Kínverjar lentu vélmenni á Mars Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2021 08:00 Starfsmenn Geimvísindastofnunar Kína fögnuðu lendingunni ákaft. AP/ihnua Kínverjar hafa lent fyrsta lendingarfari sínu á Mars og urðu þeir þar með önnur þjóðin í heiminum sem tekst það. Vélmennið Zhurong er þegar byrjað að senda gögn til jarðarinnar eftir að hafa lent seint í gærkvöldi, að íslenskum tíma. Zhurong hafði verið á braut um Mars í nokkra mánuði í geimfarinu Tianwen 1 og var farinu svo lent á stað sem kallast Utopia Planitia. Vélmennið er enn inn í lendingarfarinu og mun vera þar í einhvern tíma á meðan tilraunir fara fram á virkni þess. Önnur ríki hafa lent geimförum á Mars, eins og Sovétríkin, en lendingar þeirra geimfara hafa misheppnast og þau ekki sent gögn til jarðarinnar. Geimvísindastofnun Evrópu hefur sent tvö lendingarför til Mars en bæði brotlentu. Bandaríkin hafa lent níu lendingarförum á Mars frá 1976. Kínverjar hafa á síðustu vikum og mánuðum náð þó nokkrum áföngum í geimnum. Skammt er síðan þeir skutu fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar á loft og hafa þeir einnig náð í jarðvegssýni frá tunglinu, svo eitthvað sé nefnt. Ríkismiðillinn Xinhua segir lendingarferlið hafa tekið um þrjár klukkustundir en hættulegasti hluti lendingarinnar einungis níu mínútur. Lendingarfarið hafi fyrst notað andrúmsloft Mars til að hægja ferðina úr 4,8 kílómetrum á sekúndu í um 460 metra á sekúndu. Þá hafi stórar fallhlífar hægt enn frekar á því. Svo hafi litlar eldflaugar verið notaðar til að lenda farinu. Hér má sjá myndband þar sem lendingarferlið er sýnt. Þegar vélmennið Zhurong yfirgefur lendingarfarið, stendur til að framkvæma rannsóknir yfir minnst níutíu mars-daga tímabil. Það samsvarar um 93 dögum á jörðinni. Markmið er að leita að vatni og skoða úr hverju Mars er. Samkvæmt frétt Space.com telja vísindamenn að mögulega megi finna ís undir yfirborði Utopia Planitia. Zhurong, sem er nefnt eftir fornum kínverskum eldguði, býr yfir sex tækjum. Þar á meðal eru tvær myndavélar, neðanjarðarratsjá, leysigeisli og tæki sem eiga að rannsaka andrúmsloft Mars. Kína Mars Tækni Vísindi Geimurinn Tengdar fréttir Stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar á loft á morgun Starfsmenn Geimvísindastofnunar Kína stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar þeirra á loft á morgun. Þetta verður fyrsta af ellefu geimskotum sem tengjast byggingu geimstöðvarinnar, sem taka á í gagnið undir lok næsta árs. 28. apríl 2021 11:38 Öngþveiti á sporbraut um Mars Ákveðið öngþveiti verður á sporbraut um Mars í næstu viku þegar þrjú ný geimför hafa náð sporbraut um plánetuna. Kínverskt geimfar náði á braut um Mars í gær en þar var fyrir geimfar frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. 11. febrúar 2021 21:02 Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31 Kínverskt könnunarfar á leið til Mars Kínverjar skutu í nótt á loft geimfari sem mun flytja könnunarfar til plánetunnar Mars. 23. júlí 2020 06:49 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Zhurong hafði verið á braut um Mars í nokkra mánuði í geimfarinu Tianwen 1 og var farinu svo lent á stað sem kallast Utopia Planitia. Vélmennið er enn inn í lendingarfarinu og mun vera þar í einhvern tíma á meðan tilraunir fara fram á virkni þess. Önnur ríki hafa lent geimförum á Mars, eins og Sovétríkin, en lendingar þeirra geimfara hafa misheppnast og þau ekki sent gögn til jarðarinnar. Geimvísindastofnun Evrópu hefur sent tvö lendingarför til Mars en bæði brotlentu. Bandaríkin hafa lent níu lendingarförum á Mars frá 1976. Kínverjar hafa á síðustu vikum og mánuðum náð þó nokkrum áföngum í geimnum. Skammt er síðan þeir skutu fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar á loft og hafa þeir einnig náð í jarðvegssýni frá tunglinu, svo eitthvað sé nefnt. Ríkismiðillinn Xinhua segir lendingarferlið hafa tekið um þrjár klukkustundir en hættulegasti hluti lendingarinnar einungis níu mínútur. Lendingarfarið hafi fyrst notað andrúmsloft Mars til að hægja ferðina úr 4,8 kílómetrum á sekúndu í um 460 metra á sekúndu. Þá hafi stórar fallhlífar hægt enn frekar á því. Svo hafi litlar eldflaugar verið notaðar til að lenda farinu. Hér má sjá myndband þar sem lendingarferlið er sýnt. Þegar vélmennið Zhurong yfirgefur lendingarfarið, stendur til að framkvæma rannsóknir yfir minnst níutíu mars-daga tímabil. Það samsvarar um 93 dögum á jörðinni. Markmið er að leita að vatni og skoða úr hverju Mars er. Samkvæmt frétt Space.com telja vísindamenn að mögulega megi finna ís undir yfirborði Utopia Planitia. Zhurong, sem er nefnt eftir fornum kínverskum eldguði, býr yfir sex tækjum. Þar á meðal eru tvær myndavélar, neðanjarðarratsjá, leysigeisli og tæki sem eiga að rannsaka andrúmsloft Mars.
Kína Mars Tækni Vísindi Geimurinn Tengdar fréttir Stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar á loft á morgun Starfsmenn Geimvísindastofnunar Kína stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar þeirra á loft á morgun. Þetta verður fyrsta af ellefu geimskotum sem tengjast byggingu geimstöðvarinnar, sem taka á í gagnið undir lok næsta árs. 28. apríl 2021 11:38 Öngþveiti á sporbraut um Mars Ákveðið öngþveiti verður á sporbraut um Mars í næstu viku þegar þrjú ný geimför hafa náð sporbraut um plánetuna. Kínverskt geimfar náði á braut um Mars í gær en þar var fyrir geimfar frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. 11. febrúar 2021 21:02 Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31 Kínverskt könnunarfar á leið til Mars Kínverjar skutu í nótt á loft geimfari sem mun flytja könnunarfar til plánetunnar Mars. 23. júlí 2020 06:49 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar á loft á morgun Starfsmenn Geimvísindastofnunar Kína stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar þeirra á loft á morgun. Þetta verður fyrsta af ellefu geimskotum sem tengjast byggingu geimstöðvarinnar, sem taka á í gagnið undir lok næsta árs. 28. apríl 2021 11:38
Öngþveiti á sporbraut um Mars Ákveðið öngþveiti verður á sporbraut um Mars í næstu viku þegar þrjú ný geimför hafa náð sporbraut um plánetuna. Kínverskt geimfar náði á braut um Mars í gær en þar var fyrir geimfar frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. 11. febrúar 2021 21:02
Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31
Kínverskt könnunarfar á leið til Mars Kínverjar skutu í nótt á loft geimfari sem mun flytja könnunarfar til plánetunnar Mars. 23. júlí 2020 06:49