Drottningin meinaði þeldökku fólki að vinna skrifstofustörf í höllinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júní 2021 18:23 Elísabet Bretadrottning er sögð hafa meinað þeldökku fólki að vinna skrifstofustörf í höllinni. Fólk úr minnihlutahópum mátti hins vegar starfa við önnur þjónustustörf fyrir fjölskylduna. EPA/FACUNDO ARRIZABALAGA Breska dagblaðið Guardian hefur komist yfir skjöl sem leiða í ljós að Elísabet Englandsdrottning meinaði útlendingum og innflytjendum úr minnihlutahópum að starfa við skrifstofustörf í Buckingham höll. Skjölin eru frá seinni hluta sjöunda áratugsins. Þau eru hluti af skjölum sem hafa komið upp á yfirborðið í rannsókn blaðsins á áhrifum drottningar á lagasetningu í Bretlandi. Skjölin sýna að á árinu 1968 skrifaði fjármálastjóri drottningar að stefna hennar væri að litaðir innflytjendur og útlendingar ynnu ekki skrifstofustörf þó að þeir mættu vera í þjónustuliði hallarinnar. Ekki er ljóst hvenær þessu var hætt í höllinni. Buckingham hefur neitað að svara spurningum um bannið og hvenær því var aflétt. Í svari hallarinnar við fyrirspurnum Guardian segir að á tíunda áratuginum hafi þeldökkir innflytjendur starfað á skrifstofu hallarinnar en að fyrir þann tíma hafi höllin ekki haldið upplýsingum um kynþátt starfsmanna sinna til haga. Starfsmenn drottningarinnar geta ekki kært ójafnrétti til dómstóla Á áttunda áratug síðustu aldar voru lög innleidd á Englandi sem segja til um það að ekki megi hafna starfsumsókn fólks á grundvelli kynþáttar eða þjóðernis þess. Drottningin var hins vegar undanskilin þessum lögum og gat því haldið áfram að velja starfsmenn sína út frá kynþætti. Það hefur meðal annars leitt til þess að starfsmenn úr minnihlutahópum, sem telja sig sæta slíku ójafnrétti, geta ekki leitað til dómstóla. Komi slíkar ásakanir upp er tekið á málinu innan hallarinnar og er sérstök nefnd kölluð til í slíkum tilfellum. Spurningum um hvað feljist í störfum nefndarinnar hefur þó ekki verið svarað af höllinni. Gagnrýnendur konungsfjölskyldunnar hafa lengi bent á meintan rasismsa innan hallarinnar og var það síðast til umfjöllunar fyrr á þessu ári þegar Meghan Markle og prins Harry stigu fram og greindu frá því að meðlimur konungsfjölskyldunnar hafi lýst yfir áhyggjum yfir litarhafti sonar þeirra. Móðir Markle er, eins og flestir vita, svört. Ásökun hjónanna leiddi til þess að bróðir Harry, Vilhjálmur Bretaprins, steig fram og sagði fjölskylduna „alls ekki rasíska.“ Bretland England Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Bræðurnir hafi alltaf átt „flókið“ samband við föður sinn Karl Bretaprins á ekki hefðbundið fegðasamband við syni sína Vilhjálm og Harry. Þetta hefur People eftir heimildarmanni sínum sem er sagður þekkja vel til innan konungsfjölskyldunnar. Sambandið hafi alltaf verið flókið. 19. mars 2021 20:20 Segir konungsfjölskylduna alls ekki rasíska fjölskyldu Vilhjálmur Bretaprins segir að breska konungsfjölskyldan sé „alls ekki rasísk fjölskylda“. Prinsinn tjáði sig í fyrsta sinn í morgun um viðtal Opruh Winfrey við brópur sinn, Harry prins, og Meghan. 11. mars 2021 12:07 Hvorki Elísabet né Filippus ræddu húðlit Archie Viðtal Opruh Winfrey við Meghan Markle, hertogaynju af Sussex, og Harry Bretaprins hefur verið eitt stærsta fréttamálið í dag beggja vegna Atlantshafsins. Hjónin fóru yfir síðustu ár, allt frá því að Meghan kom inn í konungsfjölskylduna og þar til að þau ákváðu í sameiningu að segja skilið við hana á síðasta ári. 8. mars 2021 22:37 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Skjölin eru frá seinni hluta sjöunda áratugsins. Þau eru hluti af skjölum sem hafa komið upp á yfirborðið í rannsókn blaðsins á áhrifum drottningar á lagasetningu í Bretlandi. Skjölin sýna að á árinu 1968 skrifaði fjármálastjóri drottningar að stefna hennar væri að litaðir innflytjendur og útlendingar ynnu ekki skrifstofustörf þó að þeir mættu vera í þjónustuliði hallarinnar. Ekki er ljóst hvenær þessu var hætt í höllinni. Buckingham hefur neitað að svara spurningum um bannið og hvenær því var aflétt. Í svari hallarinnar við fyrirspurnum Guardian segir að á tíunda áratuginum hafi þeldökkir innflytjendur starfað á skrifstofu hallarinnar en að fyrir þann tíma hafi höllin ekki haldið upplýsingum um kynþátt starfsmanna sinna til haga. Starfsmenn drottningarinnar geta ekki kært ójafnrétti til dómstóla Á áttunda áratug síðustu aldar voru lög innleidd á Englandi sem segja til um það að ekki megi hafna starfsumsókn fólks á grundvelli kynþáttar eða þjóðernis þess. Drottningin var hins vegar undanskilin þessum lögum og gat því haldið áfram að velja starfsmenn sína út frá kynþætti. Það hefur meðal annars leitt til þess að starfsmenn úr minnihlutahópum, sem telja sig sæta slíku ójafnrétti, geta ekki leitað til dómstóla. Komi slíkar ásakanir upp er tekið á málinu innan hallarinnar og er sérstök nefnd kölluð til í slíkum tilfellum. Spurningum um hvað feljist í störfum nefndarinnar hefur þó ekki verið svarað af höllinni. Gagnrýnendur konungsfjölskyldunnar hafa lengi bent á meintan rasismsa innan hallarinnar og var það síðast til umfjöllunar fyrr á þessu ári þegar Meghan Markle og prins Harry stigu fram og greindu frá því að meðlimur konungsfjölskyldunnar hafi lýst yfir áhyggjum yfir litarhafti sonar þeirra. Móðir Markle er, eins og flestir vita, svört. Ásökun hjónanna leiddi til þess að bróðir Harry, Vilhjálmur Bretaprins, steig fram og sagði fjölskylduna „alls ekki rasíska.“
Bretland England Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Bræðurnir hafi alltaf átt „flókið“ samband við föður sinn Karl Bretaprins á ekki hefðbundið fegðasamband við syni sína Vilhjálm og Harry. Þetta hefur People eftir heimildarmanni sínum sem er sagður þekkja vel til innan konungsfjölskyldunnar. Sambandið hafi alltaf verið flókið. 19. mars 2021 20:20 Segir konungsfjölskylduna alls ekki rasíska fjölskyldu Vilhjálmur Bretaprins segir að breska konungsfjölskyldan sé „alls ekki rasísk fjölskylda“. Prinsinn tjáði sig í fyrsta sinn í morgun um viðtal Opruh Winfrey við brópur sinn, Harry prins, og Meghan. 11. mars 2021 12:07 Hvorki Elísabet né Filippus ræddu húðlit Archie Viðtal Opruh Winfrey við Meghan Markle, hertogaynju af Sussex, og Harry Bretaprins hefur verið eitt stærsta fréttamálið í dag beggja vegna Atlantshafsins. Hjónin fóru yfir síðustu ár, allt frá því að Meghan kom inn í konungsfjölskylduna og þar til að þau ákváðu í sameiningu að segja skilið við hana á síðasta ári. 8. mars 2021 22:37 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Bræðurnir hafi alltaf átt „flókið“ samband við föður sinn Karl Bretaprins á ekki hefðbundið fegðasamband við syni sína Vilhjálm og Harry. Þetta hefur People eftir heimildarmanni sínum sem er sagður þekkja vel til innan konungsfjölskyldunnar. Sambandið hafi alltaf verið flókið. 19. mars 2021 20:20
Segir konungsfjölskylduna alls ekki rasíska fjölskyldu Vilhjálmur Bretaprins segir að breska konungsfjölskyldan sé „alls ekki rasísk fjölskylda“. Prinsinn tjáði sig í fyrsta sinn í morgun um viðtal Opruh Winfrey við brópur sinn, Harry prins, og Meghan. 11. mars 2021 12:07
Hvorki Elísabet né Filippus ræddu húðlit Archie Viðtal Opruh Winfrey við Meghan Markle, hertogaynju af Sussex, og Harry Bretaprins hefur verið eitt stærsta fréttamálið í dag beggja vegna Atlantshafsins. Hjónin fóru yfir síðustu ár, allt frá því að Meghan kom inn í konungsfjölskylduna og þar til að þau ákváðu í sameiningu að segja skilið við hana á síðasta ári. 8. mars 2021 22:37