Suðurkóreskir fjölmiðlar segja frá því að brak úr húsinu hafi fallið á kyrrstæðan strætisvagn sem hafði verið lagt á stoppistöð við húsið og með þeim afleiðingum að níu manns um borð létust.
Björgunaraðilum tókst að bjarga átta manns úr strætisvagninum, en öll voru þau slösuð.

Kim Seok-sun, talsmaður slökkviliðs, segir að tekist hafi að rýma byggingarsvæðið sjálft áður en húsið hrundi, en ekki er þó talið útilokað að einhverjir kunni að finnst í rústum hússins.
Gwangju er að finna í suðvesturhluta Suður-Kóreu.