KA getur komist í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í sextán ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. maí 2021 14:45 KA-mennirnir Jóhann Geir Sævarsson og Ragnar Snær Njálsson fagna. Ragnar lék með síðasta KA-liðinu sem komst í úrslitakeppnina, tímabilið 2004-05, sem og faðir Jóhanns, Sævar Árnason. vísir/hulda margrét KA fær í kvöld tækifæri til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn frá tímabilinu 2004-05. KA fær FH í heimsókn í eina leik dagsins í Olís-deild karla en hann hefst klukkan 18:00. Ef KA-menn fá stig í leiknum eru þeir öruggir með sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn eftir að þeir komust aftur upp í efstu deild 2018 og í fyrsta sinn undir merkjum KA síðan 2005. KA-menn komust þá í átta liða úrslit en féllu úr leik fyrir ÍR-ingum, 2-0. Tveir leikmenn í KA-liðinu í dag léku með því fyrir sextán árum, reynsluboltarnir Andri Snær Stefánsson og Ragnar Snær Njálsson. Þá var þjálfari KA, Jónatan Magnússon, ein af burðarásum KA-liðsins á þeim tíma. Lið KA í síðasta leik þess í úrslitakeppni, gegn ÍR í KA-heimilinu 7. apríl 2005. ÍR-ingar unnu leikinn, 30-35.hsí KA er í 8. sæti Olís-deildarinnar með 22 stig, fjórum stigum á undan Fram sem er í 9. sætinu. Frammarar geta bara náð KA-mönnum að stigum en af það gerist verður Fram alltaf fyrir ofan vegna betri árangurs í innbyrðis viðureignum liðanna. Með sigri í kvöld jafnar KA Selfoss að stigum í 3. sæti deildarinnar. Báðir leikir liðanna enduðu 24-24 og því er eins jafnt á með þeim komið í innbyrðis viðureignum og hægt er. Selfoss er með 22 mörk í plús en KA nítján svo KA-menn þyrftu að vinna fjögurra marka sigur á FH-ingum til að skjótast upp fyrir Selfyssinga. Dramatíkin í aðalhlutverki Ef KA vinnur í kvöld verður liðið aðeins tveimur stigum á eftir FH sem er í 2. sæti og ætti þá betri árangur í innbyrðis viðureignum gegn Fimleikafélaginu. Fyrri leikur FH og KA var dramatískur í meira lagi. Andri Snær Stefánsson skoraði jöfnunarmark KA-manna úr vítakasti eftir að leiktíminn var runninn út, 31-31. Vítið var dæmt á Einar Rafn Eiðsson fyrir að verja skot Daða Jónssonar beint úr aukakasti. Aukakastið var hins vegar ekki tekið á réttum stað og því hefði KA ekki átt að fá vítið. Eftir leikinn í kvöld verða öll lið Olís-deildarinnar búin að spila tuttugu leiki. Næstsíðasta umferðin fer fram á mánudaginn, öðrum í Hvítasunnu, og lokaumferðin á fimmtudaginn eftir viku. KA sækir Val heim í næstsíðustu umferðinni og mætir svo Þór í Akureyrarslag í KA-heimilinu í lokaumferðinni. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla KA Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
KA fær FH í heimsókn í eina leik dagsins í Olís-deild karla en hann hefst klukkan 18:00. Ef KA-menn fá stig í leiknum eru þeir öruggir með sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn eftir að þeir komust aftur upp í efstu deild 2018 og í fyrsta sinn undir merkjum KA síðan 2005. KA-menn komust þá í átta liða úrslit en féllu úr leik fyrir ÍR-ingum, 2-0. Tveir leikmenn í KA-liðinu í dag léku með því fyrir sextán árum, reynsluboltarnir Andri Snær Stefánsson og Ragnar Snær Njálsson. Þá var þjálfari KA, Jónatan Magnússon, ein af burðarásum KA-liðsins á þeim tíma. Lið KA í síðasta leik þess í úrslitakeppni, gegn ÍR í KA-heimilinu 7. apríl 2005. ÍR-ingar unnu leikinn, 30-35.hsí KA er í 8. sæti Olís-deildarinnar með 22 stig, fjórum stigum á undan Fram sem er í 9. sætinu. Frammarar geta bara náð KA-mönnum að stigum en af það gerist verður Fram alltaf fyrir ofan vegna betri árangurs í innbyrðis viðureignum liðanna. Með sigri í kvöld jafnar KA Selfoss að stigum í 3. sæti deildarinnar. Báðir leikir liðanna enduðu 24-24 og því er eins jafnt á með þeim komið í innbyrðis viðureignum og hægt er. Selfoss er með 22 mörk í plús en KA nítján svo KA-menn þyrftu að vinna fjögurra marka sigur á FH-ingum til að skjótast upp fyrir Selfyssinga. Dramatíkin í aðalhlutverki Ef KA vinnur í kvöld verður liðið aðeins tveimur stigum á eftir FH sem er í 2. sæti og ætti þá betri árangur í innbyrðis viðureignum gegn Fimleikafélaginu. Fyrri leikur FH og KA var dramatískur í meira lagi. Andri Snær Stefánsson skoraði jöfnunarmark KA-manna úr vítakasti eftir að leiktíminn var runninn út, 31-31. Vítið var dæmt á Einar Rafn Eiðsson fyrir að verja skot Daða Jónssonar beint úr aukakasti. Aukakastið var hins vegar ekki tekið á réttum stað og því hefði KA ekki átt að fá vítið. Eftir leikinn í kvöld verða öll lið Olís-deildarinnar búin að spila tuttugu leiki. Næstsíðasta umferðin fer fram á mánudaginn, öðrum í Hvítasunnu, og lokaumferðin á fimmtudaginn eftir viku. KA sækir Val heim í næstsíðustu umferðinni og mætir svo Þór í Akureyrarslag í KA-heimilinu í lokaumferðinni. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla KA Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða