„Við skulum ekki láta strákana á Domino's spjallinu breyta þessum reglum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2021 11:00 Teitur Örlygsson og Sævar Sævarsson sjást hér í Domino's Körfuboltakvöldi í DHL-höllinni í kvöld. Skjámynd/S2 Sport Það hafa komið upp mörg mál að undanförnu þar sem leikmenn Domino's deildarinnar í körfubolta hafa verið dæmdir í leikbann. Kjartan Atli Kjartansson og félagar í Domino's Körfuboltakvöldi ræddu þetta í þættinum sínum í DHL-höllinni í gær. „Hér áður fyrr var það mjög stórt að fá tæknivillu og það var mjög stórt að fá, sem hét þá ásetningsvilla. Það var sjaldan dæmt en nú eru þetta fjórar, fimm, sex, sjö í leik. Stjarnan fékk einhverjar fimm eða sex tæknivillur í leik tvö. Að fara að henda Dedrick Deon í bann fyrir eitthvað sem gerðist í sjöttu umferð. Ég er sammála þeim punkti,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson um gagnrýnina á það að Þórsarar hafi verið án leikstjórnanda síns í fyrsta leik í úrslitakeppninni. Dedrick Deon Basile missti af fyrsta leik Þór Akureyrar á móti Þór Þorlákshöfn en kom til baka úr leikbanninu sínu í gær og hjálpaði sínu liði að jafna einvígið í 1-1. Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Domino's Körfuboltakvöldi, hefur ákveðnar skoðanir á þessu. „Þetta er orðið svolítið þannig að fólk, sem hefur kannski ekki spilað neitt rosalega mikið af leikjum eða tekið þátt í tilfinningunum og öllu því sem snýr að leiknum, er farið að stjórna aðeins of miklu. Þau eru farin að kalla eftir einhverjum breytingum sem enginn leikmaður, þjálfari eða þeir em horfa á leikinn eru að kalla eftir. Samræmið í því hvaða brot fara fyrir Aga og úrskurðarnefnd og hvaða brot fara ekki fyrir Aga og úrskurðarnefnd,“ sagði Sævar Sævarsson. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Umræða um leikbönn hjá KKÍ „Það er ekkert óeðlilegt við það að Hlynur var dæmdur í bann eða þetta atvik var kært ef litið er til allra atvikanna sem er búið að kæra í undanfaranum. Ef maður horfir á þetta heildstætt þá er þetta farið að vera aðeins of mikið,“ sagði Sævar. „Nú eru menn farnir að tala um einhvern olnboga Abif og eitthvað svona. Ég legg bara til að allir slíðri pínu sverðin í allri þessari umræðu. Það er alltaf verið að reyna að fá leikmenn í leikbann hér og þar. Ég hugsa að leikmennirnir sjálfir, ég veit að þið voruð þannig og ég vona að ég hafi verið þannig. Maður vill alltaf vinna en maður vill vinna bestu leikmennina í hinum liðunum,“ sagði Kjartan Atli. „Ég held að það séu allir sammála og það séu öll lið sammála um að við getum gert betur í þessu. Við skulum ekki láta strákana á Domino's spjallinu breyta þessum reglum,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur í Domino's Körfuboltakvöldi. Það má sjá alla umræðuna hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Í beinni: Keflavík - Grindavík | Stórleikur á Sunnubrautinni Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Leik lokið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Sjá meira
„Hér áður fyrr var það mjög stórt að fá tæknivillu og það var mjög stórt að fá, sem hét þá ásetningsvilla. Það var sjaldan dæmt en nú eru þetta fjórar, fimm, sex, sjö í leik. Stjarnan fékk einhverjar fimm eða sex tæknivillur í leik tvö. Að fara að henda Dedrick Deon í bann fyrir eitthvað sem gerðist í sjöttu umferð. Ég er sammála þeim punkti,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson um gagnrýnina á það að Þórsarar hafi verið án leikstjórnanda síns í fyrsta leik í úrslitakeppninni. Dedrick Deon Basile missti af fyrsta leik Þór Akureyrar á móti Þór Þorlákshöfn en kom til baka úr leikbanninu sínu í gær og hjálpaði sínu liði að jafna einvígið í 1-1. Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Domino's Körfuboltakvöldi, hefur ákveðnar skoðanir á þessu. „Þetta er orðið svolítið þannig að fólk, sem hefur kannski ekki spilað neitt rosalega mikið af leikjum eða tekið þátt í tilfinningunum og öllu því sem snýr að leiknum, er farið að stjórna aðeins of miklu. Þau eru farin að kalla eftir einhverjum breytingum sem enginn leikmaður, þjálfari eða þeir em horfa á leikinn eru að kalla eftir. Samræmið í því hvaða brot fara fyrir Aga og úrskurðarnefnd og hvaða brot fara ekki fyrir Aga og úrskurðarnefnd,“ sagði Sævar Sævarsson. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Umræða um leikbönn hjá KKÍ „Það er ekkert óeðlilegt við það að Hlynur var dæmdur í bann eða þetta atvik var kært ef litið er til allra atvikanna sem er búið að kæra í undanfaranum. Ef maður horfir á þetta heildstætt þá er þetta farið að vera aðeins of mikið,“ sagði Sævar. „Nú eru menn farnir að tala um einhvern olnboga Abif og eitthvað svona. Ég legg bara til að allir slíðri pínu sverðin í allri þessari umræðu. Það er alltaf verið að reyna að fá leikmenn í leikbann hér og þar. Ég hugsa að leikmennirnir sjálfir, ég veit að þið voruð þannig og ég vona að ég hafi verið þannig. Maður vill alltaf vinna en maður vill vinna bestu leikmennina í hinum liðunum,“ sagði Kjartan Atli. „Ég held að það séu allir sammála og það séu öll lið sammála um að við getum gert betur í þessu. Við skulum ekki láta strákana á Domino's spjallinu breyta þessum reglum,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur í Domino's Körfuboltakvöldi. Það má sjá alla umræðuna hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Í beinni: Keflavík - Grindavík | Stórleikur á Sunnubrautinni Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Leik lokið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Sjá meira