Brynja Dan í framboð fyrir Framsókn Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. maí 2021 20:54 Brynja Dan er stofnandi Extraloppunnar. visir Brynja Dan Gunnarsdóttir mun skipa annað sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður í komandi þingkosningum í haust. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra skipar fyrsta sæti listans. Þetta staðfesti Brynja við Vísi í kvöld en Fréttablaðið greindi fyrst frá. Brynja Dan hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum og í þjóðfélaginu síðustu ár en hún kveðst sjálf alls ekki vilja kalla sig áhrifavald. „Flestir þekkja mig held ég sem stofnanda Extraloppunnar, fyrir Leitina að upprunanum og fyrir að vera endalaust að rugga bátum,“ segir Brynja í samtali við Vísi en Brynja var viðfangsefni fyrstu þátta þáttaseríunnar Leitin að upprunanum árið 2016. Brynja er ættleidd frá Sri Lanka og á 13 ára strák. Hún hefur setið í stjórn Barnaheilla í fjögur ár og tók nýverið sæti í stjórn Íslenskrar ættleiðingar og vonar að eigin sögn að starf hennar þar leiði af sér jákvæðar breytingar í ættleiðingarmálum á Íslandi. Reykjavík verið Framsókn erfið Framsóknarflokkurinn náði ekki inn manni á þing í kjördæminu í síðustu þingkosningum en ráðherrann Ásmundur Einar ákvað að færa sig úr Norðvesturkjördæmi og í borgina fyrir næstu kosningar. Ásmundur er samkvæmt nýjustu könnunum næstvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar á eftir forsætisráðherranum Katrínu Jakobsdóttur og því ekki úr vegi að ætla að þetta útspil flokksins skili inn betri kosningu en árið 2017 þegar lögmaðurinn Lárus Sigurður Lárusson skipaði efsta sæti listans. Lilja leiðir í suðri Fréttablaðið greindi frá því í kvöld hverjir muni skipa efstu sæti lista flokksins í Reykjavík. Þar segir að Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands Eldri borgara, verði í forystu ásamt Brynju Dan og Ásmundi í Reykjavík norður. Í Reykjavík suður mun Lilja Alfreðsdóttir aftur leiða lista Framsóknar. Hún var eini þingmaður flokksins sem komst inn á þing í Reykjavík í síðustu kosningum. Ásamt Lilju munu þau Aðalsteinn Haukur Sverrisson, verkefnastjóri og formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, og Sigrún Elsa Smáradóttir, fyrrum borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og framkvæmdastjóri Exclusive Travels skipa efstu sætin í suðri. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Brynja Dan hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum og í þjóðfélaginu síðustu ár en hún kveðst sjálf alls ekki vilja kalla sig áhrifavald. „Flestir þekkja mig held ég sem stofnanda Extraloppunnar, fyrir Leitina að upprunanum og fyrir að vera endalaust að rugga bátum,“ segir Brynja í samtali við Vísi en Brynja var viðfangsefni fyrstu þátta þáttaseríunnar Leitin að upprunanum árið 2016. Brynja er ættleidd frá Sri Lanka og á 13 ára strák. Hún hefur setið í stjórn Barnaheilla í fjögur ár og tók nýverið sæti í stjórn Íslenskrar ættleiðingar og vonar að eigin sögn að starf hennar þar leiði af sér jákvæðar breytingar í ættleiðingarmálum á Íslandi. Reykjavík verið Framsókn erfið Framsóknarflokkurinn náði ekki inn manni á þing í kjördæminu í síðustu þingkosningum en ráðherrann Ásmundur Einar ákvað að færa sig úr Norðvesturkjördæmi og í borgina fyrir næstu kosningar. Ásmundur er samkvæmt nýjustu könnunum næstvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar á eftir forsætisráðherranum Katrínu Jakobsdóttur og því ekki úr vegi að ætla að þetta útspil flokksins skili inn betri kosningu en árið 2017 þegar lögmaðurinn Lárus Sigurður Lárusson skipaði efsta sæti listans. Lilja leiðir í suðri Fréttablaðið greindi frá því í kvöld hverjir muni skipa efstu sæti lista flokksins í Reykjavík. Þar segir að Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands Eldri borgara, verði í forystu ásamt Brynju Dan og Ásmundi í Reykjavík norður. Í Reykjavík suður mun Lilja Alfreðsdóttir aftur leiða lista Framsóknar. Hún var eini þingmaður flokksins sem komst inn á þing í Reykjavík í síðustu kosningum. Ásamt Lilju munu þau Aðalsteinn Haukur Sverrisson, verkefnastjóri og formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, og Sigrún Elsa Smáradóttir, fyrrum borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og framkvæmdastjóri Exclusive Travels skipa efstu sætin í suðri. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira