Hæsta framlag allra landsnefnda fimmta árið í röð frá UN Women á Íslandi Heimsljós 17. maí 2021 13:46 Forsíðumynd skýrslunnar UN Women Íslensk stjórnvöld hafa stutt við bakið á UN Women frá upphafi. Fimmta árið í röð sendir UN Women á Íslandi hæsta framlag allra tólf landsnefnda stofnunarinnar til verkefna UN Women víða um heim, óháð höfðatölu. Þetta kemur meðal annars fram í nýútgefinni ársskýrslu UN Women á Íslandi. „Íslensk stjórnvöld hafa frá upphafi stutt við bak UN Women. Það hefur utanríkisráðuneytið gert með fjárhagslegum stuðningi við verkefnin, sent starfsfólk á vettvang í samstarfslöndum UN Women og stutt dyggilega við landsnefnd UN Women á Íslandi. Við stöndum í þakkarskuld við utanríkisráðuneytið. Án stuðnings þess værum við ekki í þeirri stöðu að senda fimmta árið í röð hæsta fjárframlag allra landsnefnda UN Women, óháð höfðatölu. En á þessum tíu árum hefur okkur hjá UN Women á Íslandi tekist að sautjánfalda framlag landsnefndarinnar til verkefna UN Women. Þeim árangri ber að fagna,“ segir Arna Grímsdóttir formaður stjórnar UN Women í ávarpi í ársskýrslunni. Umsvif UN Women á Íslandi hafa aukist undanfarin ár en eitt stærsta hlutverk samtakanna er að afla fjár til alþjóðlegra verkefna UN Women. Verkefnin voru fjölbreytt á árinu en heimsfaraldurinn setti mark sitt á starfið þar sem ýmsir fastir liðir fóru fram með breyttu sniði eða hreinlega frestuðust. En þrátt fyrir heimsfaraldurinn og meðfylgjandi efnahagsþrengingar varð 7% aukning á framlögum til UN Women á milli ára. Á árinu bættust rúmlega 1.500 mánaðarlegir styrktaraðilar í hóp ljósbera, styrktaraðila UN Women, sem teljast nú hátt í tíu þúsund talsins. „Jafnrétti kynjanna og valdefling kvenna er lykilstoð stefnu Íslands í utanríks- og þróunarmálum. Í þróunarsamvinnu er jafnrétti haft að leiðarljósi í öllum okkar verkefnum og við getum verið stolt af okkar árangri því Ísland situr nú í öðru sæti yfir þau ríki sem verja mestu hlutfalli af framlögum til þróunarsamvinnu í verkefni sem stuðla að jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna, samkvæmt Þróunarnefnd Efnahags og framfarastofnunarinnar (OECD-DAC),“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra í ávarpi í ársskýrslunni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Jafnréttismál Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent
Fimmta árið í röð sendir UN Women á Íslandi hæsta framlag allra tólf landsnefnda stofnunarinnar til verkefna UN Women víða um heim, óháð höfðatölu. Þetta kemur meðal annars fram í nýútgefinni ársskýrslu UN Women á Íslandi. „Íslensk stjórnvöld hafa frá upphafi stutt við bak UN Women. Það hefur utanríkisráðuneytið gert með fjárhagslegum stuðningi við verkefnin, sent starfsfólk á vettvang í samstarfslöndum UN Women og stutt dyggilega við landsnefnd UN Women á Íslandi. Við stöndum í þakkarskuld við utanríkisráðuneytið. Án stuðnings þess værum við ekki í þeirri stöðu að senda fimmta árið í röð hæsta fjárframlag allra landsnefnda UN Women, óháð höfðatölu. En á þessum tíu árum hefur okkur hjá UN Women á Íslandi tekist að sautjánfalda framlag landsnefndarinnar til verkefna UN Women. Þeim árangri ber að fagna,“ segir Arna Grímsdóttir formaður stjórnar UN Women í ávarpi í ársskýrslunni. Umsvif UN Women á Íslandi hafa aukist undanfarin ár en eitt stærsta hlutverk samtakanna er að afla fjár til alþjóðlegra verkefna UN Women. Verkefnin voru fjölbreytt á árinu en heimsfaraldurinn setti mark sitt á starfið þar sem ýmsir fastir liðir fóru fram með breyttu sniði eða hreinlega frestuðust. En þrátt fyrir heimsfaraldurinn og meðfylgjandi efnahagsþrengingar varð 7% aukning á framlögum til UN Women á milli ára. Á árinu bættust rúmlega 1.500 mánaðarlegir styrktaraðilar í hóp ljósbera, styrktaraðila UN Women, sem teljast nú hátt í tíu þúsund talsins. „Jafnrétti kynjanna og valdefling kvenna er lykilstoð stefnu Íslands í utanríks- og þróunarmálum. Í þróunarsamvinnu er jafnrétti haft að leiðarljósi í öllum okkar verkefnum og við getum verið stolt af okkar árangri því Ísland situr nú í öðru sæti yfir þau ríki sem verja mestu hlutfalli af framlögum til þróunarsamvinnu í verkefni sem stuðla að jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna, samkvæmt Þróunarnefnd Efnahags og framfarastofnunarinnar (OECD-DAC),“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra í ávarpi í ársskýrslunni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Jafnréttismál Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent