Tveir bæir bætast á garnaveikilista Atli Ísleifsson skrifar 17. maí 2021 14:00 Garnaveiki er ólæknandi smitsjúkdómur í jórturdýrum en með bólusetningu er hægt að verja sauðfé og geitur fyrir sjúkdómnum og halda smitálagi í lágmarki. Vísir/Vilhelm Tveir bæir í Suðurfjarðahólfi hafa bæst við á garnaveikilista Matvælastofnunar. Fyrr á árinu var garðfest að garnaveiki hafi komið upp á bænum Lindarbrekku í Djúpavogshreppi en í því hólfi hefur garnaveiki freinst greinst í sauðfé á einum öðrum bæ síðasta áratuginn. Á vef MAST segir að bólusetningarskylda gildir nú fyrir allt Suðurfjarðarhólf. Barká í Tröllaskagahólfi hefur sömuleiðis bæst á garnaveikilistann þar sem bólusetning á bænum hafi verið vanrækt þó að sjúkdómurinn hafi ekki greinst þar. Garnaveiki er ólæknandi smitsjúkdómur í jórturdýrum en með bólusetningu er hægt að verja sauðfé og geitur fyrir sjúkdómnum og halda smitálagi í lágmarki. Á bæjum sem eru á lista yfir garnaveiki gilda ýmsar takmarkanir sem lúta að því að hindra smitdreifingu. „Tilfellið á Lindarbrekku uppgötvaðist eftir að bóndi í samráði við héraðsdýralækni hjá Matvælastofnun sendi sýni til greiningar á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum úr tveimur ám sem höfðu verið að dragast upp. Annað sýnið var jákætt en hitt neikvætt. Jákvæða sýnið var úr kind sem var 2,5 vetra og sýndi einkenni sjúkdómsins. Einnig voru sýni tekin til rannsóknar á riðuveiki en þau reyndust neikvæð. Bólusetningarskylda gildir nú fyrir allt Suðurfjarðarhólf. Orsök sjúkdómsins er lífseig baktería af berklaflokki (Mycobacterium paratuberculosis). Helstu einkenni hans eru hægfara vanþrif, stundum með skituköstum. Í þeim hjörðum sem veikin kemur upp í getur einnig verið þó nokkuð um „heilbrigða smitbera“. Það eru smitaðar kindur án einkenna sem skilja út mikið af smitefninu. Meðgöngutími í sauðfé og geitum er 1-2 ár eða lengri. Garnaveikibakterían veldur bólgum í mjógörn og oft einnig í langa, ristli og lifur. Sýklarnir berast út með saurnum og geta lifað í 1- 1½ ár í óhreinindum og pollum umhverfis gripahús, við afréttargirðingar, í sláturúrgangi og í líffærum skepna sem drepast út um haga. Sýking verður um munn með saurmenguðu fóðri og vatni,“ segir í tilkynningunni á vef Matvælastofnunar. Minnt er á mikilvægi þess að bólusetja ásetningslömb eins fljótt og auðið er sem og aðkeypt lömb. Slík lömb eru óvarin þar til þau fá bólusetninguna og geta því tekið smit í millitíðinni, sé smitálag í umhverfinu mikið. Dýraheilbrigði Hörgársveit Múlaþing Landbúnaður Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Sjá meira
Á vef MAST segir að bólusetningarskylda gildir nú fyrir allt Suðurfjarðarhólf. Barká í Tröllaskagahólfi hefur sömuleiðis bæst á garnaveikilistann þar sem bólusetning á bænum hafi verið vanrækt þó að sjúkdómurinn hafi ekki greinst þar. Garnaveiki er ólæknandi smitsjúkdómur í jórturdýrum en með bólusetningu er hægt að verja sauðfé og geitur fyrir sjúkdómnum og halda smitálagi í lágmarki. Á bæjum sem eru á lista yfir garnaveiki gilda ýmsar takmarkanir sem lúta að því að hindra smitdreifingu. „Tilfellið á Lindarbrekku uppgötvaðist eftir að bóndi í samráði við héraðsdýralækni hjá Matvælastofnun sendi sýni til greiningar á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum úr tveimur ám sem höfðu verið að dragast upp. Annað sýnið var jákætt en hitt neikvætt. Jákvæða sýnið var úr kind sem var 2,5 vetra og sýndi einkenni sjúkdómsins. Einnig voru sýni tekin til rannsóknar á riðuveiki en þau reyndust neikvæð. Bólusetningarskylda gildir nú fyrir allt Suðurfjarðarhólf. Orsök sjúkdómsins er lífseig baktería af berklaflokki (Mycobacterium paratuberculosis). Helstu einkenni hans eru hægfara vanþrif, stundum með skituköstum. Í þeim hjörðum sem veikin kemur upp í getur einnig verið þó nokkuð um „heilbrigða smitbera“. Það eru smitaðar kindur án einkenna sem skilja út mikið af smitefninu. Meðgöngutími í sauðfé og geitum er 1-2 ár eða lengri. Garnaveikibakterían veldur bólgum í mjógörn og oft einnig í langa, ristli og lifur. Sýklarnir berast út með saurnum og geta lifað í 1- 1½ ár í óhreinindum og pollum umhverfis gripahús, við afréttargirðingar, í sláturúrgangi og í líffærum skepna sem drepast út um haga. Sýking verður um munn með saurmenguðu fóðri og vatni,“ segir í tilkynningunni á vef Matvælastofnunar. Minnt er á mikilvægi þess að bólusetja ásetningslömb eins fljótt og auðið er sem og aðkeypt lömb. Slík lömb eru óvarin þar til þau fá bólusetninguna og geta því tekið smit í millitíðinni, sé smitálag í umhverfinu mikið.
Dýraheilbrigði Hörgársveit Múlaþing Landbúnaður Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent