Rætt um útlilokanir og vinsæla flokka á þingi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. júní 2021 13:55 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri Grænna. vísir/samsett Rætt var um möguleg stjórnarsamstörf og útilokanir flokka í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagðist ekki treysta Miðflokknum til þess að standa við orð sín og sagði Sjálfstæðisflokkinn ekki hafa farið vel með völd. Lilja Rafney Gunnarsdóttir, þingmaður VG, telur ljóst að flokkurinn verði vinsæll samstarfskostur eftir kosningar. Björn Leví benti á að Píratar hafi ítrekað sagst ekki vera tilbúnir til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn eða Miðflokkinn og rakti ástæður þess. Hann sagði flokkinn ávallt til í samstarf um málefni, væri fólk með góðan og málefnalegan rökstuðning fyrir þeim. „Það er oft brugðist við því á mjög undarlegan hátt þegar við segjum að við viljum ekki fara í ríkisstjórnarsamstarf með þessum flokkum og talað um einhvers konar útilokun og eineltistilburði eða eitthvað svoleiðis. En það er náttúrlega þannig að valdastólar eru þjónustuhlutverk,“ sagði Björn Leví. „Það er enginn sem á einhver réttindi í þá og það eru engin sem á heimtingu á því að allir aðrir verði að styðja þá til valda, því að við eigum að beita málefnalegum rökstuðningi til þess að koma málum okkar á framfæri og þar hefur það sýnt sig að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki farið vel með völd,“ sagði Björn og bætti við að „öll svona einstök siðferðileg álitamál á undanförnum árum hafi verið á þeirra ábyrgð.“ Þingmaður Vinstri Grænna telur ljóst að flokkurinn verði eftirsóttur til samstarfs að loknum kosningum í september.vísir/Vilhelm Því næst sneri hann sér að Miðflokknum. „Þó að Miðflokkurinn segist vera með skynsemi og rökhyggju að vopni í sínum málflutningi þá er einmitt misbrestur þar á milli. Milli þess sem við heyrum svona baktjaldamegin og síðan þess sem heyrist í ræðustól þingsins,“ sagði Björn Leví. „Þannig að við einfaldlega treystum þeim ekki til að standa við orð sín og þar af leiðandi hlustum við ekki á eitthvað sem segist vera skynsemis- og rökhyggja, en er það ekki þegar allt kemur til alls.“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, talaði á ólíkum nótum og vísaði til þess að ríkisstjórnin njóti góðs stuðnings samkvæmt skoðanakönnunum auk þess sem Katrín Jakobsdóttir njóti trausts. „Fólk er ánægt með hvernig til hefur tekist og það er bara góð vísbending um það að Vinstri græn verða eftirsótt, okkar flokkur til stjórnarsamstarfs í næstu kosningum,“ sagði Lilja og bætti við að margir vilji því væntanlega reyna að mynda stjórn með Vinstri Grænum. „Og við bara höldum því til haga að við erum tilbúin. Við treystum okkur til að leiða áfram í ríkisstjórn og það eru málefni sem ráða því með hvaða flokkum við vinnum og traust er lykilatriði í stjórnmálum,“ sagði Lilja. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Björn Leví benti á að Píratar hafi ítrekað sagst ekki vera tilbúnir til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn eða Miðflokkinn og rakti ástæður þess. Hann sagði flokkinn ávallt til í samstarf um málefni, væri fólk með góðan og málefnalegan rökstuðning fyrir þeim. „Það er oft brugðist við því á mjög undarlegan hátt þegar við segjum að við viljum ekki fara í ríkisstjórnarsamstarf með þessum flokkum og talað um einhvers konar útilokun og eineltistilburði eða eitthvað svoleiðis. En það er náttúrlega þannig að valdastólar eru þjónustuhlutverk,“ sagði Björn Leví. „Það er enginn sem á einhver réttindi í þá og það eru engin sem á heimtingu á því að allir aðrir verði að styðja þá til valda, því að við eigum að beita málefnalegum rökstuðningi til þess að koma málum okkar á framfæri og þar hefur það sýnt sig að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki farið vel með völd,“ sagði Björn og bætti við að „öll svona einstök siðferðileg álitamál á undanförnum árum hafi verið á þeirra ábyrgð.“ Þingmaður Vinstri Grænna telur ljóst að flokkurinn verði eftirsóttur til samstarfs að loknum kosningum í september.vísir/Vilhelm Því næst sneri hann sér að Miðflokknum. „Þó að Miðflokkurinn segist vera með skynsemi og rökhyggju að vopni í sínum málflutningi þá er einmitt misbrestur þar á milli. Milli þess sem við heyrum svona baktjaldamegin og síðan þess sem heyrist í ræðustól þingsins,“ sagði Björn Leví. „Þannig að við einfaldlega treystum þeim ekki til að standa við orð sín og þar af leiðandi hlustum við ekki á eitthvað sem segist vera skynsemis- og rökhyggja, en er það ekki þegar allt kemur til alls.“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, talaði á ólíkum nótum og vísaði til þess að ríkisstjórnin njóti góðs stuðnings samkvæmt skoðanakönnunum auk þess sem Katrín Jakobsdóttir njóti trausts. „Fólk er ánægt með hvernig til hefur tekist og það er bara góð vísbending um það að Vinstri græn verða eftirsótt, okkar flokkur til stjórnarsamstarfs í næstu kosningum,“ sagði Lilja og bætti við að margir vilji því væntanlega reyna að mynda stjórn með Vinstri Grænum. „Og við bara höldum því til haga að við erum tilbúin. Við treystum okkur til að leiða áfram í ríkisstjórn og það eru málefni sem ráða því með hvaða flokkum við vinnum og traust er lykilatriði í stjórnmálum,“ sagði Lilja.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira