður um að fara frjálslega með peninga samtakanna. Getty/Joe Raedle Beiðni samtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum, National Rifle Association, um gjaldþrot var hafnað af alríkisdómara í gær. Sá sagði beiðnina ekki hafa verið lagða fram í góðri trú, heldur væri markmiðið að komast undan lögsókn ríkissaksóknara New York. Saksóknarinnar Letitia James hefur sakað stjórnendur NRA um umfangsmikið fjármálamisferli. Um að hafa dregið að sér fúlgur fjár til að halda upp lúxuslífsstíl þeirra. James fór fram á að samtökin yrðu leyst upp. Í samtali við blaðamenn í gær sagði hún úrskurðinn jákvæðan og til marks um það að forsvarsmenn NRA fengju ekki að ráða sjálfir hvenær þeir yrðu dregnir til ábyrgðar. Enginn væri yfir lögin hafin, ekki einu sinni stærstu hagsmunasamtök Bandaríkjanna. Forsvarsmenn NRA höfðu reynt að komast undan málaferlunum með því að flytja frá New York til Texas og fara fram á gjaldþrot. Með tilrauninni virðist LaPierre jafnvel hafa skotið sig í fótinn, ef svo má að orði komast. Dómarinn skrifaði til að mynda í úrskurð sinn að það að Wayne LaPierre, framkvæmdastjóri NRA, hefði farið fram á gjaldþrot, án þess að segja stjórn NRA, fjármálastjóra og öðrum stjórnendum frá því væri hneykslanlegt, samkvæmt frétt New York Times. Þá þurfti LaPierre að viðurkenna fyrir dómi að hann hefði ekki farið fram á gjaldþrot af því að samtökin væru í fjárhagsvandræðum heldur vegna málaferlanna í New York. Samtökin settu til að mynda fimm milljónir dala til hliðar, sem nota átti til gjaldþrotaferlisins. LaPierre sagðist einnig ekki vita af hverju fyrrverandi fjármálastjóri NRA hefði fengið 360 þúsund dala greiðslu fyrir ráðgjafastörf, eftir að hann hætti hjá samtökunum. Einnig kom fram að hann vissi ekki að sá sem útvegaði honum flugmiða lagði tíu prósenta álag á öll kaup og gat verið með allt að 26 þúsund dala laun á mánuði. LaPierre er þekktur fyrir að ferðast um heiminn. Sjá einnig: Framkvæmdastjóri NRA harðlega gagnrýndur fyrir misheppnaða tilraun til að drepa fíl Þá kom í ljós í málaferlunum að Millie Hallow, aðstoðarkona LaPeirre, var áfram á launaskrá NRA, þrátt fyrir að hún hafi verið gómuð við að draga að sér fjörutíu þúsund dali og nota þá í persónulegan kostnað og brúðkaup sonar síns. Dómarinn sagði einnig í úrskurði sínum að þó forsvarsmenn NRA héldu því fram að ákveðið innra ferli hefði verið sett í gang til að bæta fjármál samtakanna, væri enn útlit fyrir að sú hegðun sem hefði vakið upprunalegu áhyggjurnar varðandi samtökin væri enn við lýði. Meðal annars hefðu forsvarsmenn NRA brotið eigin reglur varðandi veitingu stórra samninga og mikill skortur væri á gagnsæi varðandi fjármuni samtakanna. LaPierre birti yfirlýsingu á Twittersíðu samtakanna í gær þar sem hann sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með úrskurðinn. Hann sagði þó að samtökin myndu berjast áfram gegn andstæðingum sínum. "The NRA will keep fighting, as we ve done for 150 years." @NRA CEO & EVP Wayne LaPierre pic.twitter.com/eTgZqZn5Jx— NRA (@NRA) May 11, 2021 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Saksóknarinnar Letitia James hefur sakað stjórnendur NRA um umfangsmikið fjármálamisferli. Um að hafa dregið að sér fúlgur fjár til að halda upp lúxuslífsstíl þeirra. James fór fram á að samtökin yrðu leyst upp. Í samtali við blaðamenn í gær sagði hún úrskurðinn jákvæðan og til marks um það að forsvarsmenn NRA fengju ekki að ráða sjálfir hvenær þeir yrðu dregnir til ábyrgðar. Enginn væri yfir lögin hafin, ekki einu sinni stærstu hagsmunasamtök Bandaríkjanna. Forsvarsmenn NRA höfðu reynt að komast undan málaferlunum með því að flytja frá New York til Texas og fara fram á gjaldþrot. Með tilrauninni virðist LaPierre jafnvel hafa skotið sig í fótinn, ef svo má að orði komast. Dómarinn skrifaði til að mynda í úrskurð sinn að það að Wayne LaPierre, framkvæmdastjóri NRA, hefði farið fram á gjaldþrot, án þess að segja stjórn NRA, fjármálastjóra og öðrum stjórnendum frá því væri hneykslanlegt, samkvæmt frétt New York Times. Þá þurfti LaPierre að viðurkenna fyrir dómi að hann hefði ekki farið fram á gjaldþrot af því að samtökin væru í fjárhagsvandræðum heldur vegna málaferlanna í New York. Samtökin settu til að mynda fimm milljónir dala til hliðar, sem nota átti til gjaldþrotaferlisins. LaPierre sagðist einnig ekki vita af hverju fyrrverandi fjármálastjóri NRA hefði fengið 360 þúsund dala greiðslu fyrir ráðgjafastörf, eftir að hann hætti hjá samtökunum. Einnig kom fram að hann vissi ekki að sá sem útvegaði honum flugmiða lagði tíu prósenta álag á öll kaup og gat verið með allt að 26 þúsund dala laun á mánuði. LaPierre er þekktur fyrir að ferðast um heiminn. Sjá einnig: Framkvæmdastjóri NRA harðlega gagnrýndur fyrir misheppnaða tilraun til að drepa fíl Þá kom í ljós í málaferlunum að Millie Hallow, aðstoðarkona LaPeirre, var áfram á launaskrá NRA, þrátt fyrir að hún hafi verið gómuð við að draga að sér fjörutíu þúsund dali og nota þá í persónulegan kostnað og brúðkaup sonar síns. Dómarinn sagði einnig í úrskurði sínum að þó forsvarsmenn NRA héldu því fram að ákveðið innra ferli hefði verið sett í gang til að bæta fjármál samtakanna, væri enn útlit fyrir að sú hegðun sem hefði vakið upprunalegu áhyggjurnar varðandi samtökin væri enn við lýði. Meðal annars hefðu forsvarsmenn NRA brotið eigin reglur varðandi veitingu stórra samninga og mikill skortur væri á gagnsæi varðandi fjármuni samtakanna. LaPierre birti yfirlýsingu á Twittersíðu samtakanna í gær þar sem hann sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með úrskurðinn. Hann sagði þó að samtökin myndu berjast áfram gegn andstæðingum sínum. "The NRA will keep fighting, as we ve done for 150 years." @NRA CEO & EVP Wayne LaPierre pic.twitter.com/eTgZqZn5Jx— NRA (@NRA) May 11, 2021
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira