Segir áhyggjurnar af stjórnarsamstarfinu hafa raungerst Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. júní 2021 21:50 Andrés Ingi hóf kjörtímabilið sem þingmaður Vinstri grænna en gekk síðar til liðs við Pírata. Vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, lýsti því í ræðu á eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld hvers vegna hann sagði skilið við þingflokkinn í nóvember 2019. Hann gekk til liðs við þingflokk Pírata í febrúar 2021. „Fyrir næstum fjórum árum stóð ég fyrir framan þáverandi félaga mína í flokksráði VG og lýsti því hvers vegna ég gæti ekki stutt þessa ríkisstjórn. Það var hvorki einfalt né auðvelt. Í salnum fyrir framan mig sátu vinir mínir, fólk sem varði með mér löngum og oft lýjandi dögum í kosningabaráttu. Við höfðum gengið saman í hús, bakað vöfflur og dreift kosningabæklingum í Kringlunni,“ sagði Andrés Ingi. Hann lýsti því hvar hann stóð fyrir framan félaga sína og greindi frá því að honum litist ekki á hvert forysta Vinstri grænna vildi stefna. Sumum hafi þótt stjórnarmyndun með Framsókn og Sjálfstæðisflokki djörf ákvörðun og jafnvel spennandi. „Því var ég ósammála. Það væri einfaldlega of langt á milli flokkanna til að ná þeim raunverulegu breytingum sem við kölluðum eftir. Enda kom það á daginn. Meira að segja mál sem áttu að vera vel varin í stjórnarsáttmálanum hafa átt erfitt uppdráttar á kjörtímabilinu, eins og sést til dæmis einna skýrast á hálendisþjóðgarðinum, þar sem andstaðan hefur verið langmest innan stjórnarliðsins.“ Málamiðlanir á kostnað grunngilda Þá segir Andrés Ingi að hann hafi einnig óttast að Vinstri græn yrðu of samdauna samstarfsflokkum sínum í ríkisstjórn. Lesa hafa mátt milli lína stjórnarsáttmálans að flokksforystan hefði fjarlægjst rætur sínar sem málsvarar vinnandi fólks. „Og það var nákvæmlega það sem gerðist. Ríkisstjórnin hófst handa við að mylja niður eftirlitsstofnanir, veita skattaívilnanir til fjármagnseigenda og í dag, í dag var byrjað að einkavæða banka í óþökk þjóðarinnar. Þessi hörðu ítök atvinnurekendaarms Sjálfstæðisflokksins hafa verið alltumlykjandi í efnahagslegum viðbrögðum við Covid. Þetta er nýi takturinn sem flokkurinn fann með nýjum samherjum en við, sem viljum róttækar og réttlátar breytingar á samfélaginu, þurftum að leta á annan samastað.“ Hann segir þá að málamiðlanir séu eðlilegur hluti stjórnmálanna en málamiðlanir megi aldrei vera á kostnað þeirra grunngilda sem stjórnmálafólk standi fyrir. Þegar málamiðlanir fari að verða markmið í sjálfu sér, því fólki þyki spennandi að brúa á milli sem ólíkastra póla, sé það ekki til að bæta stjórnmálamenningu, heldur miklu frekar til að gera vatnið gruggugra. „Í gruggugu vatninu finna stjórnarliðar sig sífellt í þeirri stöðu að segjast ætla að gera betur, en gera það ekki í alvöru. Stæra sig til dæmis af því að hafa aldrei boðið jafn mörgum kvótaflóttamönnum til landsins en á síðasta ári, 100 talsins, þegar raunverulegur fjöldi sem kom á árinu, þegar upp var staðið, var núll.“ Þá sagði Andrés Ingi stefnu ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum vera hálfgerða „ekki-stefnu,“ þó ríkisstjórnin stærði sig af henni. Hún væri afrakstur endalausra málamiðlana flokka sem í grundvallaratriðum væru ósammála. Flokkar geri það sem þeir segist ætla að gera „„Ekki kjósa Framsókn, eða Sjálfstæðisflokkinn, því ef að þú gerir það, þá fer allt til helvítis,” söng Ragnar Kjartansson fyrir einar kosningarnar. Það sem við höfum lært á þessu kjörtímabili er að þetta var bara ekki tæmandi upptalning hjá Ragnari. Fram undan eru gríðarmikilvægar kosningar þar sem við þurfum að kjósa flokka sem gera það sama eftir kosningar og þeir segjast ætla að gera fyrir kosningar.“ Andrés Ingi sagði hefðbundnar pólitískar málamiðlanir ekki ná utan um stærstu áskoranir samtímans, og sagði kjörtímabilið sem er að líða hafa sýnt fram á það. Hefðbundnar málamiðlanir væru úreltar í loftslagsmálum, því þær myndu krefjast pólitísku samkomulagi við náttúrulögmálin. „Og náttúran hlustar bara ekkert á slíkar málamiðlanir. Við þurfum ný vinnubrögð, við þurfum nýja nálgun á stjórnmálin.“ „Þess vegna gekk ég til liðs við Pírata fyrr á árinu. Því til þess að næsta ríkisstjórn knýi fram raunverulegar og nauðsynlegar breytingar á samfélaginu þarf Pírata þar innanborðs. Ekki vegna þess að okkur þyrsti í völd valdanna vegna, heldur vegna þess að frá fyrsta degi hafa Píratar staðið fyrir annars konar stjórnmál. Stjórnmál sem byggja á heiðarleika og róttækni. Stjórnmál sem standa fyrir eitthvað og vita þess vegna að það er ekki hægt að fara í stjórn með hverjum sem er,“ sagði Andrés Ingi að lokum. Píratar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
„Fyrir næstum fjórum árum stóð ég fyrir framan þáverandi félaga mína í flokksráði VG og lýsti því hvers vegna ég gæti ekki stutt þessa ríkisstjórn. Það var hvorki einfalt né auðvelt. Í salnum fyrir framan mig sátu vinir mínir, fólk sem varði með mér löngum og oft lýjandi dögum í kosningabaráttu. Við höfðum gengið saman í hús, bakað vöfflur og dreift kosningabæklingum í Kringlunni,“ sagði Andrés Ingi. Hann lýsti því hvar hann stóð fyrir framan félaga sína og greindi frá því að honum litist ekki á hvert forysta Vinstri grænna vildi stefna. Sumum hafi þótt stjórnarmyndun með Framsókn og Sjálfstæðisflokki djörf ákvörðun og jafnvel spennandi. „Því var ég ósammála. Það væri einfaldlega of langt á milli flokkanna til að ná þeim raunverulegu breytingum sem við kölluðum eftir. Enda kom það á daginn. Meira að segja mál sem áttu að vera vel varin í stjórnarsáttmálanum hafa átt erfitt uppdráttar á kjörtímabilinu, eins og sést til dæmis einna skýrast á hálendisþjóðgarðinum, þar sem andstaðan hefur verið langmest innan stjórnarliðsins.“ Málamiðlanir á kostnað grunngilda Þá segir Andrés Ingi að hann hafi einnig óttast að Vinstri græn yrðu of samdauna samstarfsflokkum sínum í ríkisstjórn. Lesa hafa mátt milli lína stjórnarsáttmálans að flokksforystan hefði fjarlægjst rætur sínar sem málsvarar vinnandi fólks. „Og það var nákvæmlega það sem gerðist. Ríkisstjórnin hófst handa við að mylja niður eftirlitsstofnanir, veita skattaívilnanir til fjármagnseigenda og í dag, í dag var byrjað að einkavæða banka í óþökk þjóðarinnar. Þessi hörðu ítök atvinnurekendaarms Sjálfstæðisflokksins hafa verið alltumlykjandi í efnahagslegum viðbrögðum við Covid. Þetta er nýi takturinn sem flokkurinn fann með nýjum samherjum en við, sem viljum róttækar og réttlátar breytingar á samfélaginu, þurftum að leta á annan samastað.“ Hann segir þá að málamiðlanir séu eðlilegur hluti stjórnmálanna en málamiðlanir megi aldrei vera á kostnað þeirra grunngilda sem stjórnmálafólk standi fyrir. Þegar málamiðlanir fari að verða markmið í sjálfu sér, því fólki þyki spennandi að brúa á milli sem ólíkastra póla, sé það ekki til að bæta stjórnmálamenningu, heldur miklu frekar til að gera vatnið gruggugra. „Í gruggugu vatninu finna stjórnarliðar sig sífellt í þeirri stöðu að segjast ætla að gera betur, en gera það ekki í alvöru. Stæra sig til dæmis af því að hafa aldrei boðið jafn mörgum kvótaflóttamönnum til landsins en á síðasta ári, 100 talsins, þegar raunverulegur fjöldi sem kom á árinu, þegar upp var staðið, var núll.“ Þá sagði Andrés Ingi stefnu ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum vera hálfgerða „ekki-stefnu,“ þó ríkisstjórnin stærði sig af henni. Hún væri afrakstur endalausra málamiðlana flokka sem í grundvallaratriðum væru ósammála. Flokkar geri það sem þeir segist ætla að gera „„Ekki kjósa Framsókn, eða Sjálfstæðisflokkinn, því ef að þú gerir það, þá fer allt til helvítis,” söng Ragnar Kjartansson fyrir einar kosningarnar. Það sem við höfum lært á þessu kjörtímabili er að þetta var bara ekki tæmandi upptalning hjá Ragnari. Fram undan eru gríðarmikilvægar kosningar þar sem við þurfum að kjósa flokka sem gera það sama eftir kosningar og þeir segjast ætla að gera fyrir kosningar.“ Andrés Ingi sagði hefðbundnar pólitískar málamiðlanir ekki ná utan um stærstu áskoranir samtímans, og sagði kjörtímabilið sem er að líða hafa sýnt fram á það. Hefðbundnar málamiðlanir væru úreltar í loftslagsmálum, því þær myndu krefjast pólitísku samkomulagi við náttúrulögmálin. „Og náttúran hlustar bara ekkert á slíkar málamiðlanir. Við þurfum ný vinnubrögð, við þurfum nýja nálgun á stjórnmálin.“ „Þess vegna gekk ég til liðs við Pírata fyrr á árinu. Því til þess að næsta ríkisstjórn knýi fram raunverulegar og nauðsynlegar breytingar á samfélaginu þarf Pírata þar innanborðs. Ekki vegna þess að okkur þyrsti í völd valdanna vegna, heldur vegna þess að frá fyrsta degi hafa Píratar staðið fyrir annars konar stjórnmál. Stjórnmál sem byggja á heiðarleika og róttækni. Stjórnmál sem standa fyrir eitthvað og vita þess vegna að það er ekki hægt að fara í stjórn með hverjum sem er,“ sagði Andrés Ingi að lokum.
Píratar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira