Viðurkenna Suður-Íshafið sem heimshaf Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2021 13:01 Suður-Íshafið umvefur Suðurskautslandið. Hlutar þess hlýna nú afar hratt og eiga þátt í að bræða jökla sem ganga fram í sjó neðan frá. Vísir/EPA Suður-Íshafið í kringum Suðurskautslandið verður nú skráð sem fimmta heimshafið á kortum Landafræðifélags Bandaríkjanna í fyrsta skipti í meira en hundrað ára sögu þess. Fram að þessu hefur óeining ríkt um fjölda heimshafanna og félagið hefur aðeins viðurkennt fjögur. Ekki voru allir á einu máli um nafnið og ytri mörkin þegar Alþjóðasjómælingastofnunin (IHO) lagði til útlínur Suður-Íshafsins, hafsvæðis sem nær frá ströndum Suðurskautslandsins í suðri til 60 breiddargráðu suður í norðri árið 2000. Þess vegna hefur Landafræðifélagið (e. National Geographic Society) merkt hafið á kortum en alltaf með fyrirvara um að ekki séu allir sáttir við skilgreininguna. Nú hefur félagið ákveðið að viðurkenna Suður-Íshafið formlega. Samkvæmt því verða heimshöfin því fimm á kortum og kortaatlösum sem það gefur út: Norður-Íshafið, Atlantshaf, Indlandshaf, Kyrrahaf og Suður-Íshafið. „Fólk horfir til okkar um landfræðilegar staðreyndir: hversu margar heimsálfur, hversu mörg lönd, hversu mörg höf? Þar til nú höfum við sagt fjögur höf,“ segir Alex Tait, landfræðingur hjá félaginu, við Washington Post. Four oceans or five? It's #WorldOceansDay🌊 and National Geographic is making a change to recognize the Southern Ocean as a fifth official ocean in our atlases and maps! https://t.co/HSHRUAyWuE— National Geographic (@NatGeo) June 8, 2021 Ákvörðun félagsins er talin hafa mikil áhrif því að margir aðrir kortagerðarmenn fylgja fordæmi þess. Landafræðifélagið ætlar að halda sig við skilgreiningu IHO og miða við að Suður-Íshafið nái norður að sextugustu breiddargráðu suður. Drake-sund og Scotia-haf falla þannig fyrir utan Suður-Íshafið. Suður-Íshafið er sagt einkennast af öflugum pólhverfum hafstraumi sem streymir í kringum Suðurskautslandið í austur. Margir hafa heyrt talað um höfin sjö en það orðatiltæki á lítið skylt við formlega skilgreiningu á heimshöfunum. Í grein á Vísindavefnum kemur fram að talað hafi verið um sjö hóf í þúsundir ára á ólíkum menningarsvæðum í Evrópu. Stundum hafi verið átt við hafsvæði á þekktum siglingaleiðum, stundum hafi höfin sjö vísað til hafsvæða í næsta nágrenni en einnig fjarlægra og jafnvel óþekktra hafsvæða. Þannig þurfi ekki að vera að höfin sjö hafi endilega alltaf vísað til sjö tiltekinna hafsvæða heldur alveg eins notað sem samheiti yfir höfin eins og þau voru þekkt hverju sinni. Mörk Suður-Íshafsins eins og National Geographic Society skilgreinir þau.Matthew W. Chwastyk and Greg Ugiansky, NG Staff Suðurskautslandið Vísindi Tengdar fréttir Enn mikil óvissa um áhrif hlýnunar á Suðurskautsísinn Mannkynið þarf að vera undir það búið að takast á við breitt bil mögulegrar bráðnunar jökla á Suðurskautslandinu í framtíðinni. Tveimur nýjum rannsóknum greinir á um hversu hratt ísinn gæti hopað með áframhaldandi hlýnun jarðar af völdum manna. 7. maí 2021 15:04 Ísjaki stærri en höfuðborgarsvæðið brotnaði af Suðurskautsísnum Risavaxinn borgarísjaki sem er stærri en höfuðborgarsvæðið að flatarmáli brotnaði af Brunt-íshellunni á Suðurskautslandinu á föstudag. Tæpur áratugur er liðinn frá því að breskir vísindamenn komu fyrst auga á sprungumyndun í ísnum. 1. mars 2021 11:09 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Ekki voru allir á einu máli um nafnið og ytri mörkin þegar Alþjóðasjómælingastofnunin (IHO) lagði til útlínur Suður-Íshafsins, hafsvæðis sem nær frá ströndum Suðurskautslandsins í suðri til 60 breiddargráðu suður í norðri árið 2000. Þess vegna hefur Landafræðifélagið (e. National Geographic Society) merkt hafið á kortum en alltaf með fyrirvara um að ekki séu allir sáttir við skilgreininguna. Nú hefur félagið ákveðið að viðurkenna Suður-Íshafið formlega. Samkvæmt því verða heimshöfin því fimm á kortum og kortaatlösum sem það gefur út: Norður-Íshafið, Atlantshaf, Indlandshaf, Kyrrahaf og Suður-Íshafið. „Fólk horfir til okkar um landfræðilegar staðreyndir: hversu margar heimsálfur, hversu mörg lönd, hversu mörg höf? Þar til nú höfum við sagt fjögur höf,“ segir Alex Tait, landfræðingur hjá félaginu, við Washington Post. Four oceans or five? It's #WorldOceansDay🌊 and National Geographic is making a change to recognize the Southern Ocean as a fifth official ocean in our atlases and maps! https://t.co/HSHRUAyWuE— National Geographic (@NatGeo) June 8, 2021 Ákvörðun félagsins er talin hafa mikil áhrif því að margir aðrir kortagerðarmenn fylgja fordæmi þess. Landafræðifélagið ætlar að halda sig við skilgreiningu IHO og miða við að Suður-Íshafið nái norður að sextugustu breiddargráðu suður. Drake-sund og Scotia-haf falla þannig fyrir utan Suður-Íshafið. Suður-Íshafið er sagt einkennast af öflugum pólhverfum hafstraumi sem streymir í kringum Suðurskautslandið í austur. Margir hafa heyrt talað um höfin sjö en það orðatiltæki á lítið skylt við formlega skilgreiningu á heimshöfunum. Í grein á Vísindavefnum kemur fram að talað hafi verið um sjö hóf í þúsundir ára á ólíkum menningarsvæðum í Evrópu. Stundum hafi verið átt við hafsvæði á þekktum siglingaleiðum, stundum hafi höfin sjö vísað til hafsvæða í næsta nágrenni en einnig fjarlægra og jafnvel óþekktra hafsvæða. Þannig þurfi ekki að vera að höfin sjö hafi endilega alltaf vísað til sjö tiltekinna hafsvæða heldur alveg eins notað sem samheiti yfir höfin eins og þau voru þekkt hverju sinni. Mörk Suður-Íshafsins eins og National Geographic Society skilgreinir þau.Matthew W. Chwastyk and Greg Ugiansky, NG Staff
Suðurskautslandið Vísindi Tengdar fréttir Enn mikil óvissa um áhrif hlýnunar á Suðurskautsísinn Mannkynið þarf að vera undir það búið að takast á við breitt bil mögulegrar bráðnunar jökla á Suðurskautslandinu í framtíðinni. Tveimur nýjum rannsóknum greinir á um hversu hratt ísinn gæti hopað með áframhaldandi hlýnun jarðar af völdum manna. 7. maí 2021 15:04 Ísjaki stærri en höfuðborgarsvæðið brotnaði af Suðurskautsísnum Risavaxinn borgarísjaki sem er stærri en höfuðborgarsvæðið að flatarmáli brotnaði af Brunt-íshellunni á Suðurskautslandinu á föstudag. Tæpur áratugur er liðinn frá því að breskir vísindamenn komu fyrst auga á sprungumyndun í ísnum. 1. mars 2021 11:09 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Enn mikil óvissa um áhrif hlýnunar á Suðurskautsísinn Mannkynið þarf að vera undir það búið að takast á við breitt bil mögulegrar bráðnunar jökla á Suðurskautslandinu í framtíðinni. Tveimur nýjum rannsóknum greinir á um hversu hratt ísinn gæti hopað með áframhaldandi hlýnun jarðar af völdum manna. 7. maí 2021 15:04
Ísjaki stærri en höfuðborgarsvæðið brotnaði af Suðurskautsísnum Risavaxinn borgarísjaki sem er stærri en höfuðborgarsvæðið að flatarmáli brotnaði af Brunt-íshellunni á Suðurskautslandinu á föstudag. Tæpur áratugur er liðinn frá því að breskir vísindamenn komu fyrst auga á sprungumyndun í ísnum. 1. mars 2021 11:09