Bestu myndir af Ganýmedes í áratugi Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2021 08:41 Svarthví mynd af Ganýmedes sem Juno tók þegar farið flaug fram hjá 7. júní 2021. NASA/JPL-Caltech/SwRI/MSSS Myndir sem bandaríska geimfarið Juno tók af Ganýmedes, stærsta tungli Júpíters, og bárust til jarðar í vikunni eru þær skýrustu í áratugi. Geimfarið flaug þá nær tunglinu en nokkuð annað geimfar hefur gert frá því á síðustu öld. Framhjáflug Juno hjá Ganýmedes átti sér stað á mánudag, 7. júní. Flaug það næst í um 1.038 kílómetra fjarlægð frá yfirborði risatunglsins. Ekkert geimfar hefur flogið svo nærri Ganýmedes frá því að Galileo, geimfar bandarísku geimvísindastofnunar NASA, gerði það í maí árið 2000. Ganýmedes er stærsta tungl Júpíters, eitt Galíleotunglanna fjögurra, og það stærsta í sólkerfinu. Tunglið er stærra en reikistjarnan Merkúríus og er það eina í sólkerfinu sem er með eigin segulsvið. Heimsókn Juno var meðal annars ætlað að rannsaka nánar efnasamsetningu Ganýmedes, jónahvolf hans, segulsvið og ísskorpu. Fyrstu tvær myndirnar úr framhjáfluginu bárust til jarðar í vikunni en fleiri eru væntanlegar. Á þeim sjást glöggt kennileiti á yfirborðinu eins og gígar, dökk og ljós svæði og ílangar jarðmyndarnir sem talið er að gætu tengst flekahreyfingum á tunglinu, að því er segir í tilkynningu á vef NASA. Gígar og rákir setja svip sinn á ísilagt yfirborð Ganýmedes. Talið er að rákirnar gætu verið merki um flekahreyfingar.NASA/JPL-Caltech/SwRI/MSSS Náði Juno myndum af nær heilli hlið Ganýmedes. Búið er að ná í myndir frá farinu sem voru teknar með síu sem er næm fyrir grænum lit en þegar þær sem voru teknar með rauðri og blárri síu skila sér verður hægt að setja saman litmynd af ístunglinu. Juno hefur verið á braut um Júpíter frá árinu 2016. Aðalmarkmið leiðangursins er að rannsaka uppruna, uppbyggingu og lofthjúp þessarar stærstu reikistjörnu sólkerfisins. Hefur farinu verið flogið ítrekað yfir pólsvæði Júpíters og tekið stórbrotnar myndir af skýjuðum lofthjúpi reikistjörnunnar. Geimurinn Vísindi Júpíter Tengdar fréttir Heiðskírt með 400 metrum á sekúndu Veðurofsinn í heiðhvolfi Júpíters, stærstu reikistjörnu sólkerfisins, hefur nú verið mældur beint í fyrsta skipti. Vindhraðinn mældist ríflega 400 metrar á sekúndu við heimskaut gasrisans og telja stjörnufræðingar veðurfyrirbrigðið einstakt í sólkerfinu. 18. mars 2021 15:56 Bestu geimljósmyndir ársins 2019 Árið sem nú er að líða var ágætlega gjöfult þegar kom að verkefnum í geimnum og fjöldi ljósmynda frá geimförum og sjónaukum hér á jörðu niðri af plánetum og öðru sem flýtur um í geimnum litu dagsins ljós. 30. desember 2019 11:30 Innri gerð Júpíters afhjúpuð með mælingum Juno Beltin í lofthjúpi gasrisan ná þúsundir kílómetra niður fyrir yfirborðið og innra byrðið snýst að mestu leyti eins og hnöttur úr föstu efni. 8. mars 2018 22:30 NASA deilir mynd íslensks tölvunarfræðings af Júpíter Þúsundir manna hafa deilt og líkað við mynd sem Björn Jónsson, tölvunarfræðingur, vann af Stóra rauða bletti Júpíters eftir að NASA deildi henni á vefsíðu sinni og samfélagsmiðlum. 28. júlí 2017 10:54 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Sjá meira
Framhjáflug Juno hjá Ganýmedes átti sér stað á mánudag, 7. júní. Flaug það næst í um 1.038 kílómetra fjarlægð frá yfirborði risatunglsins. Ekkert geimfar hefur flogið svo nærri Ganýmedes frá því að Galileo, geimfar bandarísku geimvísindastofnunar NASA, gerði það í maí árið 2000. Ganýmedes er stærsta tungl Júpíters, eitt Galíleotunglanna fjögurra, og það stærsta í sólkerfinu. Tunglið er stærra en reikistjarnan Merkúríus og er það eina í sólkerfinu sem er með eigin segulsvið. Heimsókn Juno var meðal annars ætlað að rannsaka nánar efnasamsetningu Ganýmedes, jónahvolf hans, segulsvið og ísskorpu. Fyrstu tvær myndirnar úr framhjáfluginu bárust til jarðar í vikunni en fleiri eru væntanlegar. Á þeim sjást glöggt kennileiti á yfirborðinu eins og gígar, dökk og ljós svæði og ílangar jarðmyndarnir sem talið er að gætu tengst flekahreyfingum á tunglinu, að því er segir í tilkynningu á vef NASA. Gígar og rákir setja svip sinn á ísilagt yfirborð Ganýmedes. Talið er að rákirnar gætu verið merki um flekahreyfingar.NASA/JPL-Caltech/SwRI/MSSS Náði Juno myndum af nær heilli hlið Ganýmedes. Búið er að ná í myndir frá farinu sem voru teknar með síu sem er næm fyrir grænum lit en þegar þær sem voru teknar með rauðri og blárri síu skila sér verður hægt að setja saman litmynd af ístunglinu. Juno hefur verið á braut um Júpíter frá árinu 2016. Aðalmarkmið leiðangursins er að rannsaka uppruna, uppbyggingu og lofthjúp þessarar stærstu reikistjörnu sólkerfisins. Hefur farinu verið flogið ítrekað yfir pólsvæði Júpíters og tekið stórbrotnar myndir af skýjuðum lofthjúpi reikistjörnunnar.
Geimurinn Vísindi Júpíter Tengdar fréttir Heiðskírt með 400 metrum á sekúndu Veðurofsinn í heiðhvolfi Júpíters, stærstu reikistjörnu sólkerfisins, hefur nú verið mældur beint í fyrsta skipti. Vindhraðinn mældist ríflega 400 metrar á sekúndu við heimskaut gasrisans og telja stjörnufræðingar veðurfyrirbrigðið einstakt í sólkerfinu. 18. mars 2021 15:56 Bestu geimljósmyndir ársins 2019 Árið sem nú er að líða var ágætlega gjöfult þegar kom að verkefnum í geimnum og fjöldi ljósmynda frá geimförum og sjónaukum hér á jörðu niðri af plánetum og öðru sem flýtur um í geimnum litu dagsins ljós. 30. desember 2019 11:30 Innri gerð Júpíters afhjúpuð með mælingum Juno Beltin í lofthjúpi gasrisan ná þúsundir kílómetra niður fyrir yfirborðið og innra byrðið snýst að mestu leyti eins og hnöttur úr föstu efni. 8. mars 2018 22:30 NASA deilir mynd íslensks tölvunarfræðings af Júpíter Þúsundir manna hafa deilt og líkað við mynd sem Björn Jónsson, tölvunarfræðingur, vann af Stóra rauða bletti Júpíters eftir að NASA deildi henni á vefsíðu sinni og samfélagsmiðlum. 28. júlí 2017 10:54 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Sjá meira
Heiðskírt með 400 metrum á sekúndu Veðurofsinn í heiðhvolfi Júpíters, stærstu reikistjörnu sólkerfisins, hefur nú verið mældur beint í fyrsta skipti. Vindhraðinn mældist ríflega 400 metrar á sekúndu við heimskaut gasrisans og telja stjörnufræðingar veðurfyrirbrigðið einstakt í sólkerfinu. 18. mars 2021 15:56
Bestu geimljósmyndir ársins 2019 Árið sem nú er að líða var ágætlega gjöfult þegar kom að verkefnum í geimnum og fjöldi ljósmynda frá geimförum og sjónaukum hér á jörðu niðri af plánetum og öðru sem flýtur um í geimnum litu dagsins ljós. 30. desember 2019 11:30
Innri gerð Júpíters afhjúpuð með mælingum Juno Beltin í lofthjúpi gasrisan ná þúsundir kílómetra niður fyrir yfirborðið og innra byrðið snýst að mestu leyti eins og hnöttur úr föstu efni. 8. mars 2018 22:30
NASA deilir mynd íslensks tölvunarfræðings af Júpíter Þúsundir manna hafa deilt og líkað við mynd sem Björn Jónsson, tölvunarfræðingur, vann af Stóra rauða bletti Júpíters eftir að NASA deildi henni á vefsíðu sinni og samfélagsmiðlum. 28. júlí 2017 10:54