Jón Gunnarsson hreppti annað sætið að lokum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júní 2021 23:41 Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti, sem var baráttusætið í þessu prófkjöri. Vísir/Vilhelm Nýjustu og jafnframt síðustu tölur liggja nú fyrir úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins og fjármálaráðherra, hafnaði í fyrsta sæti, enda sóttist hann einn eftir því. Baráttan um annað sætið var heldur harðari, en þingmennirnir Bryndís Haraldsdóttir, Jón Gunnarsson og Óli Björn Kárason sóttust öll eftir því sæti. Héraðsdómarinn Arnar Þór Jónsson sóttist eftir öðru til þriðja sæti og Vilhjálmur Bjarnason sóttist eftir stuðningi í þriðja sæti eða ofar. Það var hins vegar Jón Gunnarsson sem hreppti annað sætið að endingu, með 1.134 atkvæði í fyrsta til annað sæti. Bryndís endaði í því þriðja en Óli Björn í fjórða. Arnar Þór varð í fimmta sæti og Sigþrúður Ármann í sjötta. Bjarni Benediktsson leiðir listann, enda sóttist hann einn eftir fyrsta sætinuVísir/Vilhelm Jón var í öðru sætinu þegar fyrstu tölur bárust en þegar aðrar tölur voru tilkynntar hafði Bryndís skotist upp fyrir hann í annað sætið. Að lokum fór þó svo að Jón endaði í sætinu sem hann sóttist eftir. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra þingmenn í kjördæminu í síðustu Alþingiskosningum, árið 2017. Bjarni er fyrsti þingmaður kjördæmisins, Bryndís annar, á meðan Jón er fimmti og Óli Björn tíundi. Bryndís var í öðru sæti þegar aðrar tölur úr prófkjörinu voru birtar. Með lokatölum varð þó ljóst að Jón Gunnarsson endurheimti annað sætið, sem hann var í þegar fyrstu tölur lágu fyrir.Vísir/Vilhelm Alls sóttust tólf frambjóðendur eftir sæti á listanum, en í prófkjörinu var valið í sex sæti. Talin voru 4772 atkvæði, þar af voru 64 ógild. Hér að neðan má sjá stöðu efstu sex frambjóðenda í prófkjörinu: Í fyrsta sæti með 3.825 atkvæði í fyrsta sæti er Bjarni Benediktsson. Í öðru sæti með 1.134 atkvæði í fyrsta til annað sæti er Jón Gunnarsson. Í þriðja sæti með 1.616 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti er Bryndís Haraldsdóttir. Í fjórða sæti með 1.950 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti er Óli Björn Kárason. Í fimmta sæti með 2.261 atkvæði í fyrsta til fimmta sæti er Arnar Þór Jónsson. Í sjötta sæti með 2.617 atkvæði í fyrsta til sjötta sæti er Sigþrúður Ármann. Óli Björn Kárason endaði í fjórða sæti í prófkjörinu.Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Bryndís í öðru sæti eftir nýjustu tölur Breyting hefur orðið á uppröðun á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi eftir að aðrar tölur voru birtar rétt í þessu. Bryndís Haraldsdóttir er nú í öðru sæti listans en eftir fyrstu tölur var Jón Gunnarsson alþingismaður í öðru sæti. 12. júní 2021 21:10 Bjarni langefstur og Jón Gunnarsson í öðru sæti eftir fyrstu tölur Jón Gunnarsson þingmaður er í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi þegar fyrstu tölur hafa verið birtar. 12. júní 2021 19:09 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira
Baráttan um annað sætið var heldur harðari, en þingmennirnir Bryndís Haraldsdóttir, Jón Gunnarsson og Óli Björn Kárason sóttust öll eftir því sæti. Héraðsdómarinn Arnar Þór Jónsson sóttist eftir öðru til þriðja sæti og Vilhjálmur Bjarnason sóttist eftir stuðningi í þriðja sæti eða ofar. Það var hins vegar Jón Gunnarsson sem hreppti annað sætið að endingu, með 1.134 atkvæði í fyrsta til annað sæti. Bryndís endaði í því þriðja en Óli Björn í fjórða. Arnar Þór varð í fimmta sæti og Sigþrúður Ármann í sjötta. Bjarni Benediktsson leiðir listann, enda sóttist hann einn eftir fyrsta sætinuVísir/Vilhelm Jón var í öðru sætinu þegar fyrstu tölur bárust en þegar aðrar tölur voru tilkynntar hafði Bryndís skotist upp fyrir hann í annað sætið. Að lokum fór þó svo að Jón endaði í sætinu sem hann sóttist eftir. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra þingmenn í kjördæminu í síðustu Alþingiskosningum, árið 2017. Bjarni er fyrsti þingmaður kjördæmisins, Bryndís annar, á meðan Jón er fimmti og Óli Björn tíundi. Bryndís var í öðru sæti þegar aðrar tölur úr prófkjörinu voru birtar. Með lokatölum varð þó ljóst að Jón Gunnarsson endurheimti annað sætið, sem hann var í þegar fyrstu tölur lágu fyrir.Vísir/Vilhelm Alls sóttust tólf frambjóðendur eftir sæti á listanum, en í prófkjörinu var valið í sex sæti. Talin voru 4772 atkvæði, þar af voru 64 ógild. Hér að neðan má sjá stöðu efstu sex frambjóðenda í prófkjörinu: Í fyrsta sæti með 3.825 atkvæði í fyrsta sæti er Bjarni Benediktsson. Í öðru sæti með 1.134 atkvæði í fyrsta til annað sæti er Jón Gunnarsson. Í þriðja sæti með 1.616 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti er Bryndís Haraldsdóttir. Í fjórða sæti með 1.950 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti er Óli Björn Kárason. Í fimmta sæti með 2.261 atkvæði í fyrsta til fimmta sæti er Arnar Þór Jónsson. Í sjötta sæti með 2.617 atkvæði í fyrsta til sjötta sæti er Sigþrúður Ármann. Óli Björn Kárason endaði í fjórða sæti í prófkjörinu.Vísir/Vilhelm
Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Bryndís í öðru sæti eftir nýjustu tölur Breyting hefur orðið á uppröðun á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi eftir að aðrar tölur voru birtar rétt í þessu. Bryndís Haraldsdóttir er nú í öðru sæti listans en eftir fyrstu tölur var Jón Gunnarsson alþingismaður í öðru sæti. 12. júní 2021 21:10 Bjarni langefstur og Jón Gunnarsson í öðru sæti eftir fyrstu tölur Jón Gunnarsson þingmaður er í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi þegar fyrstu tölur hafa verið birtar. 12. júní 2021 19:09 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira
Bryndís í öðru sæti eftir nýjustu tölur Breyting hefur orðið á uppröðun á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi eftir að aðrar tölur voru birtar rétt í þessu. Bryndís Haraldsdóttir er nú í öðru sæti listans en eftir fyrstu tölur var Jón Gunnarsson alþingismaður í öðru sæti. 12. júní 2021 21:10
Bjarni langefstur og Jón Gunnarsson í öðru sæti eftir fyrstu tölur Jón Gunnarsson þingmaður er í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi þegar fyrstu tölur hafa verið birtar. 12. júní 2021 19:09