FH-ingar hafa ekki tapað fjórum leikjum í röð í 26 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2021 16:00 Gunnar Nielsen og félagar í FH hafa fengið á sig tvö mörk í þremur leikjum í röð og fengu ekki eitt einasta stig í þessum leikjum. Vísir/Hulda Margrét FH-ingar hafa ekki unnið leik í næstum því mánuð en geta endað óvenju langa bið sína eftir sigri á móti Stjörnunni á heimavelli í Kaplakrika í kvöld klukkan 20:15. FH hefur tapað þremur síðustu leikjum sínum í Pepsi Max deild karla sem er lengsta taphrina Hafnarfjarðarliðsins í efstu deild síðan sumarið 2003 eða í átján ár. Það þarf að fara langt til að finna svona taphrinu hjá FH en tap í kvöld myndi þýða að við erum að fara að tala um meira en aldarfjórðung. Tapi Hafnarfjarðarliðinu fjórða leiknum í röð þá verður þetta lengsta taphrina liðsins síðan að liðið féll úr deildinni fyrir 26 árum síðan. FH vann þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum á tímabilinu og var með tíu stig í húsi eftir fjórar umferðir. Síðan þá hefur liðið tapað á móti þremur Reykjavíkurfélögum, fyrst á móti KR (0-2), þá á móti Leikni (1-2) og loks á móti Víkingum í síðasta leik (0-2). FH-ingar skoruðu ellefu mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum en hafa aðeins skorað eitt mark á síðustu 270 mínútum í deildinni. FH tapaði síðast þremur leikjum í röð í deildinni í júní og júlí 2003 og enduðu hana með markalausu jafntefli á móti Skagamönnum 17. júlí 2003. Liðið vann síðan sex af síðustu átta leikjum og náði öðru sætinu. Síðan hafði FH mest tapað tveimur deildarleikjum í röð þar til í sumar. FH hefur síðan ekki tapað fjórum leikjum í röð síðan sumarið 1995 en það var einmitt síðasta tímabilið þar sem FH-liðið féll úr deildinni. FH var bæði með fimm leikja og sex leikja taphrinu það sumar. Fjórir leikir fara fram í Pepsi Max deild karla í kvöld. Klukkan 18.00 mætast ÍA og KA annars vegar og Keflavík og HK hins vegar en báðir leikirnir verða í beinni á stod2.is. Leikur FH og Stjörnunnar verður einnig í beinni á stod2.is klukkan 20.15 en leikur Vals og Breiðabliks verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Upphitun hefst klukkan 19.30 en leikurinn klukkan 20.15. Pepsi Max Stúkan mun síðan gera upp alla leiki kvöldsins á sömu stöð eftir leik Vals og Breiðabliks. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira
FH hefur tapað þremur síðustu leikjum sínum í Pepsi Max deild karla sem er lengsta taphrina Hafnarfjarðarliðsins í efstu deild síðan sumarið 2003 eða í átján ár. Það þarf að fara langt til að finna svona taphrinu hjá FH en tap í kvöld myndi þýða að við erum að fara að tala um meira en aldarfjórðung. Tapi Hafnarfjarðarliðinu fjórða leiknum í röð þá verður þetta lengsta taphrina liðsins síðan að liðið féll úr deildinni fyrir 26 árum síðan. FH vann þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum á tímabilinu og var með tíu stig í húsi eftir fjórar umferðir. Síðan þá hefur liðið tapað á móti þremur Reykjavíkurfélögum, fyrst á móti KR (0-2), þá á móti Leikni (1-2) og loks á móti Víkingum í síðasta leik (0-2). FH-ingar skoruðu ellefu mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum en hafa aðeins skorað eitt mark á síðustu 270 mínútum í deildinni. FH tapaði síðast þremur leikjum í röð í deildinni í júní og júlí 2003 og enduðu hana með markalausu jafntefli á móti Skagamönnum 17. júlí 2003. Liðið vann síðan sex af síðustu átta leikjum og náði öðru sætinu. Síðan hafði FH mest tapað tveimur deildarleikjum í röð þar til í sumar. FH hefur síðan ekki tapað fjórum leikjum í röð síðan sumarið 1995 en það var einmitt síðasta tímabilið þar sem FH-liðið féll úr deildinni. FH var bæði með fimm leikja og sex leikja taphrinu það sumar. Fjórir leikir fara fram í Pepsi Max deild karla í kvöld. Klukkan 18.00 mætast ÍA og KA annars vegar og Keflavík og HK hins vegar en báðir leikirnir verða í beinni á stod2.is. Leikur FH og Stjörnunnar verður einnig í beinni á stod2.is klukkan 20.15 en leikur Vals og Breiðabliks verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Upphitun hefst klukkan 19.30 en leikurinn klukkan 20.15. Pepsi Max Stúkan mun síðan gera upp alla leiki kvöldsins á sömu stöð eftir leik Vals og Breiðabliks. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira