Guðlaug Edda skilur engan eftir ósnortinn í þakkarkveðju sinni: „Að vita að það sé möguleiki að laga mig“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2021 08:01 Guðlaug Edda Hannesdóttir barðist við tárin þegar hún útskýrði stöðuna á sér og framhaldið auk þess að þakka þeim sem hafa stutt við bakið á henni. Instagram/@eddahannesd Það leynir sér ekki hvað meiðslin hafa tekið á íþróttakonuna Guðlaugu Eddu Hannesdóttur í hjartnæmri og einlægri kveðju sem hún birti í gær. Margir hafa stutt hana en meira þarf til ef hún á geta komið skrokknum sínum í lag á ný. Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttur þarf hjálp til að halda Ólympíudraumi sínum á lífi en hún hefur þurft að pína sig í gegnum erfið og sársaukafull meiðsli síðustu misseri. Nú sér hún möguleika á að fara í aðgerð til að bjarga ferlinum. Guðlaug Edda hefur hafið söfnun fyrir aðgerð til að bjarga ferli sínum eins og við fjölluðum um á Vísi í gær. „Takk allir fyrir ótrúlega góðar viðtökur á fjáröfluninni minni fyrir mjaðmaaðgerðina sem ég þarf að fara í. Hérna kemur persónulegt update, útskýring á meiðslum,“ skrifaði Guðlaug Edda við myndband sitt. Það tók langan tíma að finna út hvað var að angra hana en nú á hún möguleika á að fara í aðgerð hjá lækni sem sérhæfir sig í erfiðum mjaðmameiðslum. Guðlaug Edda þakkaði fyrir sig í gær en þar fer hún yfir meiðslin og hversu erfitt það hefur verið fyrir hana að halda draumnum sínum gangandi á sama tíma og hún var að drepast í mjöðminni. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) „Þetta er búið að vera rosalega erfiður tími fyrir mig og rosalega svekkjandi fyrir mig að missa af keppnum og Ólympíuleikum. Síðustu vikur hafa verið rosalega erfiðar og á tímabili hélt ég að ég væri algjörlega að missa ferilinn ef að það væri ekki hægt að gera neitt til að laga þetta,“ sagði Guðlaug Edda og hélt áfram: „Ég er rosalega heppin að hafa komist í samband við rosalegan hæfan lækni sem glímir við afreksíþróttafólk á hverju einasta degi. Hann telur alveg hundrað prósent að ég geti komið til baka og örugglega mun sterkari,“ sagði Guðlaug Edda. „Hann telur að með þessi vandamál sé ég að missa um fimmtán prósent af mögulegri frammistöðu sem væri þá hægt að laga með þessari aðgerð. Þetta hefur verið svekkjandi og auðvitað mikið áfall líka hvað varðar verðið á þessari aðgerð,“ sagði Guðlaug Edda. „Að vita að það sé möguleiki að laga mig er ótrúlega góð tilfinning. Það er ekkert sem mig langar meira en að koma til baka sterkari en ég get ekki gert þetta ein. Þess vegna þarf ég að biðja um hjálp frá ykkur öllum og þeim sem sjá sér fært að hjálpa mér,“ sagði Guðlaug Edda. „Ég lofa því á eftir aðgerðina þá mun ég gera allt sem ég get til að koma miklu sterkari til baka. Ég verð ekki lengur bara að keppa fyrir sjálfan mig heldur fyrir allt það fólk sem hefur staðið við bakið á mér,“ sagði Guðlaug Edda í kveðju sinni þar sem hún er nokkrum sinnum við það að brotna niður og tárin runnu hjá henni og líklega þeim sem hlusta enda skilur hún engan eftir ósnortinn í þakkarkveðju sinni. Það má sjá alla kveðju hana hér fyrir ofan. Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Íslensk afrekskona safnar fyrir aðgerð til að bjarga ferlinum Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir varð fyrir áfalli á dögunum þegar hún meiddist á mjöðm og missti um leið endanlega af möguleikanum á að komast á Ólympíuleikanna í Tókýó í sumar. 21. júní 2021 08:30 ÓL-draumur Eddu úr sögunni og dýr endurhæfing framundan Draumur Guðlaugar Eddu Hannesdóttur um að verða fyrst Íslendinga til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikum í Tókýó í sumar er úti. 3. júní 2021 13:01 Guðlaug Edda stóð í þeim bestu þangað til keðjan á hjólinu bilaði Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir keppti í gær á heimsbikarmóti í þríþraut í bænum Arzachena á Ítalíu. Stóð í hún í þeim bestu framan af keppni. 11. október 2020 13:26 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Sjá meira
Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttur þarf hjálp til að halda Ólympíudraumi sínum á lífi en hún hefur þurft að pína sig í gegnum erfið og sársaukafull meiðsli síðustu misseri. Nú sér hún möguleika á að fara í aðgerð til að bjarga ferlinum. Guðlaug Edda hefur hafið söfnun fyrir aðgerð til að bjarga ferli sínum eins og við fjölluðum um á Vísi í gær. „Takk allir fyrir ótrúlega góðar viðtökur á fjáröfluninni minni fyrir mjaðmaaðgerðina sem ég þarf að fara í. Hérna kemur persónulegt update, útskýring á meiðslum,“ skrifaði Guðlaug Edda við myndband sitt. Það tók langan tíma að finna út hvað var að angra hana en nú á hún möguleika á að fara í aðgerð hjá lækni sem sérhæfir sig í erfiðum mjaðmameiðslum. Guðlaug Edda þakkaði fyrir sig í gær en þar fer hún yfir meiðslin og hversu erfitt það hefur verið fyrir hana að halda draumnum sínum gangandi á sama tíma og hún var að drepast í mjöðminni. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) „Þetta er búið að vera rosalega erfiður tími fyrir mig og rosalega svekkjandi fyrir mig að missa af keppnum og Ólympíuleikum. Síðustu vikur hafa verið rosalega erfiðar og á tímabili hélt ég að ég væri algjörlega að missa ferilinn ef að það væri ekki hægt að gera neitt til að laga þetta,“ sagði Guðlaug Edda og hélt áfram: „Ég er rosalega heppin að hafa komist í samband við rosalegan hæfan lækni sem glímir við afreksíþróttafólk á hverju einasta degi. Hann telur alveg hundrað prósent að ég geti komið til baka og örugglega mun sterkari,“ sagði Guðlaug Edda. „Hann telur að með þessi vandamál sé ég að missa um fimmtán prósent af mögulegri frammistöðu sem væri þá hægt að laga með þessari aðgerð. Þetta hefur verið svekkjandi og auðvitað mikið áfall líka hvað varðar verðið á þessari aðgerð,“ sagði Guðlaug Edda. „Að vita að það sé möguleiki að laga mig er ótrúlega góð tilfinning. Það er ekkert sem mig langar meira en að koma til baka sterkari en ég get ekki gert þetta ein. Þess vegna þarf ég að biðja um hjálp frá ykkur öllum og þeim sem sjá sér fært að hjálpa mér,“ sagði Guðlaug Edda. „Ég lofa því á eftir aðgerðina þá mun ég gera allt sem ég get til að koma miklu sterkari til baka. Ég verð ekki lengur bara að keppa fyrir sjálfan mig heldur fyrir allt það fólk sem hefur staðið við bakið á mér,“ sagði Guðlaug Edda í kveðju sinni þar sem hún er nokkrum sinnum við það að brotna niður og tárin runnu hjá henni og líklega þeim sem hlusta enda skilur hún engan eftir ósnortinn í þakkarkveðju sinni. Það má sjá alla kveðju hana hér fyrir ofan.
Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Íslensk afrekskona safnar fyrir aðgerð til að bjarga ferlinum Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir varð fyrir áfalli á dögunum þegar hún meiddist á mjöðm og missti um leið endanlega af möguleikanum á að komast á Ólympíuleikanna í Tókýó í sumar. 21. júní 2021 08:30 ÓL-draumur Eddu úr sögunni og dýr endurhæfing framundan Draumur Guðlaugar Eddu Hannesdóttur um að verða fyrst Íslendinga til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikum í Tókýó í sumar er úti. 3. júní 2021 13:01 Guðlaug Edda stóð í þeim bestu þangað til keðjan á hjólinu bilaði Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir keppti í gær á heimsbikarmóti í þríþraut í bænum Arzachena á Ítalíu. Stóð í hún í þeim bestu framan af keppni. 11. október 2020 13:26 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Sjá meira
Íslensk afrekskona safnar fyrir aðgerð til að bjarga ferlinum Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir varð fyrir áfalli á dögunum þegar hún meiddist á mjöðm og missti um leið endanlega af möguleikanum á að komast á Ólympíuleikanna í Tókýó í sumar. 21. júní 2021 08:30
ÓL-draumur Eddu úr sögunni og dýr endurhæfing framundan Draumur Guðlaugar Eddu Hannesdóttur um að verða fyrst Íslendinga til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikum í Tókýó í sumar er úti. 3. júní 2021 13:01
Guðlaug Edda stóð í þeim bestu þangað til keðjan á hjólinu bilaði Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir keppti í gær á heimsbikarmóti í þríþraut í bænum Arzachena á Ítalíu. Stóð í hún í þeim bestu framan af keppni. 11. október 2020 13:26