Betra að koma einu sinni of oft en að missa af einhverju hættulegu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. júní 2021 15:30 Dr. Ragna Hlín segir að sólarvörnin sé mikilvægur hluti af forvörnum. „Það er mikilvægt að vera vakandi yfir öllum breytingum á fæðingarblettum og ef nýir blettir birtast allt í einu sem eru að breyta sér,“ segir Dr. Ragna Hlín Þorleifsdóttir húðsjúdómalæknir hjá Húðlæknastöðinni. „Það er betra að koma einu sinni of oft en að missa af einhverju hættulegu.“ Þar sem að maí mánuður var „Skin Cancer Awareness Month“ birti hún á Instagram síðu Húðlæknastöðvarinnar góðar leiðbeiningar. „Sortuæxli eru mjög hættuleg krabbamein en algjörlega læknanleg ef þau uppgötvast snemma.“ Ragna Hlín segir að lykillinn að þessu öllu saman sé samt forvörn. Að nota sólarvarnir, passa sig að brenna ekki og forðast ljósabekki. Ragna segir að það að þekkja stafrófið eins og þau kalla það, geti hjálpað þér að meta fæðingarblettina þína og að greina sortuæxli á frumstigi. Húðlæknastöðin Það sem þarf að meta varðandi fæðingarblettina er ósamhverfa, óreglulegir kantar, litabreyting eða margir litir, stækkar og er stærri en 6 mm og svo breyitingar yfir tíma. Nánari útskýringar má finna á myndunum í færslunni hér fyrir neðan. „Hafðu samband við húðlækni ef þig grunar breytingar á fæðingarblettum.“ View this post on Instagram A post shared by Húðlæknastöðin (@hudlaeknastodin) Heilsa Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
„Það er betra að koma einu sinni of oft en að missa af einhverju hættulegu.“ Þar sem að maí mánuður var „Skin Cancer Awareness Month“ birti hún á Instagram síðu Húðlæknastöðvarinnar góðar leiðbeiningar. „Sortuæxli eru mjög hættuleg krabbamein en algjörlega læknanleg ef þau uppgötvast snemma.“ Ragna Hlín segir að lykillinn að þessu öllu saman sé samt forvörn. Að nota sólarvarnir, passa sig að brenna ekki og forðast ljósabekki. Ragna segir að það að þekkja stafrófið eins og þau kalla það, geti hjálpað þér að meta fæðingarblettina þína og að greina sortuæxli á frumstigi. Húðlæknastöðin Það sem þarf að meta varðandi fæðingarblettina er ósamhverfa, óreglulegir kantar, litabreyting eða margir litir, stækkar og er stærri en 6 mm og svo breyitingar yfir tíma. Nánari útskýringar má finna á myndunum í færslunni hér fyrir neðan. „Hafðu samband við húðlækni ef þig grunar breytingar á fæðingarblettum.“ View this post on Instagram A post shared by Húðlæknastöðin (@hudlaeknastodin)
Heilsa Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira