Seinni bylgjan: Rúnar Sigtryggsson las dómurunum fyrir norðan pistilinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. maí 2021 23:31 Rúnar Sigtryggsson lét óánægju sína í ljós í þætti Seinni bylgjunnar á föstudaginn. Umdeilt atvik átti sér stað í lokasókn Þórs frá Akureyri þegar þeir heimsóttu KA í lokaumferð Olís deildar karla á dögunum. Gestirnir vildu þá fá víti eða mark dæmt gilt, en dómarar leiksins dæmdu aukakast sem varð til þess að niðurstaðan varð 19-19 jafntefli. Þegar aðeins nokkrar sekúndur voru eftir höfðu Þórsarar tækifæri á að stela sigrinum. Garðar Már fann þá Þórð Tandra inni á línunni og Þórður skoraði. Það virtist þó vera brotið á Þórði, en í staðin fyrir að dæma víti eða leyfa markinu að standa, dæmdu dómarar leiksins aukakast. Gestirnir þurftu að reyna skot úr aukakastinu þegar tíminn var búinn sem sigldi framhjá markinu. Klippa: Rúnar ósáttur með dómara „Þetta er bara ógeðslega lélegt“ Leikmenn, þjálfarar og stuðningsmenn Þórs skildu ekkert í þessari ákvörðun. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar gerðu það ekki heldur. Einar Andri sagði að markið ætti að standa og Rúnar Sigtryggsson sagði atvikið skandal. „Það átti auðvitað bara að dæma mark,“ sagði Einar Andri. “Hann er bara of fljótur að dæma og alveg á „crucial“ mómenti, því miður. Þetta átti bara að vera sigurmark hjá Þór.“ Rúnar Sigtryggsson greip þá boltann og fór lengra í sinni ræðu. „Þetta er ekkert því miður,“ sagði Rúnar. „Þetta er bara skandall að dæma þetta. Það er bara ósköp einfalt. Hann er kominn með vítið og það hefur aldrei verið flautað svona snemma.“ „Þetta er eiginlega meira viljaverk heldur en að þetta séu mistök finnst mér. Þetta er bara svo borðleggjandi hvað þetta eru mikil mistök og bara lélegt. Þetta er bara ógeðslega lélegt.“ Dómarar leiksins voru að dæma sinn fyrsta leik í Olís deild karla og Einar Andri hrósaði þeim fyrir flest annað í leiknum. „Þeir dæmdu leikinn vel en það eru þessi stóru augnablik sem þurfa að vera í lagi. Þetta er fyrsti leikurinn sem þeir dæma og eru búnir að vera að standa sig vel í vetur í kvennadeildinni og neðri deildunum og fá þess vegna tækifærið.“ „En þetta er auðvitað bara mark eða vítakast og menn taka það út úr leiknum þó að þeir hafi dæmt vel fram að því.“ „Menn verða að fá tækifæri til að taka þessa leiki og gera mistök líka til þess að verða betri. Þeir munu pottþétt ekki klikka á þessu aftur.“ Rúnar hélt þá áfram að láta í sér heyra og var ekki alveg sammála kollega sínum. „Þeir gera mistök og þetta eru „crucial“ mistök og það er allt í lagi að tala um það. Þetta er orðin einhver mest verndaða stétt landsins, dómarar í handbolta. Það er ekkert að fleyta þeima áfram.“ „Erum við með dómara á alþjóðamótum? Nei, ekki lengur. Hérna fyrir löngu síðan þá gáfu menn dómurum einkunn í blaðaskrifunum og þá vorum við með dómara á lokamótum.“ „Þetta er orðið eitthvað svo verndað. Mér finnst allt í lagi að segja „Þið dæmduð vel en þetta er mikilvægt“. Það er allt í lagi að segja það.“ Atvikið og umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Seinni bylgjan Olís-deild karla KA Þór Akureyri Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Fleiri fréttir „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Sjá meira
Þegar aðeins nokkrar sekúndur voru eftir höfðu Þórsarar tækifæri á að stela sigrinum. Garðar Már fann þá Þórð Tandra inni á línunni og Þórður skoraði. Það virtist þó vera brotið á Þórði, en í staðin fyrir að dæma víti eða leyfa markinu að standa, dæmdu dómarar leiksins aukakast. Gestirnir þurftu að reyna skot úr aukakastinu þegar tíminn var búinn sem sigldi framhjá markinu. Klippa: Rúnar ósáttur með dómara „Þetta er bara ógeðslega lélegt“ Leikmenn, þjálfarar og stuðningsmenn Þórs skildu ekkert í þessari ákvörðun. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar gerðu það ekki heldur. Einar Andri sagði að markið ætti að standa og Rúnar Sigtryggsson sagði atvikið skandal. „Það átti auðvitað bara að dæma mark,“ sagði Einar Andri. “Hann er bara of fljótur að dæma og alveg á „crucial“ mómenti, því miður. Þetta átti bara að vera sigurmark hjá Þór.“ Rúnar Sigtryggsson greip þá boltann og fór lengra í sinni ræðu. „Þetta er ekkert því miður,“ sagði Rúnar. „Þetta er bara skandall að dæma þetta. Það er bara ósköp einfalt. Hann er kominn með vítið og það hefur aldrei verið flautað svona snemma.“ „Þetta er eiginlega meira viljaverk heldur en að þetta séu mistök finnst mér. Þetta er bara svo borðleggjandi hvað þetta eru mikil mistök og bara lélegt. Þetta er bara ógeðslega lélegt.“ Dómarar leiksins voru að dæma sinn fyrsta leik í Olís deild karla og Einar Andri hrósaði þeim fyrir flest annað í leiknum. „Þeir dæmdu leikinn vel en það eru þessi stóru augnablik sem þurfa að vera í lagi. Þetta er fyrsti leikurinn sem þeir dæma og eru búnir að vera að standa sig vel í vetur í kvennadeildinni og neðri deildunum og fá þess vegna tækifærið.“ „En þetta er auðvitað bara mark eða vítakast og menn taka það út úr leiknum þó að þeir hafi dæmt vel fram að því.“ „Menn verða að fá tækifæri til að taka þessa leiki og gera mistök líka til þess að verða betri. Þeir munu pottþétt ekki klikka á þessu aftur.“ Rúnar hélt þá áfram að láta í sér heyra og var ekki alveg sammála kollega sínum. „Þeir gera mistök og þetta eru „crucial“ mistök og það er allt í lagi að tala um það. Þetta er orðin einhver mest verndaða stétt landsins, dómarar í handbolta. Það er ekkert að fleyta þeima áfram.“ „Erum við með dómara á alþjóðamótum? Nei, ekki lengur. Hérna fyrir löngu síðan þá gáfu menn dómurum einkunn í blaðaskrifunum og þá vorum við með dómara á lokamótum.“ „Þetta er orðið eitthvað svo verndað. Mér finnst allt í lagi að segja „Þið dæmduð vel en þetta er mikilvægt“. Það er allt í lagi að segja það.“ Atvikið og umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan Olís-deild karla KA Þór Akureyri Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Fleiri fréttir „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Sjá meira