Ballarin laug í þætti Kveiks og ýtti undir samsæriskenningar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júní 2021 10:03 Michelle Roosevelt Edwards, áður Michelle Ballarin. Vísir/Baldur Michelle Roosevelt Edwards, eða Michelle Ballarin, laug um það að eiga 30 milljóna Bandaríkjadala setur í Virginíu, í viðtali við Kveik í febrúar á síðasta ári. Setrið er í eigu fjárfestisins David B. Ford, sem dó á síðasta ári, og segist ekkja hans ekki hafa hugmynd um hvernig Edwards komst inn í húsið. Greint er frá þessu í ítarlegri fréttaskýringu Washington Post. Í viðtalinu við Kveik, sem birt var 4. febrúar 2020, má sjá Edwards sýna fréttamönnum RÚV húsið og vísar hún þeim meðal annars inn í svefnherbergi sem hún segir vera sitt. Þegar fréttamaður RÚV bendir á að eignin sé skráð á sölu segir Edward að hún sé nýbúin að kaupa eignina. Eignin sé ekki til sölu. Setrið hefur hins vegar aldrei verið í eigu Edwards. Ekkja Fords, mannsins sem átti húsið, segist ekki þekkja Edwards. Þegar Washington Post sýndi ekkjunni myndefni úr fréttaskýru Kveiks svaraði hún til: „Hún er í húsinu mínu. Hvernig komst hún inn í húsið mitt?“ Á þeim tíma sem viðtalið hjá Kveik var tekið var húsið á sölu og Edwards var löggildur fasteignasali í Virginíu. Fasteignafyrirtæki hennar var hins vegar ekki það fyrirtæki sem sá um söluna á húsinu. Edwards hefur ekki gefið kost á viðtali vegna málsins. Ýtti undir samsæriskenninguna um „Italygate“ Í desember síðastliðnum greip Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, til ýmissa bragða í von um að snúa við niðurstöðu forsetakosninganna sem fóru fram í nóvember. Skipaði hann til dæmis starfsmannastjóra sínum, Mark Meadows, að finna sannanir um kosningasvindl Demókrata. Í kjölfarið sendi Meadows Jeffrey Rosen, þáverandi dómsmálaráðherra, tölvupóst þar sem hann fór yfir samsæriskenningu þess efnis að ítalskt öryggisfyrirtæki hafi í samráði við leyniþjónustu Bandaríkjanna staðið að víðtæku kosningasvindli í forsetakosningunum. Samsæriskenningin hlaut yfirskriftina „Italygate.“ Fyrirtækið UEAerospace Partners, var merkt fyrir tölvupóstinum, en það er í eigu Edwards. Það var svo í janúar sem annað fyrirtæki í eigu Edwards, Istitute for Good Governance, sendi út yfirlýsingu frá ítölskum lögmanni sem hélt því fram að tölvuþrjótur hafi játað það fyrir honum að hann hafi tekið þátt í meintu kosningasvindli. Samkvæmt kenningunni notaði ítalska öryggisfyrirtækið, í samstarfi við bandarísku leyniþjónustuna CIA, gervitungl í eigu hersins til þess að breyta atkvæðum fyrir Trump í atkvæði fyrir Joe Biden, Bandaríkjaforseta, og sneru þannig niðurstöðu kosninganna við. WOW Air Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ballarin segist eiga hluti í Icelandair í gegnum aðra aðila Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin segist eiga hluti í Icelandair í gegnum aðra aðila sem haldi á hlutunum fyrir sig. Hún sé þó raunverulegur eigandi hlutanna, en er þó ekki á meðal tuttugu stærstu hluthafa samkvæmt hluthafalista. 4. febrúar 2021 20:47 Tvö dómsmál gegn Michelle Ballarin Búið er að höfða tvö dómsmál gegn bandaríska fjárfestinum Michelle Ballarin. Annað snýr að notkun á markaðsefni sem annar aðili telur sig eiga og hitt um vangoldin laun. 19. nóvember 2020 18:31 Ballarin skoðar réttarstöðu sína eftir hlutafjárútboð Icelandair Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin skoðar nú réttarstöðu sína í kjölfar þess að tilboði hennar í hlutafjárútboði Icelandair, sem lauk í liðinni viku, var ekki tekið. 25. september 2020 06:35 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Sjá meira
Greint er frá þessu í ítarlegri fréttaskýringu Washington Post. Í viðtalinu við Kveik, sem birt var 4. febrúar 2020, má sjá Edwards sýna fréttamönnum RÚV húsið og vísar hún þeim meðal annars inn í svefnherbergi sem hún segir vera sitt. Þegar fréttamaður RÚV bendir á að eignin sé skráð á sölu segir Edward að hún sé nýbúin að kaupa eignina. Eignin sé ekki til sölu. Setrið hefur hins vegar aldrei verið í eigu Edwards. Ekkja Fords, mannsins sem átti húsið, segist ekki þekkja Edwards. Þegar Washington Post sýndi ekkjunni myndefni úr fréttaskýru Kveiks svaraði hún til: „Hún er í húsinu mínu. Hvernig komst hún inn í húsið mitt?“ Á þeim tíma sem viðtalið hjá Kveik var tekið var húsið á sölu og Edwards var löggildur fasteignasali í Virginíu. Fasteignafyrirtæki hennar var hins vegar ekki það fyrirtæki sem sá um söluna á húsinu. Edwards hefur ekki gefið kost á viðtali vegna málsins. Ýtti undir samsæriskenninguna um „Italygate“ Í desember síðastliðnum greip Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, til ýmissa bragða í von um að snúa við niðurstöðu forsetakosninganna sem fóru fram í nóvember. Skipaði hann til dæmis starfsmannastjóra sínum, Mark Meadows, að finna sannanir um kosningasvindl Demókrata. Í kjölfarið sendi Meadows Jeffrey Rosen, þáverandi dómsmálaráðherra, tölvupóst þar sem hann fór yfir samsæriskenningu þess efnis að ítalskt öryggisfyrirtæki hafi í samráði við leyniþjónustu Bandaríkjanna staðið að víðtæku kosningasvindli í forsetakosningunum. Samsæriskenningin hlaut yfirskriftina „Italygate.“ Fyrirtækið UEAerospace Partners, var merkt fyrir tölvupóstinum, en það er í eigu Edwards. Það var svo í janúar sem annað fyrirtæki í eigu Edwards, Istitute for Good Governance, sendi út yfirlýsingu frá ítölskum lögmanni sem hélt því fram að tölvuþrjótur hafi játað það fyrir honum að hann hafi tekið þátt í meintu kosningasvindli. Samkvæmt kenningunni notaði ítalska öryggisfyrirtækið, í samstarfi við bandarísku leyniþjónustuna CIA, gervitungl í eigu hersins til þess að breyta atkvæðum fyrir Trump í atkvæði fyrir Joe Biden, Bandaríkjaforseta, og sneru þannig niðurstöðu kosninganna við.
WOW Air Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ballarin segist eiga hluti í Icelandair í gegnum aðra aðila Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin segist eiga hluti í Icelandair í gegnum aðra aðila sem haldi á hlutunum fyrir sig. Hún sé þó raunverulegur eigandi hlutanna, en er þó ekki á meðal tuttugu stærstu hluthafa samkvæmt hluthafalista. 4. febrúar 2021 20:47 Tvö dómsmál gegn Michelle Ballarin Búið er að höfða tvö dómsmál gegn bandaríska fjárfestinum Michelle Ballarin. Annað snýr að notkun á markaðsefni sem annar aðili telur sig eiga og hitt um vangoldin laun. 19. nóvember 2020 18:31 Ballarin skoðar réttarstöðu sína eftir hlutafjárútboð Icelandair Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin skoðar nú réttarstöðu sína í kjölfar þess að tilboði hennar í hlutafjárútboði Icelandair, sem lauk í liðinni viku, var ekki tekið. 25. september 2020 06:35 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Sjá meira
Ballarin segist eiga hluti í Icelandair í gegnum aðra aðila Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin segist eiga hluti í Icelandair í gegnum aðra aðila sem haldi á hlutunum fyrir sig. Hún sé þó raunverulegur eigandi hlutanna, en er þó ekki á meðal tuttugu stærstu hluthafa samkvæmt hluthafalista. 4. febrúar 2021 20:47
Tvö dómsmál gegn Michelle Ballarin Búið er að höfða tvö dómsmál gegn bandaríska fjárfestinum Michelle Ballarin. Annað snýr að notkun á markaðsefni sem annar aðili telur sig eiga og hitt um vangoldin laun. 19. nóvember 2020 18:31
Ballarin skoðar réttarstöðu sína eftir hlutafjárútboð Icelandair Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin skoðar nú réttarstöðu sína í kjölfar þess að tilboði hennar í hlutafjárútboði Icelandair, sem lauk í liðinni viku, var ekki tekið. 25. september 2020 06:35