Milljarðaframkvæmdir við Leifsstöð Árni Sæberg skrifar 2. júní 2021 11:30 Flugstöð Leifs Eiríkssonar Isavia Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tók í gær fyrstu skóflustungu að nýrri 20.000 fermetra viðbyggingu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Áætlað er að hún verði tekin í notkun árið 2024 og heildarkostnaður verði 20,8 milljarðar króna. Viðbygging við Leifsstöð mun rísa austur af núverandi flugstöðvarbyggingu. Í tilkynningu frá Isavia segir að um sé að ræða mikilvægan lið í uppbyggingaráætlun flugvallarins. Þjónusta við farþega batni og afkastageta flugvallarins aukist með tilkomu viðbyggingarinnar. Verktakafyrirtækið Ístak vinnur jarðvegsvinnu vegna viðbyggingarinnar. Framkvæmdastjóri Ístaks, Karl Andreassen, og forstjóri Isavia, Sveinbjörn Indriðason, undirrituðu samning þess efnis rétt fyrir fyrstu skóflustungu. Frá vinstri, Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, eftir undirritun samnings.Isavia Hlutafjáraukning í janúar forsenda framkvæmda „Það er mjög ánægjulegt að sjá þetta verða að veruleika. Ákvörðun okkar frá í vetur um að auka hlutafé í Isavia sendi skýr skilaboð um að þrátt fyrir tímabundið ástand í heimsfaraldri vissum við að bjartari tíð væri fram undan.“ segir Bjarni Benediktsson. Hlutafjáraukning sú er Bjarni minnist á var samþykkt þann 12. janúar síðastliðinn og hljóðaði upp á 15 milljarða. Forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna hafa gert félaginu kleift að auka umfang áður fyrirhugaðra framkvæmda við flugstöðina. Umfang framkvæmdanna er umtalsvert en um er að ræða fjárfestingu upp á 20,8 milljarða króna. Það gerir framkvæmdirnar þær stærstu sem ráðist hefur verið í hér á landi, frá upphafi faraldurs COVID-19. Frá vinstri, Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður ráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir skóflustungu.Isavia Mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf Suðurnesja Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur löngum verið stærsti atvinnuveitandi Suðurnesja en starfsemi hennar hefur legið í hálfgerðum dvala í faraldrinum. Því fylgdu uppsagnir og aukið atvinnuleysi á Suðurnesjum. „Fjölmörg ný störf verða til, ekki síst á Suðurnesjum, en það góða svæði mun nú taka við sér af krafti eftir tímabundna lægð í faraldrinum,” segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Stórbætt þjónusta Forstjóri Isavia segir umbyltingu verða á farangursmóttöku og á efri hæð muni verslunarrými aukast og biðsvæði stækka. Þá bætast við fjögur ný hlið með landgöngubrúm, en þau fara úr 14 í 17 talsins, sem er gríðarlega stórt skref í átt að bættri þjónustu við flugfélög og flugfarþega. Bjarni nýtti stærðarinnar gröfu við fyrstu skóflustungu, undir handleiðslu starfsmanns Ístaks.Isavia Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Viðbygging við Leifsstöð mun rísa austur af núverandi flugstöðvarbyggingu. Í tilkynningu frá Isavia segir að um sé að ræða mikilvægan lið í uppbyggingaráætlun flugvallarins. Þjónusta við farþega batni og afkastageta flugvallarins aukist með tilkomu viðbyggingarinnar. Verktakafyrirtækið Ístak vinnur jarðvegsvinnu vegna viðbyggingarinnar. Framkvæmdastjóri Ístaks, Karl Andreassen, og forstjóri Isavia, Sveinbjörn Indriðason, undirrituðu samning þess efnis rétt fyrir fyrstu skóflustungu. Frá vinstri, Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, eftir undirritun samnings.Isavia Hlutafjáraukning í janúar forsenda framkvæmda „Það er mjög ánægjulegt að sjá þetta verða að veruleika. Ákvörðun okkar frá í vetur um að auka hlutafé í Isavia sendi skýr skilaboð um að þrátt fyrir tímabundið ástand í heimsfaraldri vissum við að bjartari tíð væri fram undan.“ segir Bjarni Benediktsson. Hlutafjáraukning sú er Bjarni minnist á var samþykkt þann 12. janúar síðastliðinn og hljóðaði upp á 15 milljarða. Forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna hafa gert félaginu kleift að auka umfang áður fyrirhugaðra framkvæmda við flugstöðina. Umfang framkvæmdanna er umtalsvert en um er að ræða fjárfestingu upp á 20,8 milljarða króna. Það gerir framkvæmdirnar þær stærstu sem ráðist hefur verið í hér á landi, frá upphafi faraldurs COVID-19. Frá vinstri, Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður ráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir skóflustungu.Isavia Mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf Suðurnesja Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur löngum verið stærsti atvinnuveitandi Suðurnesja en starfsemi hennar hefur legið í hálfgerðum dvala í faraldrinum. Því fylgdu uppsagnir og aukið atvinnuleysi á Suðurnesjum. „Fjölmörg ný störf verða til, ekki síst á Suðurnesjum, en það góða svæði mun nú taka við sér af krafti eftir tímabundna lægð í faraldrinum,” segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Stórbætt þjónusta Forstjóri Isavia segir umbyltingu verða á farangursmóttöku og á efri hæð muni verslunarrými aukast og biðsvæði stækka. Þá bætast við fjögur ný hlið með landgöngubrúm, en þau fara úr 14 í 17 talsins, sem er gríðarlega stórt skref í átt að bættri þjónustu við flugfélög og flugfarþega. Bjarni nýtti stærðarinnar gröfu við fyrstu skóflustungu, undir handleiðslu starfsmanns Ístaks.Isavia
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira