Johnson vísar ásökunum fyrrum ráðgjafa síns á bug Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2021 19:38 Boris Johnson segir framburð Dominics Cummings ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum. Vísir/EPA Boris Johnson, forsætisráherra Bretlands, segir ekkert hægt í ásökunum sem fyrrverandi aðalráðgjafi hans setti fram í vitnisburði sínum fyrir þingnefnd í gær. Þar hélt ráðgjafinn því meðal annars fram að tugir þúsunda manna hefðu látist í kórónuveirufaraldrinum að óþörfu fyrir mistök Johnson. Dominic Cummings var hægri hönd Johnson en verulega slettist upp á vinskap þeirra undir lok síðasta árs sem leiddi til þess að ráðgjafinn tók poka sinn. Þegar Cummings kom fyrir þingnefnd í gær lýsti hann fyrrverandi yfirmanni sínum sem vanhæfum, óskipulögðum og óhæfum til að gegna embætti forsætisráðherra. Fullyrti Cummings að klaufaskapur og seinagangur ríkisstjórnar Johnson hefði leitt til þess að mun fleiri létust en ef gripið hefði verið fyrr í taumana. Hátt í 128.000 manns hafa látist á Bretlandi í faraldrinum en upphaflega gerði ríkisstjórn Johnson ráð fyrir um 20.000 dauðsföllum. Í vitnisburði sínum hélt Cummings því ennfremur fram að hann hefði heyrt Johnson segja að hann vildi frekar sjá þúsundir líka hrannast upp en að herða sóttvarnaaðgerðir. Breskir fjölmiðlar greindu nýlega frá því að Johnson hefði látið slík ummæli falla í október en forsætisráðherrann hefur neitað því. Ekki stoð í raunveruleikanum Johnson sagði í dag að sum ummæla Cummings ættu sér enga stoð í raunveruleikanum. Hann vildi hins vegar ekki tjá sig um að Cummings hefði verið vitni að ummælunum umdeildu um að forsætisráðherrann vildi frekar leyfa fólki að deyja úr Covid-19 en að grípa til harðari aðgerða, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Varðandi ásakanir Cummings um að aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar hefði kostað þúsundir mannslífa sagðist Johnson ekki telja það rétt. „Auðvitað hefur þetta verið ótrúlega erfið röð ákvarðana og við höfum tekið þær allar alvarlega,“ sagði forsætisráðherrann. Cummings er sjálfur afar umdeild persóna í breskum stjórnmálum og aflaði sér fárra vina sem nánasti ráðgjafi forsætisráðherra. Hann olli miklu fjaðrafoki þegar hann keyrði hundruð kílómetra frá London með fjölskyldu sinni þrátt fyrir að strangar samkomu- og ferðatakmarkanir væru í gildi í fyrra. Það gerði hann rétt eftir að Johnson greindist smitaður af Covid-19 og eiginkona Cummings var veik. Johnson kom Cummings til varnar þegar hann lá undir harðri gagnrýni og hélt hann starfi sínu, jafnvel þó að einn helsti ráðgjafi ríkisstjórnarinnar um faraldurinn hefði áður þurft að segja af sér vegna brots á takmörkununum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Dominic Cummings var hægri hönd Johnson en verulega slettist upp á vinskap þeirra undir lok síðasta árs sem leiddi til þess að ráðgjafinn tók poka sinn. Þegar Cummings kom fyrir þingnefnd í gær lýsti hann fyrrverandi yfirmanni sínum sem vanhæfum, óskipulögðum og óhæfum til að gegna embætti forsætisráðherra. Fullyrti Cummings að klaufaskapur og seinagangur ríkisstjórnar Johnson hefði leitt til þess að mun fleiri létust en ef gripið hefði verið fyrr í taumana. Hátt í 128.000 manns hafa látist á Bretlandi í faraldrinum en upphaflega gerði ríkisstjórn Johnson ráð fyrir um 20.000 dauðsföllum. Í vitnisburði sínum hélt Cummings því ennfremur fram að hann hefði heyrt Johnson segja að hann vildi frekar sjá þúsundir líka hrannast upp en að herða sóttvarnaaðgerðir. Breskir fjölmiðlar greindu nýlega frá því að Johnson hefði látið slík ummæli falla í október en forsætisráðherrann hefur neitað því. Ekki stoð í raunveruleikanum Johnson sagði í dag að sum ummæla Cummings ættu sér enga stoð í raunveruleikanum. Hann vildi hins vegar ekki tjá sig um að Cummings hefði verið vitni að ummælunum umdeildu um að forsætisráðherrann vildi frekar leyfa fólki að deyja úr Covid-19 en að grípa til harðari aðgerða, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Varðandi ásakanir Cummings um að aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar hefði kostað þúsundir mannslífa sagðist Johnson ekki telja það rétt. „Auðvitað hefur þetta verið ótrúlega erfið röð ákvarðana og við höfum tekið þær allar alvarlega,“ sagði forsætisráðherrann. Cummings er sjálfur afar umdeild persóna í breskum stjórnmálum og aflaði sér fárra vina sem nánasti ráðgjafi forsætisráðherra. Hann olli miklu fjaðrafoki þegar hann keyrði hundruð kílómetra frá London með fjölskyldu sinni þrátt fyrir að strangar samkomu- og ferðatakmarkanir væru í gildi í fyrra. Það gerði hann rétt eftir að Johnson greindist smitaður af Covid-19 og eiginkona Cummings var veik. Johnson kom Cummings til varnar þegar hann lá undir harðri gagnrýni og hélt hann starfi sínu, jafnvel þó að einn helsti ráðgjafi ríkisstjórnarinnar um faraldurinn hefði áður þurft að segja af sér vegna brots á takmörkununum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira