Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Fram 32-28 | Selfoss upp um þrjú sæti eftir sigur á Frömurum Andri Már Eggertsson skrifar 16. maí 2021 16:30 Selfoss vann góðan sigur á Fram í dag. Vísir/Hulda Selfoss vann góðan sigur á Frömurum í Hleðsluhöllinni í dag. Góður fyrri hálfleikur Selfyssinga gerði það verkum að þeir voru komnir með ágætis forystu sem þeir byggðu ofan á í seinni hálfleik og því niðurstaðan 4 marka sigur 32-28. Selfoss byrjuðu á að skora þrjú fyrstu mörk leiksins. Fram svaraði því með því að gera næstu þrjú mörkin. Leikurinn var síðan áfram jafn en eftir 10 mínútna leik tóku Selfyssingar við sér. Síðustu 15 mínútur fyrri hálfleiks var sóknarleikur Selfoss allt í öllu sem setti Framarana í mikil vandræði. Þegar haldið var til hálfleiks voru þeir sex mörkum yfir 20-14 og brekkan orðin ansi brött fyrir Framara í seinni hálfleik. Sebastian Alexanderson hafði orð á því í viðtali fyrir leik að Fram hefur verið að leita af varnarleiknum sínum frá seinustu Covid-19 pásu. Varnarleikur Fram var afleiddur í fyrri hálfleik. Atli Ævar Ingólfsson var allt í öllu á línunni með 6 mörk en heilt yfir gerði Selfoss 20 mörk í fyrri hálfleik. Selfyssingar mættu frábærlega inn í seinni hálfleik. Á fyrstu 12 mínútum síðari hálfleiks læstu Selfyssingar sjoppunni og keyrðu yfir Fram í leiðinni sem gerði það að verkum að Fram skoraði aðeins tvö mörk á þessum kafla og staðan orðin 27-16 sem fékk Sebastian þjálfara Fram til að taka leikhlé. Selfoss héldu áfram að spila góða vörn. Þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum og staðan 30-18 fór Halldór að rúlla mikið á liðinu sínu og gefa ungum leikmönnum mínútur undir beltið. Þessar skiptingar kveiktu smá neista í Fram liðinu en síðustu 10 mínútur leiksins enduðu 2-10 en það dugði alls ekki til og Selfyssingar unnu 32-28 að lokum. Af hverju vann Selfoss? Selfoss spiluðu frábærlega í 50 mínútur og hefðu unnið leikinn með fleiri mörkum hefði Halldór ekki nýtt síðustu mínútrnar til að hvíla sína helstu menn. Selfoss skerpti á varnarleiknum í seinni hálfleik sem varð til þess að Fram skoraði aðeins 4 mörk á fyrstu 20 mínútum seinni hálfleiks og þá var í raun dagskrá lokið. Hverjir stóðu upp úr? Atli Ævar Ingólfsson átti góðan leik á línunni. Hann tók mikið til sín sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem hann gerði 6 af 8 mörkum sínum þá. Vilius Rasimas var sem fyrr góður í marki Selfoss hann varði 15 bolta í dag sem skilaði honum 44 prósent markvörslu. Hvað gekk illa? Varnarleikur Fram í fyrri hálfleik var afleiddur, það er mjög erfitt að vinna leiki þegar þú færð á þig 20 mörk á 30 mínútum. Sóknarleikur Fram fraus síðan fyrstu 20 mínútrnar í seinni hálfeik þar gerðu þeir aðeins 4 mörk og er vel hægt að taka undir með Sebastian þjálfara Fram að þetta var slakasti leikur Fram á tímabilinu. Hvað gerist næst? Nú eru aðeins tvær umferðir eftir af deildinni. Búið er að krýna deildarmeistara sem og liðin sem falla þetta árið en spenna ríkir enn um hvar liðin lenda í úrslitakeppninni. Þann 24. maí fer næsta umferð af stað. Fram mætir Gróttu klukkan 19:30. Á sama tíma mætast Selfoss og Haukar í beinni á Stöð 2 Sport. Halldór Jóhann: Geggjað að skora 20 mörk í einum hálfleik „Að mörgu leyti var þetta góður leikur hjá okkur, í lokinn fengu margir strákar tækifæri sem eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. Það er mikið leikjaálag þessa stundina og mögulega var það ósanngjarnt gagnvart strákunum að setja þá alla inn á í einu en svona er þetta," sagði Halldór Jóhann þjálfari Selfoss. Fyrri hálfleikur heimamanna var frábært þeir áttu mjög góðan leik sóknarlega þar sem þeir skiluðu 20 mörkum. „Þetta var besti sóknar hálfleikurinn okkar í vetur, varnarlega fannst mér of mikið að fá á okkur 14 mörk í hálfleik. Við ræddum það í hálfleik að við yrðum að laga varnarleikinn." „Fyrstu 20 mínúturnar í seinni hálfleik vorum við frábærir í vörn, við fengum aðeins á okkur 4 mörk en síðan riðlast liðið þegar við fórum að skipta inn á." Halldór Jóhann var afar ánægður með fyrstu 20 mínúturnar í seinni hálfleiks sem varð til þess að sigurinn var þeirra. Halldór hrósaði sínu liði fyrir að treysta betur á hvorn annan og var heilt yfir ánægður með liðið sitt í dag. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla UMF Selfoss Fram
Selfoss vann góðan sigur á Frömurum í Hleðsluhöllinni í dag. Góður fyrri hálfleikur Selfyssinga gerði það verkum að þeir voru komnir með ágætis forystu sem þeir byggðu ofan á í seinni hálfleik og því niðurstaðan 4 marka sigur 32-28. Selfoss byrjuðu á að skora þrjú fyrstu mörk leiksins. Fram svaraði því með því að gera næstu þrjú mörkin. Leikurinn var síðan áfram jafn en eftir 10 mínútna leik tóku Selfyssingar við sér. Síðustu 15 mínútur fyrri hálfleiks var sóknarleikur Selfoss allt í öllu sem setti Framarana í mikil vandræði. Þegar haldið var til hálfleiks voru þeir sex mörkum yfir 20-14 og brekkan orðin ansi brött fyrir Framara í seinni hálfleik. Sebastian Alexanderson hafði orð á því í viðtali fyrir leik að Fram hefur verið að leita af varnarleiknum sínum frá seinustu Covid-19 pásu. Varnarleikur Fram var afleiddur í fyrri hálfleik. Atli Ævar Ingólfsson var allt í öllu á línunni með 6 mörk en heilt yfir gerði Selfoss 20 mörk í fyrri hálfleik. Selfyssingar mættu frábærlega inn í seinni hálfleik. Á fyrstu 12 mínútum síðari hálfleiks læstu Selfyssingar sjoppunni og keyrðu yfir Fram í leiðinni sem gerði það að verkum að Fram skoraði aðeins tvö mörk á þessum kafla og staðan orðin 27-16 sem fékk Sebastian þjálfara Fram til að taka leikhlé. Selfoss héldu áfram að spila góða vörn. Þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum og staðan 30-18 fór Halldór að rúlla mikið á liðinu sínu og gefa ungum leikmönnum mínútur undir beltið. Þessar skiptingar kveiktu smá neista í Fram liðinu en síðustu 10 mínútur leiksins enduðu 2-10 en það dugði alls ekki til og Selfyssingar unnu 32-28 að lokum. Af hverju vann Selfoss? Selfoss spiluðu frábærlega í 50 mínútur og hefðu unnið leikinn með fleiri mörkum hefði Halldór ekki nýtt síðustu mínútrnar til að hvíla sína helstu menn. Selfoss skerpti á varnarleiknum í seinni hálfleik sem varð til þess að Fram skoraði aðeins 4 mörk á fyrstu 20 mínútum seinni hálfleiks og þá var í raun dagskrá lokið. Hverjir stóðu upp úr? Atli Ævar Ingólfsson átti góðan leik á línunni. Hann tók mikið til sín sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem hann gerði 6 af 8 mörkum sínum þá. Vilius Rasimas var sem fyrr góður í marki Selfoss hann varði 15 bolta í dag sem skilaði honum 44 prósent markvörslu. Hvað gekk illa? Varnarleikur Fram í fyrri hálfleik var afleiddur, það er mjög erfitt að vinna leiki þegar þú færð á þig 20 mörk á 30 mínútum. Sóknarleikur Fram fraus síðan fyrstu 20 mínútrnar í seinni hálfeik þar gerðu þeir aðeins 4 mörk og er vel hægt að taka undir með Sebastian þjálfara Fram að þetta var slakasti leikur Fram á tímabilinu. Hvað gerist næst? Nú eru aðeins tvær umferðir eftir af deildinni. Búið er að krýna deildarmeistara sem og liðin sem falla þetta árið en spenna ríkir enn um hvar liðin lenda í úrslitakeppninni. Þann 24. maí fer næsta umferð af stað. Fram mætir Gróttu klukkan 19:30. Á sama tíma mætast Selfoss og Haukar í beinni á Stöð 2 Sport. Halldór Jóhann: Geggjað að skora 20 mörk í einum hálfleik „Að mörgu leyti var þetta góður leikur hjá okkur, í lokinn fengu margir strákar tækifæri sem eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. Það er mikið leikjaálag þessa stundina og mögulega var það ósanngjarnt gagnvart strákunum að setja þá alla inn á í einu en svona er þetta," sagði Halldór Jóhann þjálfari Selfoss. Fyrri hálfleikur heimamanna var frábært þeir áttu mjög góðan leik sóknarlega þar sem þeir skiluðu 20 mörkum. „Þetta var besti sóknar hálfleikurinn okkar í vetur, varnarlega fannst mér of mikið að fá á okkur 14 mörk í hálfleik. Við ræddum það í hálfleik að við yrðum að laga varnarleikinn." „Fyrstu 20 mínúturnar í seinni hálfleik vorum við frábærir í vörn, við fengum aðeins á okkur 4 mörk en síðan riðlast liðið þegar við fórum að skipta inn á." Halldór Jóhann var afar ánægður með fyrstu 20 mínúturnar í seinni hálfleiks sem varð til þess að sigurinn var þeirra. Halldór hrósaði sínu liði fyrir að treysta betur á hvorn annan og var heilt yfir ánægður með liðið sitt í dag. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik