„Allir leikir drulluerfiðir í þessari deild“ Valur Páll Eiríksson skrifar 30. maí 2021 21:51 Pálmi Rafn var ánægður með fyrsta heimasigur KR í sumar. Vísir/Hulda Margrét „Þetta er mjög mikilvægt, við erum ekki búnir að vera nógu effektívir hérna á heimavelli þannig að loksins kom að því. Þetta er kærkominn sigur, léttir, og gott að ná heimasigri,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður KR, eftir 3-1 sigur liðins á ÍA á Meistaravöllum í kvöld. Um var að ræða fyrsta heimasigur KR á tímabilinu en liðið hefur átt til að missa niður forystu og eiga erfitt með að klára leiki þrátt fyrir góða spilamennsku. Pálmi var spurður um hvort það hafi farið um leikmenn KR þegar Ísak Snær Þorvaldsson minnkaði muninn í 2-1 fyrir ÍA snemma í seinni hálfleiknum. „Það fer um okkur vegna þess að við erum á hælunum. Þegar við förum niður á hælana og hleypum inn marki til þess að hleypa einhverri spennu í þetta. Eitt mark er hættuleg staða, þannig að það er pirrandi þegar við gerum okkur seka um þetta og verðum að laga það ef við ætlum að krækja í fleiri sigra.“ KR fékk urmul tækifæra og góðra sóknarstaða í fyrri hálfleiknum þar sem aðeins eitt lið var á vellinum framan af. „Heilt yfir spilum við mjög góðan leik og í fyrri hálfleik gátum við verið búnir að klára þennan leik, þar sem við spilum frábærlega, sem og í lok seinni hálfleiks. En þess á milli erum svolítið passífir finnst mér.“ Pálmi er þá spurður hvort það sé þó ekki sterkt að klára leikinn, sérstaklega eftir jafntefli í svipuðum leik við HK í síðustu umferð þar sem KR leiddi lengi vel en missti niður á lokakaflanum. „Þriðja markið náttúrulega klárar leikinn fyrir okkur og ákveðinn léttir að sjá boltann í netinu. Þá fara axlirnar aðeins niður, við rólegri á boltann og látum þá hlaupa meira á eftir honum. Þeir eiga auðvitað sín augnablik líka en mér fannst við berjast vel heilt yfir.“ segir Pálmi Rafn. Frábært að fá Kjartan Henry inn Kjartan Henry Finnbogason skoraði sitt fyrsta mark fyrir KR í kvöld eftir endurkomu sína til liðsins í vor. Pálmi segir það mikilvægt. „Kjarri er bara framherji og markaskorari, það er alltaf gott þegar markaskorarar setja mörkin. Það er mikilvægt fyrir hann sjálfan og líka okkur sem lið. Það segir sig sjálft að ef við skorum mörg mörk þá aukast líkurnar á sigri, svo það er gott að hann er kominn í gang.“ segir Pálmi sem segir Kjartan taka með sér mikinn sigurvilja inn í hópinn. „Hann er náttúrulega bara sigurvegari. Hann hatar að tapa og elskar að vinna og gerir rosalega mikið til þess að vinna. Hann tekur mikið til sín inni á vellinum, er góður í spilinu og góður uppspilspunktur, eins og hann sýnir í dag er hann markaskorari - er á réttum stað á réttum tíma og þefar þetta uppi. Það kemur hellings barátta og sigurvilji með honum og mjög gott að fá hann.“ segir Pálmi Rafn. Vildi hafa fleiri stig KR er með ellefu stig eftir sigur dagsins úr fyrstu sjö leikjunum sem spilaðir voru á tæpum mánuði. Pálmi segir að stigin mættu vera fleiri en þó geti KR-ingar tekið margt með sér úr síðustu leikjum. „Stigasöfnunin hefur náttúrulega ekki verið góð, við hefðum viljað töluvert fleiri stig. Spilamennskan er búin að vera mjög góð á köflum en mjög slök á öðrum köflum líka, svo við verðum að finna meira jafnvægi í þetta og hækka lægsta levelið okkar. Við þurfum að byggja á þessum góðu spilköflum sem við erum að ná, þá erum við í ágætis málum.“ „Hver leikur lifir sínu lífi og það eru allir leikir drulluerfiðir í þessari deild. Ég veit að þetta er klisja að taka einn leik í einu en það hefur margoft sýnt sig að ef maður gerir það ekki þá er maður bara búinn,“ segir Pálmi Rafn. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Um var að ræða fyrsta heimasigur KR á tímabilinu en liðið hefur átt til að missa niður forystu og eiga erfitt með að klára leiki þrátt fyrir góða spilamennsku. Pálmi var spurður um hvort það hafi farið um leikmenn KR þegar Ísak Snær Þorvaldsson minnkaði muninn í 2-1 fyrir ÍA snemma í seinni hálfleiknum. „Það fer um okkur vegna þess að við erum á hælunum. Þegar við förum niður á hælana og hleypum inn marki til þess að hleypa einhverri spennu í þetta. Eitt mark er hættuleg staða, þannig að það er pirrandi þegar við gerum okkur seka um þetta og verðum að laga það ef við ætlum að krækja í fleiri sigra.“ KR fékk urmul tækifæra og góðra sóknarstaða í fyrri hálfleiknum þar sem aðeins eitt lið var á vellinum framan af. „Heilt yfir spilum við mjög góðan leik og í fyrri hálfleik gátum við verið búnir að klára þennan leik, þar sem við spilum frábærlega, sem og í lok seinni hálfleiks. En þess á milli erum svolítið passífir finnst mér.“ Pálmi er þá spurður hvort það sé þó ekki sterkt að klára leikinn, sérstaklega eftir jafntefli í svipuðum leik við HK í síðustu umferð þar sem KR leiddi lengi vel en missti niður á lokakaflanum. „Þriðja markið náttúrulega klárar leikinn fyrir okkur og ákveðinn léttir að sjá boltann í netinu. Þá fara axlirnar aðeins niður, við rólegri á boltann og látum þá hlaupa meira á eftir honum. Þeir eiga auðvitað sín augnablik líka en mér fannst við berjast vel heilt yfir.“ segir Pálmi Rafn. Frábært að fá Kjartan Henry inn Kjartan Henry Finnbogason skoraði sitt fyrsta mark fyrir KR í kvöld eftir endurkomu sína til liðsins í vor. Pálmi segir það mikilvægt. „Kjarri er bara framherji og markaskorari, það er alltaf gott þegar markaskorarar setja mörkin. Það er mikilvægt fyrir hann sjálfan og líka okkur sem lið. Það segir sig sjálft að ef við skorum mörg mörk þá aukast líkurnar á sigri, svo það er gott að hann er kominn í gang.“ segir Pálmi sem segir Kjartan taka með sér mikinn sigurvilja inn í hópinn. „Hann er náttúrulega bara sigurvegari. Hann hatar að tapa og elskar að vinna og gerir rosalega mikið til þess að vinna. Hann tekur mikið til sín inni á vellinum, er góður í spilinu og góður uppspilspunktur, eins og hann sýnir í dag er hann markaskorari - er á réttum stað á réttum tíma og þefar þetta uppi. Það kemur hellings barátta og sigurvilji með honum og mjög gott að fá hann.“ segir Pálmi Rafn. Vildi hafa fleiri stig KR er með ellefu stig eftir sigur dagsins úr fyrstu sjö leikjunum sem spilaðir voru á tæpum mánuði. Pálmi segir að stigin mættu vera fleiri en þó geti KR-ingar tekið margt með sér úr síðustu leikjum. „Stigasöfnunin hefur náttúrulega ekki verið góð, við hefðum viljað töluvert fleiri stig. Spilamennskan er búin að vera mjög góð á köflum en mjög slök á öðrum köflum líka, svo við verðum að finna meira jafnvægi í þetta og hækka lægsta levelið okkar. Við þurfum að byggja á þessum góðu spilköflum sem við erum að ná, þá erum við í ágætis málum.“ „Hver leikur lifir sínu lífi og það eru allir leikir drulluerfiðir í þessari deild. Ég veit að þetta er klisja að taka einn leik í einu en það hefur margoft sýnt sig að ef maður gerir það ekki þá er maður bara búinn,“ segir Pálmi Rafn. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira