Kristján Þór biðst afsökunar á brogaðri upplýsingagjöf ráðuneytisins Jakob Bjarnar skrifar 12. maí 2021 14:54 Kristján Þór Júlíusson baðst afsökunar á því, í upphafi fundar um skýrslu sem fjallar um ástand og horfur í sjávarútvegi, fiskeldi og tengdum greinum, með því að biðjast afsökunar á því hvernig upplýsingagjöf ráðuneytisins var háttað. vísir/vilhelm Kristján Þór Júlíusson ráðherra vonast til að draga megi lærdóm af þeim mistökum sem voru gerð af hálfu ráðuneytisins; að mismuna í upplýsingagjöf aðgengi að skýrslu sem nú er til umfjöllunar. Nú stendur yfir streymisfundur á vegum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Kristján Þór Júlíusson ráðherra ávarpaði gesti áður en fundur hófst um skýrslu um stöðu og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi, og tengdum greinum, með afsökunarbeiðni. „Áður en við byrjum fundinn vil ég geta þess hér að það voru mistök gerð við birtingu skýrslunnar sem mér þykir afskaplega leitt, því innihald og efnistök skýrslunnar eru með þeim hætti að hún á erindi við alla. Og því betur sem hún er kynnt þeim mun betra fyrir allt og alla. Mér er hvoru tveggja ljúft og skylt að biðjast afsökunar á þessum leiðu mistökum og vona að við drögum lærdóm af þeim.“ Þórð Snæ rak í rogastans þegar hann sá að blaðamenn Morgunblaðsins höfðu gert sér mat úr efni skýrslunnar, en hana höfðu þeir undir höndum sem og blaðamenn Viðskiptakálfs Fréttablaðsins. Þórður Snær taldi einsýnt að þarna væri verið að velja sérstaklega vilhalla fjölmiðla til að matreiða þær upplýsingar sem koma fram í skýrslunni. Svo mörg voru þau orð og líklega hafa þeir sem ekki lásu Vísi í morgun átt erfitt með að átta sig á því hvað það var nákvæmlega sem Kristján Þór var að biðjast afsökunar á. En Vísir greindi frá því að Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans hafi farið þess á leit að kynna sér efni skýrslunnar, með svokölluðu embargó-i, sem þýðir að ekki yrði vitnað til þess fyrr en fundur hæfist. Svar frá ráðuneytinu við þeirri umleitan var þvert nei. Sjávarútvegur Fiskeldi Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Nú stendur yfir streymisfundur á vegum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Kristján Þór Júlíusson ráðherra ávarpaði gesti áður en fundur hófst um skýrslu um stöðu og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi, og tengdum greinum, með afsökunarbeiðni. „Áður en við byrjum fundinn vil ég geta þess hér að það voru mistök gerð við birtingu skýrslunnar sem mér þykir afskaplega leitt, því innihald og efnistök skýrslunnar eru með þeim hætti að hún á erindi við alla. Og því betur sem hún er kynnt þeim mun betra fyrir allt og alla. Mér er hvoru tveggja ljúft og skylt að biðjast afsökunar á þessum leiðu mistökum og vona að við drögum lærdóm af þeim.“ Þórð Snæ rak í rogastans þegar hann sá að blaðamenn Morgunblaðsins höfðu gert sér mat úr efni skýrslunnar, en hana höfðu þeir undir höndum sem og blaðamenn Viðskiptakálfs Fréttablaðsins. Þórður Snær taldi einsýnt að þarna væri verið að velja sérstaklega vilhalla fjölmiðla til að matreiða þær upplýsingar sem koma fram í skýrslunni. Svo mörg voru þau orð og líklega hafa þeir sem ekki lásu Vísi í morgun átt erfitt með að átta sig á því hvað það var nákvæmlega sem Kristján Þór var að biðjast afsökunar á. En Vísir greindi frá því að Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans hafi farið þess á leit að kynna sér efni skýrslunnar, með svokölluðu embargó-i, sem þýðir að ekki yrði vitnað til þess fyrr en fundur hæfist. Svar frá ráðuneytinu við þeirri umleitan var þvert nei.
Sjávarútvegur Fiskeldi Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira