Hermann hefur verið þjálfari 2. deildarliðs Þróttar í Vogum síðan í júlí í fyrra og heldur áfram með liðið meðfram störfum sínum fyrir KSÍ.
Hermann, sem er 46 ára, hefur þjálfað karlalið ÍBV og Fylkis og kvennalið Fylkis. Þá var hann aðstoðarþjálfari hjá Southend United á Englandi og Kerala Blasters á Indlandi.
Eyjamaðurinn lék 89 landsleiki á sínum tíma og skoraði fimm mörk. Hann er 6. leikjahæsti leikmaður A-landsliðsins frá upphafi.
Íslenska U-21 árs landsliðið tók þátt á EM í mars. Ísland tapaði öllum þremur leikjum sínum og lenti í neðsta sæti síns riðils.