Auglýsa langmest allra flokka á Facebook Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. júní 2021 16:26 Flokkarnir tveir hafa þrátt fyrir miklar auglýsingar ekki komið sérlega vel út úr skoðanakönnunum. vísir/vilhelm Flokkur fólksins er sá íslenski stjórnmálaflokkur sem hefur eytt langmestu í auglýsingar hjá samfélagsmiðlinum Facebook síðustu níutíu daga. Samtals hafa stjórnmálaflokkarnir allir eytt um fimm milljónum króna í auglýsingar hjá Facebook á tímabilinu. Formaður Blaðamannafélagsins hefur skorað á stjórnmálaflokka landsins að íhuga vel stöðu íslenskra fjölmiðla þegar kemur að því að ákveða hvert auglýsingafé þeirra fer. Eyða miklu meira en aðrir flokkar Hægt er að skoða auglýsingakaup flokkanna í skýrslu auglýsingasafns Facebook. Píratar hafa einnig þá tekið þessar tölur saman og birt á heimasíðu sinni. Þeir eru sá flokkur sem hefur eytt minnstum pening í auglýsingakaup á tímabilinu. Flokkur fólksins hefur á síðustu níutíu dögum eytt 1,4 milljónum króna á Facebook. Það er nánast tvöfalt meira en Samfylkingin, sem hefur eytt næstmestu, alls rúmlega 820 þúsundum. Samtals keyptu Samfylking og Flokkur fólksins því auglýsingar fyrir rúmar 2,2 milljónir króna. Flokkarnir tveir skera sig nokkuð úr hópi hinna flokkanna þegar kemur að auglýsingakaupum á Facebook. Vísir greindi frá sambærilegum gögnum frá 15. september til 13. desember í fyrra og höfðu þá Samfylking og Flokkur fólksins eytt miklu meira en aðrir flokkar í auglýsingarnar. Þetta virðist enn vera staðan en bilið á milli Samfylkingarinnar, sem hefur eytt næstmestu síðustu níutíu daga, og Sjálfstæðisflokksins, sem er í þriðja sæti, er töluvert. Sjálfstæðisflokkurinn hefur varið tæpum 410 þúsundum króna í auglýsingar á Facebook, meira en helmingi minna en Samfylkingin. Auglýsingar hafa ekki skilað sér í fylgi Áhersla flokkanna tveggja á að auglýsa sig á Facebook virðist ekki skila sér sérstaklega vel í fylgi ef marka má skoðanakannanir síðustu mánaða. Samkvæmt nýjustu könnun MMR, sem var birt fyrir rúmri viku, mælist Flokkur fólksins með 2,8 prósent og næði ekki manni inn á þing. Fylgi Samfylkingarinnar mældist þá 10,9 prósent miðað við 12,1 prósent í síðustu könnun þar á undan. Flokkurinn fékk 12,1 prósent atkvæða í síðustu þingkosningum. Samfylkingin mældist á ýmsum tímapunktum kjörtímabilsins sem næststærsti stjórnmálaflokkur landsins. Flokkurinn var til að mynda með 17,2 prósent fylgi í könnun Zenter fyrir Fréttablaðið í mars í fyrra. Sjá einnig: Samfylkingin orðin næststærst. Hér má sjá töflu yfir eyðslu flokkanna á Facebook síðustu níutíu daga: Píratar vilja að gögnin séu aðgengileg Flokkur Pírata tók tölurnar saman á heimasíðu sinni og er þar hægt að fylgjast með öllum breytingum sem verða á listanum. Framtakið er á vegum flokksins sjálfs en ekki þingflokksins. „Þetta er í anda flokksins um gagnsæi gagnvart okkar grasrót og kjósendum almennt að setja þetta svona snyrtilega saman á einn stað,“ segir Róbert Ingi Douglas, upplýsingastjóri Pírata við Vísi. Hann segir að tölurnar eigi örugglega eftir að breytast talsvert á næstu mánuðum í aðdraganda kosninga. Jafnvel hafi einhverjir flokkar hafið kosningabaráttu sína og gæti það skýrt meiri eyðslu þeirra á Facebook. Tala fallega um fjölmiðla á tyllidögum Formaður Blaðamannafélagsins, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, skoraði nýlega á stjórnmálaflokka landsins að íhuga stöðu fjölmiðla þegar þeir tækju ákvörðun um hvar þeir auglýstu sig í aðdraganda næstu kosninga. Allt of algengt væri orðið að það fjármagn sem flokkarnir verja í auglýsingakaup streymi til erlendra tæknirisa og veiki stöðu íslenskra fjölmiðla. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands.vísir/vilhelm Hún sagði við Vísi fyrr í mánuðinum að stjórnmálamenn væru sífellt að tala um fjölmiðla sem grundvöll lýðræðisins þegar þeim hentaði sú orðræða. „Á tyllidögum er gripið til þessa orðalags en þegar kemur að því að taka ákvarðanir um hvar á að auglýsa þá allt í einu skiptir það ekki máli.“ Alþingiskosningar 2021 Flokkur fólksins Samfylkingin Fjölmiðlar Facebook Píratar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Ræðst framtíð Sjálfstæðisflokksins á Instagram? Hörð barátta tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að verða leiðtogar flokksins á þingi fyrir Reykvíkinga hefur ólíklega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa auglýst sig ágætlega í aðdraganda prófkjörs flokksins, sem fer fram á föstudag og laugardag, raunar svo mikið að dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands finnst auglýsingaflóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun. 2. júní 2021 09:00 Sjálfstæðisflokkur, Píratar og Framsókn með mest fylgi Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 24,6 prósent í nýrri könnun MMR. Það er rúmlega tveimur prósentustigum hærra en í síðustu fylgismælingu félagsins. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi en þar á eftir koma Píratar og Framsóknarflokkurinn. 2. júní 2021 12:25 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Formaður Blaðamannafélagsins hefur skorað á stjórnmálaflokka landsins að íhuga vel stöðu íslenskra fjölmiðla þegar kemur að því að ákveða hvert auglýsingafé þeirra fer. Eyða miklu meira en aðrir flokkar Hægt er að skoða auglýsingakaup flokkanna í skýrslu auglýsingasafns Facebook. Píratar hafa einnig þá tekið þessar tölur saman og birt á heimasíðu sinni. Þeir eru sá flokkur sem hefur eytt minnstum pening í auglýsingakaup á tímabilinu. Flokkur fólksins hefur á síðustu níutíu dögum eytt 1,4 milljónum króna á Facebook. Það er nánast tvöfalt meira en Samfylkingin, sem hefur eytt næstmestu, alls rúmlega 820 þúsundum. Samtals keyptu Samfylking og Flokkur fólksins því auglýsingar fyrir rúmar 2,2 milljónir króna. Flokkarnir tveir skera sig nokkuð úr hópi hinna flokkanna þegar kemur að auglýsingakaupum á Facebook. Vísir greindi frá sambærilegum gögnum frá 15. september til 13. desember í fyrra og höfðu þá Samfylking og Flokkur fólksins eytt miklu meira en aðrir flokkar í auglýsingarnar. Þetta virðist enn vera staðan en bilið á milli Samfylkingarinnar, sem hefur eytt næstmestu síðustu níutíu daga, og Sjálfstæðisflokksins, sem er í þriðja sæti, er töluvert. Sjálfstæðisflokkurinn hefur varið tæpum 410 þúsundum króna í auglýsingar á Facebook, meira en helmingi minna en Samfylkingin. Auglýsingar hafa ekki skilað sér í fylgi Áhersla flokkanna tveggja á að auglýsa sig á Facebook virðist ekki skila sér sérstaklega vel í fylgi ef marka má skoðanakannanir síðustu mánaða. Samkvæmt nýjustu könnun MMR, sem var birt fyrir rúmri viku, mælist Flokkur fólksins með 2,8 prósent og næði ekki manni inn á þing. Fylgi Samfylkingarinnar mældist þá 10,9 prósent miðað við 12,1 prósent í síðustu könnun þar á undan. Flokkurinn fékk 12,1 prósent atkvæða í síðustu þingkosningum. Samfylkingin mældist á ýmsum tímapunktum kjörtímabilsins sem næststærsti stjórnmálaflokkur landsins. Flokkurinn var til að mynda með 17,2 prósent fylgi í könnun Zenter fyrir Fréttablaðið í mars í fyrra. Sjá einnig: Samfylkingin orðin næststærst. Hér má sjá töflu yfir eyðslu flokkanna á Facebook síðustu níutíu daga: Píratar vilja að gögnin séu aðgengileg Flokkur Pírata tók tölurnar saman á heimasíðu sinni og er þar hægt að fylgjast með öllum breytingum sem verða á listanum. Framtakið er á vegum flokksins sjálfs en ekki þingflokksins. „Þetta er í anda flokksins um gagnsæi gagnvart okkar grasrót og kjósendum almennt að setja þetta svona snyrtilega saman á einn stað,“ segir Róbert Ingi Douglas, upplýsingastjóri Pírata við Vísi. Hann segir að tölurnar eigi örugglega eftir að breytast talsvert á næstu mánuðum í aðdraganda kosninga. Jafnvel hafi einhverjir flokkar hafið kosningabaráttu sína og gæti það skýrt meiri eyðslu þeirra á Facebook. Tala fallega um fjölmiðla á tyllidögum Formaður Blaðamannafélagsins, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, skoraði nýlega á stjórnmálaflokka landsins að íhuga stöðu fjölmiðla þegar þeir tækju ákvörðun um hvar þeir auglýstu sig í aðdraganda næstu kosninga. Allt of algengt væri orðið að það fjármagn sem flokkarnir verja í auglýsingakaup streymi til erlendra tæknirisa og veiki stöðu íslenskra fjölmiðla. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands.vísir/vilhelm Hún sagði við Vísi fyrr í mánuðinum að stjórnmálamenn væru sífellt að tala um fjölmiðla sem grundvöll lýðræðisins þegar þeim hentaði sú orðræða. „Á tyllidögum er gripið til þessa orðalags en þegar kemur að því að taka ákvarðanir um hvar á að auglýsa þá allt í einu skiptir það ekki máli.“
Alþingiskosningar 2021 Flokkur fólksins Samfylkingin Fjölmiðlar Facebook Píratar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Ræðst framtíð Sjálfstæðisflokksins á Instagram? Hörð barátta tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að verða leiðtogar flokksins á þingi fyrir Reykvíkinga hefur ólíklega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa auglýst sig ágætlega í aðdraganda prófkjörs flokksins, sem fer fram á föstudag og laugardag, raunar svo mikið að dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands finnst auglýsingaflóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun. 2. júní 2021 09:00 Sjálfstæðisflokkur, Píratar og Framsókn með mest fylgi Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 24,6 prósent í nýrri könnun MMR. Það er rúmlega tveimur prósentustigum hærra en í síðustu fylgismælingu félagsins. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi en þar á eftir koma Píratar og Framsóknarflokkurinn. 2. júní 2021 12:25 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Ræðst framtíð Sjálfstæðisflokksins á Instagram? Hörð barátta tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að verða leiðtogar flokksins á þingi fyrir Reykvíkinga hefur ólíklega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa auglýst sig ágætlega í aðdraganda prófkjörs flokksins, sem fer fram á föstudag og laugardag, raunar svo mikið að dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands finnst auglýsingaflóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun. 2. júní 2021 09:00
Sjálfstæðisflokkur, Píratar og Framsókn með mest fylgi Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 24,6 prósent í nýrri könnun MMR. Það er rúmlega tveimur prósentustigum hærra en í síðustu fylgismælingu félagsins. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi en þar á eftir koma Píratar og Framsóknarflokkurinn. 2. júní 2021 12:25