Brenna inni með bunka af málum Snorri Másson skrifar 9. júní 2021 14:31 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Á lokametrum kjörtímabilsins er ljóst að mörg af stóru málum ríkisstjórnarinnar munu ekki hljóta afgreiðslu í bili, þrátt fyrir að hafa sum verið í undirbúningi um langa hríð. Gera má ráð fyrir að á þriðja tug mála fari í gegn það sem eftir lifir þings af um 50 stjórnarfrumvörpum sem eru enn inni í nefndum. Þingflokksformenn funduðu í hádeginu um hvaða málum skyldi hleypt í gegn á þinginu. Stjórnarflokkarnir kynntu hvaða mál þeir stefna að því að klára og hvaða mál ekki en enn eru viðræðurnar ekki komnar svo langt að stjórnarandstaðan sé farin að setja sínar óskir fram. Samkvæmt heimildum Vísis verður niðurstaðan með eftirfarandi hætti og endurspeglar hún vilja stjórnarinnar. Frumvarp um miðhálendisþjóðgarð verður sent aftur til ráðherra og er þar með úr leik á þessu þingi. Með þessu er brotið gegn stjórnarsáttmálanum, en málið er á vegum Vinstri grænna. Önnur meiri háttar mál VG mæta afgangi. Afglæpavæðing fíkniefna verður að öllum líkindum ekki samþykkt á þinginu og ekki heldur stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Rammaáætlun verður þá ekki afgreidd á þessu þingi. Mannanöfn og brugghús út Sjálfstæðismenn þurfa einnig að leyfa nokkrum málum að sitja á hakanum. Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á mannanafnalögum í mikla frjálsræðisátt verður ólíklega afgreitt á þessu þingi. Það sama gildir um frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur um að heimila smásölu á áfengi á framleiðslustað hjá smærri brugghúsum. Annað sem Áslaug Arna nær að líkindum ekki að leiða til lykta eru tillögur hennar til breytinga á útlendingalögum. Þær breytingar áttu að fela í sér að færri fengju efnismeðferð sinna mála hjá Útlendingastofnun og fleiri yrðu sendir aftur til fyrsta viðkomulands á flótta. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins virðist í fljótu bragði ekki hafa þurft að horfa á eftir mörgum málum á vegum flokksins, eins og VG og Sjálfstæðisflokkur hafa þurft að gera.Vísir/Vilhelm Ólíklegt er að frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar um breytingar á loftferðalögum nái fram að ganga, sem átti að færa samgönguráðherranum aukið skipulagsvald yfir Reykjavík. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra kom fjölmiðlafrumvarpi sínu í gegnum þingið, en það var í töluvert annarri mynd en hún hafði lagt upp með. Styrkurinn til fjölmiðla er tímabundinn til fáeinna ára. Hefð er fyrir því að stjórnarandstöðuflokkum sé veitt svigrúm til að leggja fram sín mál á lokadögum þingsins. Píratar eru þar líklegir til að óska eftir því að þeirra útgáfa af afglæpavæðingarfrumvarpinu verði lögð fram aftur, eins og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Ekki hefur komið fram hvað aðrir stjórnarandstöðuflokkar fara fram á. Alþingiskosningar 2021 Stjórnarskrá Hálendisþjóðgarður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Lagt til að vísa hálendisþjóðgarði aftur til ríkisstjórnar Áform um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á kjörtímabilinu virðast endanlega fallin niður þar sem meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að málinu verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Rammaáætlun mun líklega einnig daga uppi í nefnd að sögn þingflokksformanns Viðreisnar. 9. júní 2021 12:10 Ólíklegt að það verði af afglæpavæðingu neysluskammta Ólíklegt er að frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta nái í gegnum þingið á lokadögum þess að mati Birgis Ármanssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Píratar hyggjast þá leggja fram eigið frumvarp í staðinn. 9. júní 2021 10:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Gera má ráð fyrir að á þriðja tug mála fari í gegn það sem eftir lifir þings af um 50 stjórnarfrumvörpum sem eru enn inni í nefndum. Þingflokksformenn funduðu í hádeginu um hvaða málum skyldi hleypt í gegn á þinginu. Stjórnarflokkarnir kynntu hvaða mál þeir stefna að því að klára og hvaða mál ekki en enn eru viðræðurnar ekki komnar svo langt að stjórnarandstaðan sé farin að setja sínar óskir fram. Samkvæmt heimildum Vísis verður niðurstaðan með eftirfarandi hætti og endurspeglar hún vilja stjórnarinnar. Frumvarp um miðhálendisþjóðgarð verður sent aftur til ráðherra og er þar með úr leik á þessu þingi. Með þessu er brotið gegn stjórnarsáttmálanum, en málið er á vegum Vinstri grænna. Önnur meiri háttar mál VG mæta afgangi. Afglæpavæðing fíkniefna verður að öllum líkindum ekki samþykkt á þinginu og ekki heldur stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Rammaáætlun verður þá ekki afgreidd á þessu þingi. Mannanöfn og brugghús út Sjálfstæðismenn þurfa einnig að leyfa nokkrum málum að sitja á hakanum. Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á mannanafnalögum í mikla frjálsræðisátt verður ólíklega afgreitt á þessu þingi. Það sama gildir um frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur um að heimila smásölu á áfengi á framleiðslustað hjá smærri brugghúsum. Annað sem Áslaug Arna nær að líkindum ekki að leiða til lykta eru tillögur hennar til breytinga á útlendingalögum. Þær breytingar áttu að fela í sér að færri fengju efnismeðferð sinna mála hjá Útlendingastofnun og fleiri yrðu sendir aftur til fyrsta viðkomulands á flótta. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins virðist í fljótu bragði ekki hafa þurft að horfa á eftir mörgum málum á vegum flokksins, eins og VG og Sjálfstæðisflokkur hafa þurft að gera.Vísir/Vilhelm Ólíklegt er að frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar um breytingar á loftferðalögum nái fram að ganga, sem átti að færa samgönguráðherranum aukið skipulagsvald yfir Reykjavík. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra kom fjölmiðlafrumvarpi sínu í gegnum þingið, en það var í töluvert annarri mynd en hún hafði lagt upp með. Styrkurinn til fjölmiðla er tímabundinn til fáeinna ára. Hefð er fyrir því að stjórnarandstöðuflokkum sé veitt svigrúm til að leggja fram sín mál á lokadögum þingsins. Píratar eru þar líklegir til að óska eftir því að þeirra útgáfa af afglæpavæðingarfrumvarpinu verði lögð fram aftur, eins og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Ekki hefur komið fram hvað aðrir stjórnarandstöðuflokkar fara fram á.
Alþingiskosningar 2021 Stjórnarskrá Hálendisþjóðgarður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Lagt til að vísa hálendisþjóðgarði aftur til ríkisstjórnar Áform um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á kjörtímabilinu virðast endanlega fallin niður þar sem meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að málinu verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Rammaáætlun mun líklega einnig daga uppi í nefnd að sögn þingflokksformanns Viðreisnar. 9. júní 2021 12:10 Ólíklegt að það verði af afglæpavæðingu neysluskammta Ólíklegt er að frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta nái í gegnum þingið á lokadögum þess að mati Birgis Ármanssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Píratar hyggjast þá leggja fram eigið frumvarp í staðinn. 9. júní 2021 10:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Lagt til að vísa hálendisþjóðgarði aftur til ríkisstjórnar Áform um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á kjörtímabilinu virðast endanlega fallin niður þar sem meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að málinu verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Rammaáætlun mun líklega einnig daga uppi í nefnd að sögn þingflokksformanns Viðreisnar. 9. júní 2021 12:10
Ólíklegt að það verði af afglæpavæðingu neysluskammta Ólíklegt er að frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta nái í gegnum þingið á lokadögum þess að mati Birgis Ármanssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Píratar hyggjast þá leggja fram eigið frumvarp í staðinn. 9. júní 2021 10:10