Laxinn mættur í Þjórsá Karl Lúðvíksson skrifar 27. maí 2021 09:55 Stefán Sigurðsson hjá Iceland Outfitters með vænan lax úr Þjórsá. Mynd: Iceland Outfitters Fyrstu laxarnir hafa látið sjá sig í Þjórsá en það er heldur betur farin að hlaðast upp spenna fyrir opnun í ánni. Þjórsá hefur sjaldan verið jafn veiðileg og hún er núna en vegna kulda það sem af er sumri er sáralítil. jökullitur á ánni, það er að segja hún er ekki sementsgrá eins og oft. Meira eins og Eystri Rangá á þokkalegum degi. Það þýðir bara að fiskurinn sér fluguna og maðkinn betur sem og þá verður einstaklega fróðlegt að sjá hvernig veiðin er á svæðunum fyrir ofan Urriðafoss en þar eru nokkrar flottar breiður sem er gaman að kasta á með tvíhendu. Á meðan flestar ár á suður- og vesturlandi eru orðnar ansi vatnslitlar er það ekki vandamál í Þjórsá og ef við gerum ráð fyrir því að göngur verði þokkalegar ætlum við bara að leyfa okkur að spá skemmtilegri opnun í ánni. Aðsókn í Urriðafoss er eins og síðustu ár mjög mikil og afar fá ef einhver leyfi eru eftir. Ef það stefnir í vatnsleysi í dragánum í sumar má reikna með að veiðiþyrstir laxveiðimenn sæki stíft í Þjórsá en þegar lítið er eftir af veiðileyfum þá er það bara fyrstu kemur fyrstur fær. Stangveiði Mest lesið Gæsaveiðin hefst 20. ágúst Veiði Deildará á Melrakkasléttu í útboðsferli Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Fyrstu laxarnir komnir á land Veiði 98 sm lax úr Blöndu Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Tveir mánuðir í að veiðin byrji Veiði Fimm laxar yfir 100 sm í Laxá Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði
Þjórsá hefur sjaldan verið jafn veiðileg og hún er núna en vegna kulda það sem af er sumri er sáralítil. jökullitur á ánni, það er að segja hún er ekki sementsgrá eins og oft. Meira eins og Eystri Rangá á þokkalegum degi. Það þýðir bara að fiskurinn sér fluguna og maðkinn betur sem og þá verður einstaklega fróðlegt að sjá hvernig veiðin er á svæðunum fyrir ofan Urriðafoss en þar eru nokkrar flottar breiður sem er gaman að kasta á með tvíhendu. Á meðan flestar ár á suður- og vesturlandi eru orðnar ansi vatnslitlar er það ekki vandamál í Þjórsá og ef við gerum ráð fyrir því að göngur verði þokkalegar ætlum við bara að leyfa okkur að spá skemmtilegri opnun í ánni. Aðsókn í Urriðafoss er eins og síðustu ár mjög mikil og afar fá ef einhver leyfi eru eftir. Ef það stefnir í vatnsleysi í dragánum í sumar má reikna með að veiðiþyrstir laxveiðimenn sæki stíft í Þjórsá en þegar lítið er eftir af veiðileyfum þá er það bara fyrstu kemur fyrstur fær.
Stangveiði Mest lesið Gæsaveiðin hefst 20. ágúst Veiði Deildará á Melrakkasléttu í útboðsferli Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Fyrstu laxarnir komnir á land Veiði 98 sm lax úr Blöndu Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Tveir mánuðir í að veiðin byrji Veiði Fimm laxar yfir 100 sm í Laxá Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði