ÍSÍ undrandi á undanþágu Eurovision-faranna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. maí 2021 17:04 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði. vísir/vilhelm Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fékk ítrekað neikvæð svör frá sóttvarnayfirvöldum við beiðnum um bólusetningar fyrir íslenskt afreksíþróttafólk. ÍSÍ sendi í dag frá yfirlýsingu vegna umræðu um forgang í bólusetningu. Íslenskt afreksíþróttafólk hefur gagnrýnt að Eurovison-hópur Íslands hafi verið bólusettur fyrir förina til Hollands á meðan íþróttafólk hafi ekki fengið bólusetningu. ÍSÍ segist oftsinnis hafa óskað eftir að íslenskt afreksíþróttafólk fengi forgang í bólusetningu, að loknum bólusetningum viðkvæmra hópa og heilbrigðisstarfsfólks, en öllum þeim óskum hafi staðfastlega verið neitað. Afreksíþróttafólk hafi því þurft að fara óbólusett í stór og krefjandi verkefni erlendis með tilheyrandi áhættu. Þá hafi löng dvöl í sóttkví raskað æfingaáætlun íþróttafólksins og mögulegri þátttöku þess í mótum. ÍSÍ undrar sig því á fréttum um að Eurovision-hópurinn hafi fengið forgang í bólusetningu. ÍSÍ ætlar í framhaldinu að krefjast þess að íslenskt íþróttafólk sem keppir á erlendri grundu fái sömu þjónustu og keppendur fyrir Íslands hönd á öðrum vettvangi. Þá segir að Alþjóða ólympíunefndin (IOC) hafi útvegað bóluefni fyrir alla þátttakendur á Ólympíuleikum og Ólympíumóti fatlaðra í sumar og vonast sé til þess að bólusetning hefjist í næstu viku. Yfirlýsing ÍSÍ Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og sambandsaðilar þess, hafa undanfarna mánuði sóst eftir því hjá sóttvarnayfirvöldum, bæði með fundahaldi, símtölum og skriflegum erindum, að afreksíþróttafólk landsins fái forgang í bólusetningu, að loknum bólusetningum viðkvæmra hópa og heilbrigðisstarfsfólks, svo það geti með öruggari hætti tekið þátt í alþjóðlegu mótahaldi. Öllum óskum um slíka fyrirgreiðslu hefur verið neitað staðfastlega og vísað til þess að forgangsröðun heilbrigðisyfirvalda varðandi bólusetningar verði ekki haggað. Því hefur afreksíþróttafólk landsins þurft að fara óbólusett í stór og krefjandi verkefni og í undankeppnir fyrir stórmót á efsta stigi viðkomandi íþróttar. Það hefur tekið áhættu á því að smitast af kórónuveirunni til að freista þess að viðhalda árangri landsins í íþróttum, árangri sem tekið hefur mörg ár að byggja upp. Að auki hefur íþróttafólkið og fylgdarlið þurft að dvelja langdvölum í sóttkví sem oftar en ekki raskar æfingaáætlunum og mögulega þátttöku í mótum auk kostnaðar sem af því hefur hlotist. Það vakti því undrun að fá af því fregnir að hópur sem keppir fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (Eurovision) hafi fengið undanþágu fyrir bólusetningu. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) lýsir yfir ánægju með að keppendur fái nú bólusetningu vegna ferða erlendis og mun íþróttahreyfingin krefjast þess að íþróttafólk sem tekur þátt í alþjóðlegum verkefnum fyrir Íslands hönd njóti sömu þjónustu frá yfirvöldum og keppendur á öðrum vettvangi. Þess má geta að Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur útvegað bóluefni fyrir alla þátttakendur í Ólympíuleikum og Ólympíumóti fatlaðra (Paralympics) og mun ÍSÍ fá bóluefni fyrir þann hóp sem fer á leikana. Sú ráðstöfun kemur til með aðkomu IOC en ekki íslenskra yfirvalda og nær einungis til þessa þrönga hóps. Vonast er til að þessi bólusetning hefjist í næstu viku í góðu samstarfi við sóttvarnasvið embættis landlæknis. Bólusetningar Eurovision Ólympíuleikar 2020 í Tókýó ÍSÍ Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Sjá meira
ÍSÍ sendi í dag frá yfirlýsingu vegna umræðu um forgang í bólusetningu. Íslenskt afreksíþróttafólk hefur gagnrýnt að Eurovison-hópur Íslands hafi verið bólusettur fyrir förina til Hollands á meðan íþróttafólk hafi ekki fengið bólusetningu. ÍSÍ segist oftsinnis hafa óskað eftir að íslenskt afreksíþróttafólk fengi forgang í bólusetningu, að loknum bólusetningum viðkvæmra hópa og heilbrigðisstarfsfólks, en öllum þeim óskum hafi staðfastlega verið neitað. Afreksíþróttafólk hafi því þurft að fara óbólusett í stór og krefjandi verkefni erlendis með tilheyrandi áhættu. Þá hafi löng dvöl í sóttkví raskað æfingaáætlun íþróttafólksins og mögulegri þátttöku þess í mótum. ÍSÍ undrar sig því á fréttum um að Eurovision-hópurinn hafi fengið forgang í bólusetningu. ÍSÍ ætlar í framhaldinu að krefjast þess að íslenskt íþróttafólk sem keppir á erlendri grundu fái sömu þjónustu og keppendur fyrir Íslands hönd á öðrum vettvangi. Þá segir að Alþjóða ólympíunefndin (IOC) hafi útvegað bóluefni fyrir alla þátttakendur á Ólympíuleikum og Ólympíumóti fatlaðra í sumar og vonast sé til þess að bólusetning hefjist í næstu viku. Yfirlýsing ÍSÍ Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og sambandsaðilar þess, hafa undanfarna mánuði sóst eftir því hjá sóttvarnayfirvöldum, bæði með fundahaldi, símtölum og skriflegum erindum, að afreksíþróttafólk landsins fái forgang í bólusetningu, að loknum bólusetningum viðkvæmra hópa og heilbrigðisstarfsfólks, svo það geti með öruggari hætti tekið þátt í alþjóðlegu mótahaldi. Öllum óskum um slíka fyrirgreiðslu hefur verið neitað staðfastlega og vísað til þess að forgangsröðun heilbrigðisyfirvalda varðandi bólusetningar verði ekki haggað. Því hefur afreksíþróttafólk landsins þurft að fara óbólusett í stór og krefjandi verkefni og í undankeppnir fyrir stórmót á efsta stigi viðkomandi íþróttar. Það hefur tekið áhættu á því að smitast af kórónuveirunni til að freista þess að viðhalda árangri landsins í íþróttum, árangri sem tekið hefur mörg ár að byggja upp. Að auki hefur íþróttafólkið og fylgdarlið þurft að dvelja langdvölum í sóttkví sem oftar en ekki raskar æfingaáætlunum og mögulega þátttöku í mótum auk kostnaðar sem af því hefur hlotist. Það vakti því undrun að fá af því fregnir að hópur sem keppir fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (Eurovision) hafi fengið undanþágu fyrir bólusetningu. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) lýsir yfir ánægju með að keppendur fái nú bólusetningu vegna ferða erlendis og mun íþróttahreyfingin krefjast þess að íþróttafólk sem tekur þátt í alþjóðlegum verkefnum fyrir Íslands hönd njóti sömu þjónustu frá yfirvöldum og keppendur á öðrum vettvangi. Þess má geta að Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur útvegað bóluefni fyrir alla þátttakendur í Ólympíuleikum og Ólympíumóti fatlaðra (Paralympics) og mun ÍSÍ fá bóluefni fyrir þann hóp sem fer á leikana. Sú ráðstöfun kemur til með aðkomu IOC en ekki íslenskra yfirvalda og nær einungis til þessa þrönga hóps. Vonast er til að þessi bólusetning hefjist í næstu viku í góðu samstarfi við sóttvarnasvið embættis landlæknis.
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og sambandsaðilar þess, hafa undanfarna mánuði sóst eftir því hjá sóttvarnayfirvöldum, bæði með fundahaldi, símtölum og skriflegum erindum, að afreksíþróttafólk landsins fái forgang í bólusetningu, að loknum bólusetningum viðkvæmra hópa og heilbrigðisstarfsfólks, svo það geti með öruggari hætti tekið þátt í alþjóðlegu mótahaldi. Öllum óskum um slíka fyrirgreiðslu hefur verið neitað staðfastlega og vísað til þess að forgangsröðun heilbrigðisyfirvalda varðandi bólusetningar verði ekki haggað. Því hefur afreksíþróttafólk landsins þurft að fara óbólusett í stór og krefjandi verkefni og í undankeppnir fyrir stórmót á efsta stigi viðkomandi íþróttar. Það hefur tekið áhættu á því að smitast af kórónuveirunni til að freista þess að viðhalda árangri landsins í íþróttum, árangri sem tekið hefur mörg ár að byggja upp. Að auki hefur íþróttafólkið og fylgdarlið þurft að dvelja langdvölum í sóttkví sem oftar en ekki raskar æfingaáætlunum og mögulega þátttöku í mótum auk kostnaðar sem af því hefur hlotist. Það vakti því undrun að fá af því fregnir að hópur sem keppir fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (Eurovision) hafi fengið undanþágu fyrir bólusetningu. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) lýsir yfir ánægju með að keppendur fái nú bólusetningu vegna ferða erlendis og mun íþróttahreyfingin krefjast þess að íþróttafólk sem tekur þátt í alþjóðlegum verkefnum fyrir Íslands hönd njóti sömu þjónustu frá yfirvöldum og keppendur á öðrum vettvangi. Þess má geta að Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur útvegað bóluefni fyrir alla þátttakendur í Ólympíuleikum og Ólympíumóti fatlaðra (Paralympics) og mun ÍSÍ fá bóluefni fyrir þann hóp sem fer á leikana. Sú ráðstöfun kemur til með aðkomu IOC en ekki íslenskra yfirvalda og nær einungis til þessa þrönga hóps. Vonast er til að þessi bólusetning hefjist í næstu viku í góðu samstarfi við sóttvarnasvið embættis landlæknis.
Bólusetningar Eurovision Ólympíuleikar 2020 í Tókýó ÍSÍ Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Sjá meira