Fær erlendu leikmennina í mat, leyfir þeim að fara í heita pottinn og prjónar á þær peysur: „Eins og dætur mínar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2021 11:01 Murielle Tiernan er að spila sitt fjórða tímabil með Tindastól en það fyrsta í Pepsi Max deildinni. Hún kom fyrst þegar liðið var í 2. deildinni. Vísir/Sigurbjörn Andri Óskarsson Erlendu leikmennirnir á Sauðárkróki hafa verið þar í mörg ár og vilja ekkert fara. Það er kannski ekkert skrýtið eftir að Helena Ólafsdóttir fékk að vita meira um lífið hjá þeim í heimsókn sinni á Krókinn. Helena Ólafsdóttir heimsótti Sauðárkrók og fékk að vita meira um nýliðana í Tindastól sem eru í fyrsta sinn í efstu deild kvenna í sumar. Tindastólsliðið vann sér sæti í Pepsi Max deild kvenna með því að vinna Lengjudeildina í fyrrasumar. Helena ræddi meðal annars við Helgu Eyjólfsdóttur sem er í meistaraflokksráði kvenna hjá Tindastól. Helena vildi fá vita meira um hennar starf. „Það er aðallega að hugsa um stelpurnar, að þeim líði vel og að undirbúa þær fyrir leiki og sjá til þess að umgjörðin sé fín. Svo er það að hugsa um erlendu leikmennina þegar þær eru hér. Við erum meira eða minna með þær inn á heimilunum hjá okkur og erum að sinna þeim,“ sagði Helga. „Ég held að þú sért nú aðeins að draga úr því sem þú gerir. Eru þær ekki mikið í mat hjá þér og að koma í pottinn og annað,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Jú, þær koma heim til mín og eru í mat og fá að fara í heita pottinn og í kalda karið. Ég prjóna á þær peysur og þær eru orðnar eins og dætur mínar,“ sagði Helga. Murielle Tiernan er ein af þessum leikmönnum en hún hefur raðað inn mörkum á meðan Tindastólsliðið hefur farið upp um tvær deildir og þessi bandaríski framherji hefði örugglega geta komist að hjá liði í efstu deild. Hún valdi það hins vegar að vera áfram á Króknum og er nú að hefja sitt fjórða tímabil með liðinu. Er Helga ástæðan fyrir því að þær eru enn á Króknum. „Jú, ætli það ekki bara,“ svaraði Helga hlæjandi. Allt innslagið frá heimsókn Helenu Ólafsdóttur má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Heimsókn Helenu á Sauðárkrók Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Tindastóll Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sjá meira
Helena Ólafsdóttir heimsótti Sauðárkrók og fékk að vita meira um nýliðana í Tindastól sem eru í fyrsta sinn í efstu deild kvenna í sumar. Tindastólsliðið vann sér sæti í Pepsi Max deild kvenna með því að vinna Lengjudeildina í fyrrasumar. Helena ræddi meðal annars við Helgu Eyjólfsdóttur sem er í meistaraflokksráði kvenna hjá Tindastól. Helena vildi fá vita meira um hennar starf. „Það er aðallega að hugsa um stelpurnar, að þeim líði vel og að undirbúa þær fyrir leiki og sjá til þess að umgjörðin sé fín. Svo er það að hugsa um erlendu leikmennina þegar þær eru hér. Við erum meira eða minna með þær inn á heimilunum hjá okkur og erum að sinna þeim,“ sagði Helga. „Ég held að þú sért nú aðeins að draga úr því sem þú gerir. Eru þær ekki mikið í mat hjá þér og að koma í pottinn og annað,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Jú, þær koma heim til mín og eru í mat og fá að fara í heita pottinn og í kalda karið. Ég prjóna á þær peysur og þær eru orðnar eins og dætur mínar,“ sagði Helga. Murielle Tiernan er ein af þessum leikmönnum en hún hefur raðað inn mörkum á meðan Tindastólsliðið hefur farið upp um tvær deildir og þessi bandaríski framherji hefði örugglega geta komist að hjá liði í efstu deild. Hún valdi það hins vegar að vera áfram á Króknum og er nú að hefja sitt fjórða tímabil með liðinu. Er Helga ástæðan fyrir því að þær eru enn á Króknum. „Jú, ætli það ekki bara,“ svaraði Helga hlæjandi. Allt innslagið frá heimsókn Helenu Ólafsdóttur má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Heimsókn Helenu á Sauðárkrók
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Tindastóll Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sjá meira